Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Jónas Björgvinsson býður bændum upp á nýjan valkost í baráttunni við álft og gæs. Hann stendur hér við eitt hljóðkerfa sinna.
Jónas Björgvinsson býður bændum upp á nýjan valkost í baráttunni við álft og gæs. Hann stendur hér við eitt hljóðkerfa sinna.
Fréttir 15. ágúst 2014

Hljóðkerfi til varnar fuglum í löndum bænda

Höfundur: /smh

Á Bretlandseyjum hefur ákveðin hljóðtækni verið í notkun og þróun í 20 ár, sem hefur það að markmiði að halda fuglum frá tilteknum svæðum þar sem þeirra er ekki óskað. Um er að ræða búnað sem spilar sérútbúin aðvörunarhljóð þeirra fugla sem ætlunin er að fæla frá svæðunum.

Að sögn Jónasar Björgvinssonar, sem er umboðsaðili hljóðkerfanna (Scarecrow Bio Acoustic) á Íslandi, byggist hljóðtæknin á því að spiluð eru séraðlöguð aðvörunarhljóð fuglategunda eftir ákveðnu kerfi. „Fuglinn skynjar hættu og treystir ávallt á eðlisávísun sína og forðar sér í burtu frá hljóðunum. Reynslan sýnir að fuglar venjast hvorki né læra á þennan búnað eins og gerist með hefðbundnar fælur. Með þessum búnaði er hægt að losna við fugl á mannúðlegan og vistvænan hátt. Tæknin gagnast vel í landbúnaði gegn ýmsum vandamálum; gæsum og álftum sem éta korn og nýrækt í stórum stíl, en einnig gegn mávum og hröfnum sem gata og skemma heyrúllur. Einnig getur þessi tækni hjálpað mikið við að losna við vargfugl úr æðavarpi,“ segir Jónas.

Búnaðurinn lagaður að íslenskum aðstæðum

„Við erum búinn að laga búnaðinn að íslenskum aðstæðum vegna álftaplágunnar, sem á sér enga hliðstæðu í heiminum. Það kom mikið á óvart eftir vangaveltur við framleiðandann að álftin virðist ekki vera til vandræða annars staðar í heiminum en á Íslandi. Við höfum því unnið náið með framleiðandanum í Bretlandi; gert rannsóknir og unnið hljóðupptökur á aðvörunarhljóðum álfta hér á landi til að laga búnaðinn að íslenskum aðstæðum. Ég rek líka hljóðver og hef því reynslu og búnað til hljóðvinnslu. Ég vann álftahljóðin í hljóðverinu og sendi síðan til Bretlands. Síðan hafa farið fram prófanir á tækjunum með íslenska álftakerfinu. Það var í prófunum fyrri part sumars meðan álftin var enn á túnum og þær prófanir lofuðu góðu. Álftin lét sig hverfa af þeim túnum þar sem búnaðurinn var virkur á. Álftin kemur svo gjarnan aftur í sveitir síðsumars, þá mun reyna vel á nýja kerfið.“

Fékk áhuga á vandamálinu í gegnum tengdaföðurinn

Jónas segir að hann hafi alltaf haft brennandi áhuga á ýmsum tæknibúnaði – sérstaklega hljóðbúnaði – þegar hann er spurður út í áhuga hans á þessari tækni og forsöguna fyrir því að hann lætur fuglavarnir í löndum bænda sig varða. „Tengdafaðir minn er kúabóndi á Suðurlandi og því hafði ég fylgst mikið með fréttum af vandamálum í landbúnaði vegna ágangs álfta og gæsa í ræktalönd. Hefðbundnar fuglafælur hafa lítið virkað í gegnum árin og vandamálið vex sífellt. Mávar sækja líka lengra og lengra inn í land með tilheyrandi vandamálum. Kornrækt á Íslandi er að aukast og vandamál frá gæsum og álftum sömuleiðis. Ég fór að leita að raunhæfum lausnum og fann þetta fyrirtæki í Bretlandi. Ég fór og heimsótti þá og varð þá sannfærður um að þetta væri lausnin sem ég væri að leita að, enda er Scarecrow Bio Acoustic leiðandi í heiminum í þessum lausnum.“

Sex tegundir í einu hljóðkerfi

Lausnirnar sem Jónas býður bændum kosta annars vegar 145 þúsund krónur – sem er grunnverð fyrir tæki – og hins vegar 230 þúsund krónur fyrir tæki sem nær 360 gráðu dreifingu. Innifaldar í verðinu eru varnir fyrir sex fuglategundir og er búnaðurinn einfaldur í uppsetningu, sem bændur sjá að mestu um sjálfir.
„Við erum einnig með lausnir fyrir sveitarfélög og útgerðir til að losna við máva og fleira frá löndunarsvæðum, sorpurðun, golfvöllum og fleira og líka þann áhugaverða möguleika að geta stuðlað að fuglavernd og verndað fuglavarp fyrir ágangi máva. Enda fæla okkar lausnir aðeins frá þann fugl sem búnaðurinn er stilltur á. Einnig stendur til að skoða lausnir okkar til að vernda fuglalífið og varpið við Vatnsmýrina og einnig losna við pláguna við Reykjavíkurtjörn.

Við höfum til dæmis þegar sett upp búnað fyrir höfnina í Reykjavík, við Grandagarð, hjá öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum og mörgum bændum með mjög góðum árangri.“

Á vefnum fuglavarnir.is má sjá ýmis áhugaverð myndbönd um virkni kerfanna; til dæmis frá Reykjavíkurhöfn, tjörninni í Hafnarfirði og á sorpurðunarsvæði. Á þeim sést vel hvernig mávarnir flykkjast í burtu þegar búnaðurinn er stilltur á þá en aðrir fuglar una áfram við sitt. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...