Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Arnheiður María með þá Brownies og Snjó.
Arnheiður María með þá Brownies og Snjó.
Mynd / UMFÍ
Fréttir 8. október 2025

Hlaupið og hoppað

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Hobbíhestaæðið hefur náð til Íslands en keppt var í greininni í fyrsta sinn á Landsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina. Hobbíhestar hafa vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarin ár og eru vinsældir þeirra alltaf að aukast og eru íslensk börn þar ekki undanskilin.

Það sem heillar við hobbíhestana, eða prikhestana, er að allir geta verið með. Í keppni fara þátttakendur í gegnum ýmsar hindranir og þrautir á hobbíhesti en til eru alþjóðlegar keppnisreglur um framkvæmd mótanna.

Þær Arnheiður María og Dóra kynntust í gegnum Hobbíhestana en Arnheiður býr á Húsavík og Dóra í Hafnarfirði. Hér eru þær saman á unglingalandsmóti UMFÍ, Arnheiður á Brownies og Dóra á Gauk. Mynd/Aðsend

Mæðgurnar Guðný María Waage og Arnheiður María Hermannsdóttir Waage stóðu fyrir fyrsta viðburðinum með hobbíhesta á Íslandi á Húsavík í mars á þessu ári.

„Ég var búin að fylgjast með dóttur minni og vinkonum hennar á þessum prikhestum í alls konar æfingum og leikjum. Ég ákvað því að spyrja hagsmunasamtök barna á Húsavík um að fá að halda mót og til að hópa krakkana saman. Það heppnaðist mjög vel en um 30 börn tóku þátt og var hlaupið og hoppað í tvo klukkutíma,“ segir Guðný María, en hún fann fyrir ótrúlegum stuðningi frá samfélaginu.

„Hagmunasamtökin bjuggu til 30 hesta fyrir okkur, okkur að kostnaðarlausu, með stuðningi frá Trésmiðjunni Rein hér á Húsavík. Krakkarnir fengu síðan að mála og skreyta þá á laugardeginum og á sunnudeginum kepptu þau á þeim á mótinu. Þetta er ótrúlega skemmtileg íþrótt sem sameinar hreyfingu og sköpun en þarna fær ímyndunaraflið að ráða för.“

Hafa margir síðan bæst við í hópinn með þeim mæðgum en hún stofnaði hóp á Facebook, Hobby horse á Íslandi, sem áhugasamir geta gengið í. Síðasti viðburður hobbíhesta á Íslandi var nú á hobbíhestamóti á Landsmóti UMFÍ sem fór fram á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...