Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heyrnarlausir eldisfiskar
Fréttir 9. október 2017

Heyrnarlausir eldisfiskar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýleg rannsókn bendir til að fiskar í eldi geti átt á hættu að missa heyrn vegna aðstæðnanna sem þeir eru aldir við.

Rannsókn á eyrum eldislaxa sem gerð var í Ástralíu sýnir greinilega afmyndun á kvörnum, sem getur leitt til að heyrn fiskanna verður minni og jafnvel að þeir verði með öllu heyrnarlausir. Samanburður á kvörnum villtra og eldislaxa sýna að afmyndunin er mun algengari í eldislaxi en villtu.

Afmyndun kvarnanna er tengd vaxtarhraða laxanna og því hraðar sem þeir vaxa því líklegra er að fiskarnir missi heyrn vegna hennar.

Vöxtur fiskeldis í heiminum er gríðarlegur og sá hluti matvælaframleiðslu sem er í örustum vexti og hátt í 50% af fiski á boðstólum kemur úr eldi.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að velferð fiskanna, eldi í takmörkuðu rými, sjúkdómar og lús eru vandamál sem allir sem stunda fiskeldi kannast við. Heyrnarleysi eldisfiska er aftur á móti þáttur sem ekki hefur verið rannsakaður mikið og nauðsynlegt að gæta að honum í eldi.

Skylt efni: rannsóknir | Fiskeldi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...