Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hlutverk sláturleyfishafa við framleiðslu kindakjöts
Fréttir 4. mars 2018

Hlutverk sláturleyfishafa við framleiðslu kindakjöts

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

„Við vitum það að sauðfjárbændur geta ekki lifað af þessum kjörum. Það er klárlega alltaf hægt að gera betur og við erum ekkert yfir neina gagnrýni hafin …“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS í 2. þætti Lamb & þjóð sem nú er kominn á Netið. Í þættinum er sjónum beint að sláturleyfishöfum og þeirra hlutverki í framleiðslukeðjunni. Rætt er við fulltrúa þeirra sem segja m.a. frá vöruþróun og markaðssetningu.

Bændablaðið og Markaðsráð kindakjöts sýna fjóra stutta vefþætti um sauðfjárframleiðsluna. „Lamb og þjóð“ fjallar um kindakjöt frá ýmsum hliðum, allt frá frumframleiðandanum og á disk neytenda. Markmiðið með gerð þáttanna er að fá heildstæða mynd af fjölbreyttu vöruúrvali í lambi og draga fram sjónarmið aðila á ólíkum stöðum í framleiðslukeðjunni ásamt öðrum viðhorfum. Meðal annars er fjallað um vöruþróun og markaðsmál, áherslur bænda, neytenda, verslunar og veitingamanna og kjötiðnaðarins.

Framleiðsla þáttanna er á hendi Harðar Þórhallssonar og Þorsteins Roy Jóhannssonar.

1. þáttur
2. þáttur

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...

Ferðamenn sækja í skóga
Fréttir 1. júní 2023

Ferðamenn sækja í skóga

Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðinga...

Ártangi til sölu
Fréttir 31. maí 2023

Ártangi til sölu

Hjónin Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir hafa sett garðyrkjustö...

Skýr afstaða í könnun
Fréttir 31. maí 2023

Skýr afstaða í könnun

Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjá...

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjó...