Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson reka fyrirmyndarbúskap á Halldórsstöðum 2 í Bárðardal.
Fréttir 9. desember 2015

Hjónin á Halldórsstöðum 2 hlutu viðurkenningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Bændagleði Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var haldin í Kiðagili í Bárðardal nýlega. 
Boðið var upp á mikil og góð skemmtiatriði eins og t.d. sveitasvarið sívinsæla og „kúadóma“ sem fóru fram í bundnu máli hagyrðinga úr héraði.
 
Hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið
 
Viðurkenningin Þingeyski bóndinn var afhent á Bændagleðinni í þriðja sinn og urðu hjónin Bergljót Þorsteinsdóttir og Ingvar Ketilsson fyrir valinu að þessu sinni, en þau reka fyrirmyndarbúskap að Halldórsstöðum 2 í Bárðardal. Einkunnarorð viðurkenningarinnar Þingeyski bóndinn eru hógværð, snyrtimennska og sátt við umhverfið. Þau fengu viðurkenningarskjal og málverk eftir Lilju Björk Þuríðardóttur sem málað er á meira en 100 ára gamla veggþilju úr húsinu á Stóruvöllum í Bárðardal.
 
Styrktaraðilar Bændagleðinnar voru Norðlenska, MS, N1 og Bústólpi sem buðu m.a. upp á gómsætan veislumat framreiddan af starfsfólki Kiðagils sem rann ljúflega ofan í gesti sem voru fjölmargir.Að lokinni skemmtidagskrá upp úr miðnætti var slegið upp dansleik og dansað fram eftir nóttu.
Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...