Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hinir syndlausu
Skoðun 2. maí 2016

Hinir syndlausu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fjármálakerfi heimsins hafa nötrað allt frá efnahagshruninu 2008. Þótt ýmis lönd virðist vera að ná sér á strik efnahagslega, eins og Ísland, er greinilega enn eitthvað mikið að. Undir niðri kraumar reiði og gremja út í alla þá sem tekist hefur að maka krókinn á kostnað fjöldans. Eyjan Tortóla í Karíbahafinu er svo allt í einu orðin tákngervingur gremjunnar.  
 
Ein birtingarmynd þess sem hér hefur gerst var sú dæmalausa aðferð að verðlauna þá sem höfðu staðið í stórflutningum á fjármagni frá Íslandi fyrir hrun. Þar var oftar en ekki um lánsfé að ræða sem eigendur bankanna lánuðu sjálfum sér og vinum oftast í gegnum aflandsfélög þar sem reynt var að fela allar slóðir um eignarhaldið. Síðan kom í ljós að félögin, sem voru upphaflegir lántakendur, lánuðu oftast fjármagnið aftur til annarra huldufélaga án trygginga. Þegar reynt var að nálgast lánsféð í gegnum föllnu bankana, voru upphaflegu lántakendurnir eignalaus skúffufélög í Lúxemborg eða öðrum löndum. Peningarnir sem þannig voru fluttir út, voru því „ókeypis“ lán fyrir raunverulega lántakendur. Sumir myndu eflaust orða það svo á góðri íslensku að peningunum hafi hreinlega verið stolið. 
 
Kokkuð var upp leið af þáverandi ríkisstjórn og Seðlabanka Íslands til að reyna að fá horfinn (oft stolinn) gjaldeyri til baka inn í gjaldeyrislaust Ísland. Þá ríkti hreint neyðarástand, enda búið að skuldsetja Ísland upp fyrir loftnet með lántökum á gjaldeyri hjá erlendum ríkisstjórnum og sjóðum. Saklausu fjárfestarnir gleyptu auðvitað við tilboðinu, því hvergi í heiminum var hægt að fá betri ávöxtun. Í boði var 20% ávöxtun fyrir það eitt að koma til baka með gjaldeyri sem mokað hafði verið út úr Íslandi nokkrum misserum áður. 
 
Már Guðmundsson seðlabankastjóri lýsti þessu ágætlega í frétt á Vísi 2013. Þar greinir hann frá þessari fjárfestingaleið bankans um leið og hann viðurkennir að hún gagnist aðeins ríka fólkinu. Segir hann, að frá því á árinu 2012, hafi gjaldeyrir að andvirði 45 milljarða íslenskra króna skilað sér til landsins í gegnum þessa leið. Á endanum urðu það yfir 70 milljarðar. Í staðinn fyrir gjaldeyri fengu útrásarsnillingarnir krónur á 20% afslætti. 
 
Nefndir voru til sögunnar stofnendur Bakkavarar og fjölmargir aðrir íslenskir fjármálasnillingar sem nýttu sér tækifærið. Sumir þeirra keyptu fyrirtæki á útsölu. Aðrir dembdu sér inn á fasteignamarkaðinn og keyptu upp heilu blokkirnar til að hagnast síðan á ört vaxandi húsaleigu. Þannig ryksuguðu menn upp fasteignamarkaðinn því ekkert venjulegt fólk gat keppt við þessi fjármálaséní sem höfðu 20% af kaupverðinu í meðgjöf frá íslenska ríkinu. Eftir sátu fjölskyldurnar sem nú voru neyddar inn á húsaleigumarkað. Leiguverðið rauk auðvitað upp þar sem búið var að kaupa upp alla samkeppni á markaðnum. 
 
Síðan þurftu þessir sérdeilis yndislegu snillingar ekki annað að gera en að bíða rólegir. Fasteignaverðið rauk auðvitað upp líka vegna lítils framboðs. Á nokkrum árum eru þessir gosar því búnir að hagnast um tugi prósenta á kostnað þrautpínds almennings. Þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt geta þeir væntanlega endurtekið leikinn. Selt allt draslið á Íslandi og skundað á brott til Tortóla með sinn ótrúlega gróða. Í þessum hópi eru eigendur nokkurra íslenskra fjölmiðla sem farið hafa mikinn í umræðum um svokölluð Panamaskjöl. Þar sem slík tengsl eru orðin ljós, má trúlega spyrja sig um trúverðugleika slíkra fjölmiðla? Er nema von að venjulegu fólki blöskri. 
 
Líklega er nokkuð seint fyrir suma að grípa um rassinn eða að fara að íhuga ágætt orð sem sögð voru fyrir margt löngu; – sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...