Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Blönduósi. Nýr og umhverfisvænn ullar­ þurrkari var settur upp í desember í stað þess olíuknúna sem fyrir var ­ og breytingarnar hafa valdið tæknilegum örðugleikum í vinnslunni.

Þeim vandræðum hafa fylgt enn meiri tafir en venjulega eru, á því að hægt sé sækja ull eins hratt og æskilegt er talið. Guðmundur Svavarsson, verksmiðjustjóri í ullarþvottastöð Ístex, segist hafa heyrt óánægjuraddir meðal bænda með að Ístex hafi ekki náð að sækja ullina heim á bæi í eins miklum mæli og æskilegt sé.

Risastór örbylgjuofn

Guðmundur segir að vegna þess hversu hægt hafi gengið að þurrka þá ull sem þegar er í stöðinni þá hafi hreinlega ekki verið geymslupláss fyrir meiri ull. „Þetta var nú ekkert alvarlegt og allt á réttri leið nú þó við séum ekki komin á alveg full afköst, en beðið er eftir íhlutum í nýju vélina.

Við erum vön því að heyra þessar raddir, þetta er ekkert nýtt að bændur séu ókátir með að fá ekki ullina sótta. Vandamálið er að við erum ekki með nógu stórar ullargeymslur hér og á meðan svo er þá verður þetta vandamál á hverju ári. Það vilja auðvitað allir losna við ullina í einu,“ segir hann. „Aðalfréttin frá okkur er sú að við erum hætt að nota kínverskan þurrkara, sem þurfti að brenna olíu til að búa til gufu til að þurrka ull. Núna notum við nýjan umhverfisvænan þurrkara sem virkar eins og risastór örbylgjuofn,“ bætir Guðmundur við.

Skylt efni: Ístex

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...