Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Marta gerði tvo ramma úr íslenskri ösp, fyllta með afgangs ull, sem nýtast til þess að bæta hljóðvist. Annar var klæddur með þæfðri ull á meðan hinn er klæddur með prjónuðu garni.
Marta gerði tvo ramma úr íslenskri ösp, fyllta með afgangs ull, sem nýtast til þess að bæta hljóðvist. Annar var klæddur með þæfðri ull á meðan hinn er klæddur með prjónuðu garni.
Fréttir 16. september 2022

Hljóðdempandi lausnir úr afgangsull og íslenskum við

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nemendur sem útskrifuðust úr búfræði í vor þurftu að skila af sér lokaverkefni á síðustu önninni.

Nemendur höfðu mjög frjálsar hendur við efnistök svo lengi sem hægt væri að tengja viðfangsefnið við búrekstur og landbúnað.

Marta Guðlaug Svavarsdóttir gerði lokaverkefni sem sneri að verðmætasköpun aukaafurða sem falla til við vinnslu á íslenskri
ull. Hún smíðaði því hljóðdempandi ramma fyllta með garnafgöngum og sem voru samhliða því nýttir sem viðfangsefni í heimildaritgerð.

Hugmyndina að verkefninu fékk Marta þegar hún var við verknám hjá Huldu og Tyrfingi sem reka smáspunaverksmiðjuna Uppspuna í Lækjartúni.

„Ég var að hjálpa til í spuna­ verksmiðjunni og sá þá þennan haug af garnafgöngum sem átti að fara í ruslið og ég hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að nýta þetta eitthvað. Eftir verknámið fékk ég fullan ruslapoka af þessu til að vinna með. Mín nálgun var allan tímann að nýta aukaafurðir úr íslenskri ullarvinnslu þar sem það kostar mikið að vinna ullina og það er mikið sem endar í ruslinu,“ segir Marta.

Í hávaðanum sem myndast af vélunum í spunaverksmiðjunni spratt upp sú hugmynd að nýta garnafgangana til þess að bæta hljóðvist.

Marta gerði tvær frumgerðir af hljóðdempandi römmum sem eru hugsaðir til að hengja upp á veggi innandyra þar sem þörf er á betri hljóðvist. Skólastofur, matsalir, skrifstofur og lesstofur eru dæmi um rými þar sem lausnir sem þessar eru nýttar.

Rammarnir voru af mismunandi stærð til þess að geta gert samanburð á hljóðdempandi eiginleikum. Einnig voru þeir klæddir hvor með sínu áklæðinu; annar með þæfðri ull og hinn úr prjónuðu garni sem Marta spann og tvinnaði sjálf. Timbrið var íslensk ösp frá Skógarafurðum ehf. í Fljótsdal, en þar sem öspin er mjúkur viður dregur hún í sig hljóðbylgjur.

Til greina kom að senda rammana í mælingar þar sem hljóðísogseiginleikar þeirra væru mældir. Aðgengi að þeim rannsóknarstofum er þó takmarkað og því brá Marta á það ráð að láta reikna út hljóðdempunina í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu.

Aðspurð segist Marta ekki hafa tekið verkefnið lengra eftir útskrift enda ekki langur tími liðinn, en útilokar þó ekkert með framhaldið.

Skylt efni: ull | afgangsull

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...