Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heyrnarlausir eldisfiskar
Fréttir 9. október 2017

Heyrnarlausir eldisfiskar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýleg rannsókn bendir til að fiskar í eldi geti átt á hættu að missa heyrn vegna aðstæðnanna sem þeir eru aldir við.

Rannsókn á eyrum eldislaxa sem gerð var í Ástralíu sýnir greinilega afmyndun á kvörnum, sem getur leitt til að heyrn fiskanna verður minni og jafnvel að þeir verði með öllu heyrnarlausir. Samanburður á kvörnum villtra og eldislaxa sýna að afmyndunin er mun algengari í eldislaxi en villtu.

Afmyndun kvarnanna er tengd vaxtarhraða laxanna og því hraðar sem þeir vaxa því líklegra er að fiskarnir missi heyrn vegna hennar.

Vöxtur fiskeldis í heiminum er gríðarlegur og sá hluti matvælaframleiðslu sem er í örustum vexti og hátt í 50% af fiski á boðstólum kemur úr eldi.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að velferð fiskanna, eldi í takmörkuðu rými, sjúkdómar og lús eru vandamál sem allir sem stunda fiskeldi kannast við. Heyrnarleysi eldisfiska er aftur á móti þáttur sem ekki hefur verið rannsakaður mikið og nauðsynlegt að gæta að honum í eldi.

Skylt efni: rannsóknir | Fiskeldi

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...