Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Blönduósi. Nýr og umhverfisvænn ullar­ þurrkari var settur upp í desember í stað þess olíuknúna sem fyrir var ­ og breytingarnar hafa valdið tæknilegum örðugleikum í vinnslunni.

Þeim vandræðum hafa fylgt enn meiri tafir en venjulega eru, á því að hægt sé sækja ull eins hratt og æskilegt er talið. Guðmundur Svavarsson, verksmiðjustjóri í ullarþvottastöð Ístex, segist hafa heyrt óánægjuraddir meðal bænda með að Ístex hafi ekki náð að sækja ullina heim á bæi í eins miklum mæli og æskilegt sé.

Risastór örbylgjuofn

Guðmundur segir að vegna þess hversu hægt hafi gengið að þurrka þá ull sem þegar er í stöðinni þá hafi hreinlega ekki verið geymslupláss fyrir meiri ull. „Þetta var nú ekkert alvarlegt og allt á réttri leið nú þó við séum ekki komin á alveg full afköst, en beðið er eftir íhlutum í nýju vélina.

Við erum vön því að heyra þessar raddir, þetta er ekkert nýtt að bændur séu ókátir með að fá ekki ullina sótta. Vandamálið er að við erum ekki með nógu stórar ullargeymslur hér og á meðan svo er þá verður þetta vandamál á hverju ári. Það vilja auðvitað allir losna við ullina í einu,“ segir hann. „Aðalfréttin frá okkur er sú að við erum hætt að nota kínverskan þurrkara, sem þurfti að brenna olíu til að búa til gufu til að þurrka ull. Núna notum við nýjan umhverfisvænan þurrkara sem virkar eins og risastór örbylgjuofn,“ bætir Guðmundur við.

Skylt efni: Ístex

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...