Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Fréttir 9. desember 2015

Hjónin á Halldórsstöðum 2 hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldin í Kiðagili í Bárðardal nýlega. 
Boðið var upp á mikil og góð skemmtiatriði eins og t.d. sveitasvarið sívinsæla og „kúadóma“ sem fóru fram í bundnu máli hagyrðinga úr héraði.
 
Hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið
 
Viðurkenningin Þingeyski bóndinn var afhent á Bændagleðinni í þriðja sinn og urðu hjónin Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson fyrir valinu að þessu sinni, en þau reka fyrirmyndarbúskap að Halldórsstöðum 2 í Bárðardal. Einkunnarorð viðurkenningarinnar Þingeyski bóndinn eru hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið. Þau fengu viðurkenningarskjal og málverk eftir Lilju Björk Þuríðardóttur sem málað er á meira en 100 ára gamla veggþilju úr húsinu á Stóruvöllum í Bárðardal.
 
Styrktaraðilar Bændagleðinnar voru Norðlenska, MS, N1 og Bústólpi sem buðu m.a. upp á gómsætan veislumat framreiddan af starfsfólki Kiðagils sem rann ljúflega ofan í gesti sem voru fjölmargir.Að lokinni skemmtidagskrá upp úr miðnætti var slegið upp dansleik og dansað fram eftir nóttu.
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...