Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heyrnarlausir eldisfiskar
Fréttir 9. október 2017

Heyrnarlausir eldisfiskar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýleg rannsókn bendir til að fiskar í eldi geti átt á hættu að missa heyrn vegna aðstæðnanna sem þeir eru aldir við.

Rannsókn á eyrum eldislaxa sem gerð var í Ástralíu sýnir greinilega afmyndun á kvörnum, sem getur leitt til að heyrn fiskanna verður minni og jafnvel að þeir verði með öllu heyrnarlausir. Samanburður á kvörnum villtra og eldislaxa sýna að afmyndunin er mun algengari í eldislaxi en villtu.

Afmyndun kvarnanna er tengd vaxtarhraða laxanna og því hraðar sem þeir vaxa því líklegra er að fiskarnir missi heyrn vegna hennar.

Vöxtur fiskeldis í heiminum er gríðarlegur og sá hluti matvælaframleiðslu sem er í örustum vexti og hátt í 50% af fiski á boðstólum kemur úr eldi.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að velferð fiskanna, eldi í takmörkuðu rými, sjúkdómar og lús eru vandamál sem allir sem stunda fiskeldi kannast við. Heyrnarleysi eldisfiska er aftur á móti þáttur sem ekki hefur verið rannsakaður mikið og nauðsynlegt að gæta að honum í eldi.

Skylt efni: rannsóknir | Fiskeldi

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...