Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hollari hamborgarar og kótiletturnar hennar mömmu
Matarkrókurinn 30. október 2014

Hollari hamborgarar og kótiletturnar hennar mömmu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Ekkert lát er á vinsældum hamborgarans. Hamborgarastaðir spretta upp eins og gorkúlur og margir velja að kaupa hamborgara fyrir fjölskylduna úti í búð. Í raun er hamborgarinn út af fyrir sig ekki óhollur en það eru hins vegar margar hitaeiningar í majonessósum og djúpsteiktum frönskum kartöflum sem mörgum finnst ómissandi þáttur í góðri hamborgaramáltíð.

Fyrir þá lesendur Bændablaðsins sem kjósa að gefa hamborgurunum frí fylgir uppskrift að gömlu góðu kótelettunum hennar mömmu sem svíkja engan.

En hvernig er hægt að gera hamborgarann hollari? Það eru nokkur ráð við því:

 • Það er hægt að víxla sósum. Setja próteinríka gríska jógúrt eða marið avókadó í staðinn fyrir majónes.
 • Nota heilhveitibollur í staðinn fyrir hvítt hamborgarabrauð.
 • Gott og hollt er að bæta ferskum kryddjurtum í hamborgarann.
 • Setjið spínat eða önnur græn vítamín, eins og sellerí eða grænkál, sem álegg.
 • Frábært er að hressa upp á hamborgarann með Sriracha eða Chipotle chili-sósum. Hægt er að blanda þeim við jógúrtina eða sýrða rjómann.
 • Búðu til þín eigin ham­borgarabrauð  með heil­hveiti og slepptu öllum rotvarnarefnum. Það er líka hægt að fara alla leið og nota kál í stað brauðs eða jafnvel setja kjötborgarann milli tveggja sneiða af kúrbít!
 • Skiptið frönskunum út fyrir létteldaðar eða hráar gulrætur sem gott er að dýfa í jógúrtina eða sýrða rjómann.

Heimabakaðar hveitipönnukökur fyrir hamborgara
„quesadilla burger“

Hráefni:

 • 260 g hveiti (2 bollar af hvítu hveiti)
 • 1 1/2 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. salt
 • 2 tsk. jurtaolía
 • 225 g heitt vatn (3/4 bolli)

Aðferð

Sameinið hveiti, lyftiduft og salt í skál. Í öðru íláti sameinið heitt vatn og olíu.

Bætið við vatni/olíublöndu í hveitiblöndu, eina matskeið í einu og blandið deigið með gaffli. Þegar vatninu er blandað í, skal bæta við annarri matskeið af vatni og endurtaka ferlið þar til allt vatnið er komið út í deigið.

Þegar vatnið er komið út í verður deigið klístrað. Hnoðið í skálinni. Hveiti stráð á borð og deigið hnoðað í kúlur sem síðan eru flattar út með kökukefli. Þær eru síðan steiktar á pönnu eins og flatkökur og notað sem hamborgarabrauð. Líka hægt að nota tilbúnar pönnukökur en þá þarf að skera þær út með hringformi.

Svo er notað mikið af rifnum osti á milli laga.

„Southwest Seasoning“ kryddblanda fyrir hamborgara

Hráefni:

 • 2 tsk. malað kúmen
 • 2 matskeiðar paprikuduft
 • 1 tsk. svartur pipar
 • 1/2 tsk. cayenne-pipar
 • rauðar piparflögur (eftir smekk)
 • 1 tsk. salt
 • 1 matskeið þurrkað oregano

 

Aðferð

Blandið saman og notist eftir þörfum.

Ekki skemmir þessa máltíð að bera fram ferskt tómatsalsa úr íslenskum tómötum.

 

Tómatsalsa - pico de gallo

Hráefni:

 • 1 meðalstór tómatur
 • 1 laukur, fínt saxaður
 • 1/2 ferskur chili (t.d. jalapeno-pipar, fræhreinsaður og hakkaður fínt)
 • 2 stilkar ferskt kóríander, fínt hakkað
 • 1 vorlaukur, fínt hakkaður
 • 1/2 tsk. hvítlauksduft eða einn geiri hvítlaukur
 • 1/8 tsk. salt
 • 1/8 tsk. pipar

 

Kótilettur eins og þær voru hjá mömmu

Fyrir 3–4

Hráefni:

 • 12 lambakótilettur
 • 1 egg
 • 3 msk. mjólk
 • 1 bolli þurr brauðmylsna
 • nýmalaður pipar
 • salt
 • 75 g smjör eða smjörlíki
 • 2 stilkar rósmarín eða önnur kryddjurt

Aðferð

Kótiletturnar þerraðar, hluti af fitunni e.t.v. skorinn burt (einkum af rifinu) og barðar létt með buffhamri. Egg og mjólk léttþeytt saman og brauðmylsnan krydduð með pipar og salti ásamt kryddjurtum. Líka hægt að steikja nokkra stilka af rósmarín til að gefa gott bragð í fituna. Smjörið brætt á stórri, þykkbotna pönnu. Kótilettunum velt upp úr eggjablöndunni og síðan brauðmylsnunni. Brúnaðar á báðum hliðum við góðan hita en síðan er hitinn lækkaður og kótiletturnar steiktar áfram við hægan hita í 8–10 mínútur. Snúið einu sinni. Þá eru þær teknar af pönnunni og raðað á heitt fat. Meira smjör e.t.v. brætt á pönnunni og borið fram með léttsteiktu grænmeti.

 

3 myndir:

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...