Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hitamet í heimshöfunum
Fréttir 26. febrúar 2019

Hitamet í heimshöfunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar frá 1950 sýna að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá þeim tíma og að hitamet hafa verið slegin síðastliðin fimm ár og að 2018 er það heitasta síðan mælingar hófust.

Hafið bindur meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því einn mælikvarði á hlýnun jarðar að mæla hita sjávar.

Mælingar sýna að hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra en síðustu fimm ár og að hlýnun sjávar hefur aukist hratt frá síðustu aldamótum þótt hún hafi verið að mælast allt frá því um miðja þarsíðustu öld.

Í grein um hitametið sem birtist í  Journal Advances in Atmospheric Sciences segir meðal annars að mælingarnar sýni svo ekki verði um villst að hlýnun sjávar sé staðreynd og að afleiðingar eigi eftir að verða alvarlegar. Eitt af því sem gerist þegar sjór hitnar er að hann þenst út þannig að sjávarborð eigi eftir að hækka. Samkvæmt því sem segir í greininni er líklegt að sjávarborð muni hækka um allt að einn metra á næstu öld gangi spár um hlýnun jarðar eftir.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...