Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Borun nýrrar holu (HN-13) á mörkum jarðanna Hrafnagils og Botns stóð yfir á liðnu sumri. Holan gaf nánast ekkert vatn og hefur Norðurorka sem stóð fyrir framkvæmdum á svæðinu nú taka saman og fara í frágang.
Borun nýrrar holu (HN-13) á mörkum jarðanna Hrafnagils og Botns stóð yfir á liðnu sumri. Holan gaf nánast ekkert vatn og hefur Norðurorka sem stóð fyrir framkvæmdum á svæðinu nú taka saman og fara í frágang.
Fréttir 4. nóvember 2016

Holan gaf nánast ekkert vatn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Borun eftir heitu vatni er sýnd veiði en ekki gefin. Sú hefur orðið raunin með holu HN 13 á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit, en þar var fyrr í haust hætt að bora þegar komið var niður á 1.905 metra dýpi. Borun gekk erfiðlega og gaf holan nánast ekkert vatn. Bor og bormenn yfirgáfu því svæðið. 
 
 Á tímabili stóðu vonir til þess að borinn væri að komast í lek jarðlög þar sem svonefnt skolvatn, sem notað er í boruninni, virtist eiga leið út úr holunni en ekki upp úr henni.  Við prófanir og svonefndar örvunaraðgerðir kom í ljós að leki er ekki fyrir hendi og jarðhitavatn því ekki að streyma inn í holuna.
Því liggur fyrir að holan verður ekki virkjuð og mun verða minnisvarði um að í orkuöflun fyrir hitaveitu er ekkert sjálfgefið og það þrátt fyrir að borað sé í svæði sem gefið hefur vatn í holum í nokkurra metra fjarlægð.  Norðurorka sem stóð fyrir borun á svæðinu mun því á næstu vikum fara í frágang í og við borsvæðið. 
 
Lögðu grunninn að hitaveitunni
 
Jarðhitasvæðin í Eyjafjarðarsveit voru grunnurinn að stofnun Hitaveitu Akureyrar árið 1977 og þaðan kom stærsti hluti hitaveituvatnsins alveg fram á þessa öld. 
 
Á ýmsu hefur gengið við jarðhitavinnslu í Eyjafirði gegnum árin og margar holur verið boraðar sem litlum eða engum árangri hafa skilað, en sem betur fer einnig gjöfular og góðar borholur. Í upphafi hitaveitunnar ríkti mikil bjartsýni um vatnsöflun á svæðinu og tók uppbygging innviða mið af því. Síðar kom í ljós að vatnsöflunin varð ekki eins mikil og vonir stóðu til og því eru innviðirnir töluvert við vöxt, segir í frétt á vefsíðu Norðurorku.
 
NASI á svæðinu síðan í vor
 
Jarðhitasvæðin í Eyjafjarðarsveit hafa töluvert verið rannsökuð á undangengnum árum með það í huga að finna þar meira vatn og skapa þar með tækifæri til að nýta betur þá innviði sem til eru á svæðinu.
 
Borun nýrrar holu (HN-13) á mörkum jarðanna Hrafnagils og Botns á liðnu sumri er hluti af þessum áætlunum en eins og íbúar og gestir Eyjafjarðarsveitar hafa sjálfsagt tekið eftir hefur jarðborinn NASI frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða verið að störfum þar frá því í maí sl. Inn í þessa ákvörðun spilaði einnig sú staðreynd að önnur holan af tveimur á svæðinu hefur ekki gefið jafn mikið vatn sem skyldi, þar sem rennsli úr henni hefur minnkað vegna tjóns á dælum o.fl., sem leiddi til þess að hluti búnaðar hrundi ofan í holuna. Því var ákveðið að bora nýja holu á svæðinu með það að markmiði að skapa nýja leið fyrir jarðhitavatnið. 
Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...

Sala á 3.357 ærgildum
Fréttir 5. desember 2023

Sala á 3.357 ærgildum

Á innlausnarmarkaði með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. nóvember, bár...

Sæðingar verða niðurgreiddar
Fréttir 5. desember 2023

Sæðingar verða niðurgreiddar

Sæðingar verða niðurgreiddar til að innleiða verndandi arfgerðir gegn riðu.

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.