Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bændur á Hríshóli hófu slátt öðru sinni þetta sumarið á síðustu dögum júnímánaðar en það er harla óvenjulegt að hefja hann svo snemma.
Bændur á Hríshóli hófu slátt öðru sinni þetta sumarið á síðustu dögum júnímánaðar en það er harla óvenjulegt að hefja hann svo snemma.
Mynd / Ingvi Guðmundsson.
Fréttir 9. júlí 2014

Hófu seinni slátt í júní

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það stefnir allt í gríðarlegan heyfeng um land allt, einu undantekningarnar eru þar sem ríkja sérstakar aðstæður eins og vegna kals sem á við um einstaka bæi,“ segir Sigurgeir Hreinsson formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Nýliðinn júní mánuður var einstaklega hlýr víðast hvar og  raunar voru bæði hita- og úrkomumet sett í þeim mánuði. 

Bændur í Eyjafirði hafa  margir lokið fyrsti slætti og náðu margir að klára síðustu dagana í júní, en það segir Sigurgeir raunar ekki óvenjulegt hin síðari ár í kjölfar þess að ný tæki og tækni hafa rutt sér til rúms við heyskap.  Sér vitanlega hafi bændur hins vegar ekki náð að hefja annan slátt í júní, en bændur á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit hófu slátt öðru sinni þetta sumarið síðustu dagana í júní.  „Það er heldur óvenjulegt og að ég held einsdæmi,“ segir hann.

Víða þarf að slá þrisvar í sumar

Þessi staða gerir að verkum að víða þarf að slá þrisvar og því má búast við að heyfengur verið með allra besta móti þegar upp verði staðið í haust.  „Það stefnir allt í að heyfengur verið gríðarmikill eftir sumarið.  Ég velti kannski meira fyrir mér núna hver gæði heysins verða en magnið,“ segir Sigurgeir en bætir við að vissulega hafi margir náð mjög fínum heyjum, en annars staðar hafi gras sprottið úr sér.
„Það er auðvitað ekki tímabært á þessari stundu að hafa áhyggjur af því hvort not verið fyrir allt það hey sem fæst eftir sumarið,“ segir Sigurgeir.
 

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...