Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Blönduósi. Nýr og umhverfisvænn ullar­ þurrkari var settur upp í desember í stað þess olíuknúna sem fyrir var ­ og breytingarnar hafa valdið tæknilegum örðugleikum í vinnslunni.

Þeim vandræðum hafa fylgt enn meiri tafir en venjulega eru, á því að hægt sé sækja ull eins hratt og æskilegt er talið. Guðmundur Svavarsson, verksmiðjustjóri í ullarþvottastöð Ístex, segist hafa heyrt óánægjuraddir meðal bænda með að Ístex hafi ekki náð að sækja ullina heim á bæi í eins miklum mæli og æskilegt sé.

Risastór örbylgjuofn

Guðmundur segir að vegna þess hversu hægt hafi gengið að þurrka þá ull sem þegar er í stöðinni þá hafi hreinlega ekki verið geymslupláss fyrir meiri ull. „Þetta var nú ekkert alvarlegt og allt á réttri leið nú þó við séum ekki komin á alveg full afköst, en beðið er eftir íhlutum í nýju vélina.

Við erum vön því að heyra þessar raddir, þetta er ekkert nýtt að bændur séu ókátir með að fá ekki ullina sótta. Vandamálið er að við erum ekki með nógu stórar ullargeymslur hér og á meðan svo er þá verður þetta vandamál á hverju ári. Það vilja auðvitað allir losna við ullina í einu,“ segir hann. „Aðalfréttin frá okkur er sú að við erum hætt að nota kínverskan þurrkara, sem þurfti að brenna olíu til að búa til gufu til að þurrka ull. Núna notum við nýjan umhverfisvænan þurrkara sem virkar eins og risastór örbylgjuofn,“ bætir Guðmundur við.

Skylt efni: Ístex

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...