Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Fréttir 9. desember 2015

Hjónin á Halldórsstöðum 2 hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldin í Kiðagili í Bárðardal nýlega. 
Boðið var upp á mikil og góð skemmtiatriði eins og t.d. sveitasvarið sívinsæla og „kúadóma“ sem fóru fram í bundnu máli hagyrðinga úr héraði.
 
Hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið
 
Viðurkenningin Þingeyski bóndinn var afhent á Bændagleðinni í þriðja sinn og urðu hjónin Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson fyrir valinu að þessu sinni, en þau reka fyrirmyndarbúskap að Halldórsstöðum 2 í Bárðardal. Einkunnarorð viðurkenningarinnar Þingeyski bóndinn eru hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið. Þau fengu viðurkenningarskjal og málverk eftir Lilju Björk Þuríðardóttur sem málað er á meira en 100 ára gamla veggþilju úr húsinu á Stóruvöllum í Bárðardal.
 
Styrktaraðilar Bændagleðinnar voru Norðlenska, MS, N1 og Bústólpi sem buðu m.a. upp á gómsætan veislumat framreiddan af starfsfólki Kiðagils sem rann ljúflega ofan í gesti sem voru fjölmargir.Að lokinni skemmtidagskrá upp úr miðnætti var slegið upp dansleik og dansað fram eftir nóttu.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...