Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hlutfall innflutts kjöts er stöðugt að aukast
Mynd / smh
Fréttir 18. október 2018

Hlutfall innflutts kjöts er stöðugt að aukast

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Það hefur ekki farið ýkja hátt um allar breytingar á tollvernd íslensks landbúnaðar síðustu ár. Breytingarnar leynast nefnilega víðar en í alþjóðlegum samningum þó það kunni að hljóma undarlega fyrir marga.

Í síðasta Bændablaði voru birtar töflur sem sýna breytingar á markaðshlutdeild innlends kjöts síðastliðin 3–4 ár. Greinargott yfirlit yfir þróun áranna 2010– 2013 er einnig að finna í Skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra frá 2014.

Í stuttu máli hefur skipting kjötmarkaðarins milli innlendrar framleiðslu og innflutnings tekið grundvallarbreytingum á örfáum árum.

Meðfylgjandi súlurit sýnir markaðshlutdeild innflutts kjöts sem hefur á tímabilinu vaxið frá því að vera tæp 5% 2010 í nærri 25% árið 2017. Ótalinn er þarna innflutningur á unnum kjötvörum, pylsum, áleggi og þess háttar, auk þess sem kemur í tilbúnum réttum eins og pasta og pitsum.

En hverjar eru ástæður þessara stórfelldu breytinga? Útlit er fyrir að þær séu nokkrar. Rétt er að rifja hér upp að þeir viðskiptasamningar sem mest áhrif hafa haft á tolla og markaðsaðgang fyrir landbúnaðarafurðir voru gerðir og komu til framkvæmda miklu fyrr. Sá fyrri, Samningurinn um alþjóðaviðskiptastofnunina, var lögfestur árið 1995. Sá seinni og mun þýðingarmeiri var samningur um viðskipti við landbúnaðarafurðir við ESB. Þar var opnað fyrir mun stærri tollfrjálsa kvóta en áður höfðu þekkst fyrir þessar kjöttegundir auk þess sem allir tollar voru lækkaðir um 40%. Með því voru tollar á allt kjöt skrifaðir í % og kr/kg inn í samning við ESB. Það þýðir með öðrum orðum að þótt íslensk stjórnvöld teldu ástæðu til að breyta með einhverjum hætti tollum á innflutt kjöt innan þess svigrúms sem þau hafa innan WTO samningsins er búið að festa tollinn í % og kr gagnvart ESB. Þar þarf því ekki bara lagabreytingu að hálfu Alþingis heldur breytingu á milliríkjasamningi.

Tollverndin vegur þungt

Þriðja atriðið sem vegur þungt í tollverndinni er svo heimildir í búvörulögum (65. Gr.) til að lækka tolla tímabundið þegar innlendar afurðir eru á markaði. Meðan samhliða eru tollfrjálsir kvótar fyrir ýmsar lykilvörur er smám saman hægt að grafa undan innlendri framleiðslu. Sem dæmi má taka svínakjöt. Þar er sögulegur skortur á hráefni í beikon yfir aðal ferðamannatímann. Ef tollkvótar eru notaðir til að flytja inn aðra hluta skrokksins eykur það enn á svínasíðuskortinn og áhrifin þannig keðjuverkandi.

Á sama tíma skortir mjög á að hagtölusöfnun Hagstofu Íslands um landbúnað sé nægjanleg. Engin söfnun fer þar t.d. fram á verði til framleiðenda sem er gert af hagstofum annarra landa sem eru aðilar að EUROSTAT. Upplýsingasöfnun um aðrar búgreinar en kjöt og mjólk, t.d. egg og garðyrkju, er líka af skornum skammti. Hagtölur eru engu að síður grunnurinn bæði að stefnumótun stjórnvalda og hagsmunagæslu atvinnugreina. 

Skýrsla starfshóps

Skylt efni: innflutt kjöt

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...