Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hlýr vetrarjakki
Hannyrðahornið 9. október 2014

Hlýr vetrarjakki

Hundahúfan í síðasta blaði vakti mikla athygli og umfjöllun á fésinu. Hundamunstrið sjálft fannst í blaðabunka frá 2008 og var með öllu ómerkt þannig að ekki var hægt að sjá hvaðan það kom.

Síðan kom í ljós að þetta munstur átti uppruna sinn hjá norskum prjónahönnuði sem selur frábærar uppskriftir á netinu og þar má finna munstur af fleiri hundategundum ásamt miklu úrvali af afar vönduðum og vel gerðum uppskriftum.

Jorid Linvik heitir þessi prjónahönnuður og slóðin er http://jonweb.com/butikk/. Þar getið þið pantað fleiri hunda og dýramyndauppskriftir í vettlingum, sokkum og mörgu fleiru. Uppskriftin  núna er að hlýrri jakkapeysu sem er gerð úr Sumo og Frapan þannig að hún er hlý og mjúk vegna þess að Sumo er 100% ull og Frapan er til að gefa smá glimmeráferð og svo er Frapan níðsterkt. Garnið í peysuna verður á tilboði í Fjarðarkaupum og á www.garn.is í október.

Stærð: s-m-l-xl-xxl.
Hringprjónn og sokkaprjónar nr. 7
Efni: Sumo frá garn.is litur DG067 blágrænt sprengt 12-14-14-16-16 dokkur.
Frapan no j 120 svarblátt 6-6-7-7-8 dokkur.
Prjónfesta: 13 l x 18 umf gera 10x10xcm.
Aðferð: Jakkinn er prjónaður með sléttprjóni fram og til baka nema fyrstu 10 umferðirnar neðst eru prjónaðar með 1 þræði Sumo = 5 garðar síðan er allur jakkinn prjónaður með einum þræði Sumo  og einum þræði Frapan saman  nema fyrstu og síðustu 7 l eru alltaf prjónaðar með aðeins Sumo garninu og með garðaprjóni.

Hnappagöt eru gerð með 10 garða millibili upp hægri listann.

Tekið úr fyrir mitti og aukið aftur út.

Prjónað upp að handvegi þá eru 6 l settar á hjálparnælu fyrir hvorum handveg og ermar prjónaðar.
Í ermunum er prjónaðir 5 garðar með einföldu Sumo en síðan er ermin prjónuð með einum þræði Sumo og einum Frapan, aukið út og þegar ermin er nógu löng eru 6 l settar á hjálparprjón á miðri undirermi, hin ermin prjónuð eins. Bolur og ermar sett upp á hringprjón prjónaðar 5 umferðir fram og til baka og síðan tekið úr með raglanúrtöku. Kragi prjónaður með Sumo einföldu garni.

Jakki:
Fitjið upp 130-138-146-158-170-183 l á hringprjón nr. 7 með einföldu Sumo , prjónið nú garðaprjón 10 umferðir eða 5 garða fram og til baka.

Því næst eru prjónaðar fyrstu 7 l garðaprjón með einföldu Sumo, síðan slétt með einum þræði Sumo og einum þræði Frapan þar til 7 l eru eftir af umferðinni sem eru prjónaðar í garðaprjóni með einföldu Sumo.  Þegar 10 garðar eru komnir á hægri listanum byrja hnappagötin og þau halda svo áfram upp með 10 garða millibili.

Prjónað svona áfram þar til jakkinn mælist 30 sm en mælið svona stórar flíkur alltaf hangandi.
Þá er merkt fyrir úrtöku . Prjónið 34-36-38-41-44-48 l merkið við, prjónið 62-66-70-76-82-89 L, merkið við prjónið 34-36-38-41-44-48 L. Kantlykkjurnar eru taldar með.
Nú er tekið  úr sitt hvorum megin við merkin 2 L saman 3svar með 5 sm millibili og síðan aukið út aftur á sama hátt sitt hvorum megin við merkið með 5 sm millibili,  prjónað áfram þar til þeirri sídd er náð sem þið viljið hafa upp að höndum eða 47-49-51-53-55-56 sm. Nú eru settar 6 l í hvorri hlið á hjálparnælu það er 3 l sitt hvorum megin við merkið. Geymið.

Ermar:
Fitjið upp með sokkaprjónum nr. 7, 30-32-32-34-34-36 L og prjónið garðaprjón 10 umferðir eða 5 garða. Síðan er prjónað slétt prjón í hring 16 sm, þá er merkt fyrir miðri undirermi og aukið út um 1 L sitt hvorum megin við merkið með 5 sm millibili þar til 42-44-46-48-52-54 l eru á prjóninum.
Prjónið áfram þar til ermin mælist undir hendi 48-48-47-45-45-43 sm eða eins og ermalengd eiganda jakkans segir til um. Nú eru 6 lykkjur á miðri undirermi settar á hjálparnælu.
Hin ermin prjónuð eins.

Axlarstykki:
Setjið upp á hringprjón nr 7, framstykkið, ermi, bakstykkið og hina ermina.
Prjónið nú 5-5-4-4-3-3 umferðir slétt fram og til baka en þá tekur við raglanúrtaka:
Munið að prjóna alltaf listann með einföldu Sumo og passa upp á hnappagötin.
Merkja fyrir öllum samskeytum á ermi og bol. Taka nú úr í annarri hverri umferð beggja megin við merkið þar til 59-63-69-71-73-75 l eru á prjóninum þar með taldar 7+ 7 kantlykkjurnar .
Prjónið nú 1 umferð slétt með Sumo og Frapan saman.

Kragi:
Kraginn er prjónaður með einföldu Sumo og kanturinn er látinn halda sér upp allan kragann en engin hnappagöt eru á honum.

Aukið nú út jafnt yfir um 21-23-23-27-31-33 L ekki auka samt út í kantlistunum.
Prjónið 7 garðaprjóns lykkjur síðan 2 sl 2 br og síðustu 7 l garðaprjón.

Þegar kraginn mælist12-12-13-13-14-14 sm er prjónað garðaprjón 10 umferðir eða 5 garðar.
Fellt laust af.

Lykkið saman undir höndum og gangið frá öllum endum. Festið tölurnar á á móti hnappagötunum.

Þvoist varlega úr ylvolgu vatni, skolið vel og setjið edik í síðasta skolvatnið.

Vindið varlega þar sem Sumo garnið þæfist auðveldlega.

Sama gagn gerir að pressa jakkann með röku stykki.

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands