Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heyrnarlausir eldisfiskar
Fréttir 9. október 2017

Heyrnarlausir eldisfiskar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýleg rannsókn bendir til að fiskar í eldi geti átt á hættu að missa heyrn vegna aðstæðnanna sem þeir eru aldir við.

Rannsókn á eyrum eldislaxa sem gerð var í Ástralíu sýnir greinilega afmyndun á kvörnum, sem getur leitt til að heyrn fiskanna verður minni og jafnvel að þeir verði með öllu heyrnarlausir. Samanburður á kvörnum villtra og eldislaxa sýna að afmyndunin er mun algengari í eldislaxi en villtu.

Afmyndun kvarnanna er tengd vaxtarhraða laxanna og því hraðar sem þeir vaxa því líklegra er að fiskarnir missi heyrn vegna hennar.

Vöxtur fiskeldis í heiminum er gríðarlegur og sá hluti matvælaframleiðslu sem er í örustum vexti og hátt í 50% af fiski á boðstólum kemur úr eldi.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að velferð fiskanna, eldi í takmörkuðu rými, sjúkdómar og lús eru vandamál sem allir sem stunda fiskeldi kannast við. Heyrnarleysi eldisfiska er aftur á móti þáttur sem ekki hefur verið rannsakaður mikið og nauðsynlegt að gæta að honum í eldi.

Skylt efni: rannsóknir | Fiskeldi

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...