Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hitamet í heimshöfunum
Fréttir 26. febrúar 2019

Hitamet í heimshöfunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar frá 1950 sýna að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá þeim tíma og að hitamet hafa verið slegin síðastliðin fimm ár og að 2018 er það heitasta síðan mælingar hófust.

Hafið bindur meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því einn mælikvarði á hlýnun jarðar að mæla hita sjávar.

Mælingar sýna að hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra en síðustu fimm ár og að hlýnun sjávar hefur aukist hratt frá síðustu aldamótum þótt hún hafi verið að mælast allt frá því um miðja þarsíðustu öld.

Í grein um hitametið sem birtist í  Journal Advances in Atmospheric Sciences segir meðal annars að mælingarnar sýni svo ekki verði um villst að hlýnun sjávar sé staðreynd og að afleiðingar eigi eftir að verða alvarlegar. Eitt af því sem gerist þegar sjór hitnar er að hann þenst út þannig að sjávarborð eigi eftir að hækka. Samkvæmt því sem segir í greininni er líklegt að sjávarborð muni hækka um allt að einn metra á næstu öld gangi spár um hlýnun jarðar eftir.

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia...

35 kindur drápust í bruna
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi ...

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi na...

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar
Fréttir 27. janúar 2023

Verðskrá Skeljungs og Fóðurblöndunnar

Skeljungur og Fóðurblandan hafa birt verðskrá fyrir þær tegundir af áburði sem f...

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...