Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hitamet í heimshöfunum
Fréttir 26. febrúar 2019

Hitamet í heimshöfunum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar frá 1950 sýna að hitastig sjávar hefur hækkað jafnt og þétt frá þeim tíma og að hitamet hafa verið slegin síðastliðin fimm ár og að 2018 er það heitasta síðan mælingar hófust.

Hafið bindur meira en 90% af þeim hita sem verður til vegna losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og því einn mælikvarði á hlýnun jarðar að mæla hita sjávar.

Mælingar sýna að hitastig sjávar hefur aldrei verið hærra en síðustu fimm ár og að hlýnun sjávar hefur aukist hratt frá síðustu aldamótum þótt hún hafi verið að mælast allt frá því um miðja þarsíðustu öld.

Í grein um hitametið sem birtist í  Journal Advances in Atmospheric Sciences segir meðal annars að mælingarnar sýni svo ekki verði um villst að hlýnun sjávar sé staðreynd og að afleiðingar eigi eftir að verða alvarlegar. Eitt af því sem gerist þegar sjór hitnar er að hann þenst út þannig að sjávarborð eigi eftir að hækka. Samkvæmt því sem segir í greininni er líklegt að sjávarborð muni hækka um allt að einn metra á næstu öld gangi spár um hlýnun jarðar eftir.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...