Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hestar og menn
Skoðun 23. júní 2016

Hestar og menn

Höfundur: Sindri Sigurgeirsson
Veðrið undanfarnar vikur hefur verið landbúnaði nokkuð hagstætt. Maímánuður var frekar mildur víðast hvar um land sem auðveldaði sauðburð og önnur vorverk. Blíðuveður hefur víða einkennt júnímánuð það sem af er þó sumum þyki gæðunum vissulega misskipt. Þurrkar hafa haft áhrif á framgang gróðurs sums staðar á Norður- og Austurlandi þar sem vætan hefur látið bíða eftir sér.
 
Almennt er sláttur í fyrra fallinu miðað við fyrri ár en samfélagsmiðlarnir bera þess glöggt vitni að víða er heyskapur hafinn. Hinar ýmsu myndbirtingar bænda víða um land gefa vísbendingar um að allt fari vel af stað og uppskera sé víða allgóð. Það er kærkomið fyrir okkur bændur sem allt okkar eigum undir sól og regni að fá svona tíðarfar.
 
50 ár frá síðasta Landsmóti á Hólum
 
Landsmót hestamanna hefst í næstu viku að Hólum í Hjaltadal. Þar fá hrossaræktendur, tamningamenn og þjálfarar íslenska hestsins tækifæri til að uppskera eftir vinnu undangenginna missera. Í ár eru 50 ár frá því að síðast var haldið Landsmót að Hólum.
 
Háskólinn á Hólum hefur gegnt lykilhlutverki í  þróun hestamennsku hér á landi. Þar er í boði öflugt nám í öllu því er lýtur að hestinum auk þess sem þar eru stundaðar rannsóknir og þróun ýmissa þátta sem nýtast unnendum hestsins. Víða úr veröldinni hafa komið nemendur til náms við skólann. Ekki er óalgengt að þriðjungur nemenda þar sé af erlendu bergi brotinn, sem í lok náms fara oft til síns heima og auka þar hróður íslenska hestsins. 
 
Sú uppbygging sem orðið hefur á Hólum samfara komandi Landsmóti mun nýtast til kennslu og námskeiðahalds við skólann auk þess að styðja við keppnis- og sýningarhald skagfirskra hrossaræktenda. 
Hestakosturinn á mótinu verður ekki af verri endanum. Kynbótasýningar vorsins og úrtökur hestamannafélaga gefa það til kynna að von er á veislu fyrir alla unnendur íslenska hestsins.
 
Bændasamtök Íslands og Landssamband hestamannafélaga standa saman að félaginu Landsmót ehf. sem stendur að rekstri mótanna hverju sinni. Hvert mót hefur sinn sjarma og þau eru í raun gjörólík þó svo að inntak þeirra sé svipað. Í ár var lögð aukin áhersla á að bjóða upp á viðburð fyrir alla fjölskylduna. Miðaverð í forsölu var stillt í hóf og var meðal annars lögð áhersla á lægra verð fyrir unglinga. Reynt er að höfða til yngri kynslóðarinnar með dagskrá mótsins og afþreyingu. Í ár var auk þess lögð áhersla á sölu miða í forsölu sem gekk vonum framar.
 
Þó að Skagfirðingar telji að það verði einmuna blíða á Hólum alla landsmótsdagana, vitum við alveg hvernig er að eiga við íslenskt veðurfar. 
 
Íslenski hesturinn hefur vanist því í gegnum tíðina að vera brúkaður við við ýmsar aðstæður og í öllum veðrum. Hann kippir sér því ekki upp við það þó svo að lítillega blotni og blási þegar hann er tekinn til kostanna. Það sama má segja um gesti Landsmóts, áhugamenn um íslenska hestinn mæta til að fylgjast með sínum hestum og knöpum óháð veðurspá.
 
Hestamennskan hefur sterk tengsl við ferðaþjónustuna
 
Venjan er að margir erlendir gestir sæki Landsmótin hverju sinni. Íslandshestaheimurinn er gríðarstór og það er mikill áhugi á hestinum okkar á heimsvísu. Með einföldun mætti skipta  áhugamönnum um íslenska hestinn í tvo hópa: Þeir sem hafa komið til Íslands og þeir sem eiga eftir að koma til Íslands. Margir hverjir eru búnir að koma oft til landsins og sumir eru árlegir gestir. Allt þetta fólk hefur mikinn áhuga á landinu og menningu okkar.   
 
Hestamennskan eins og landbúnaðurinn allur hefur því mjög sterk tengsl við ferðaþjónustuna á Íslandi. Glæsilegur vöxtur í ferðaþjónustu hefur komið okkur öllum til góða. Við megum aldrei gleyma því að upplifun ferðamanna er samspil margra þátta. Þar skipar landbúnaðurinn veigamikinn sess.  
 
Ásýnd sveitanna skapar það menningarlandslag sem ferðamenn berja augum á ferðum sínum um landið. Íslenskur matur er ríkur þáttur í upplifun þeirra sem dvelja hér. Landbúnaðurinn og ferðaþjónustan styðja við hvort annað í hinum dreifðu byggðum og hjálpa til við að byggja upp samfélög með traustari innviðum. Þannig verða staðirnir áhugaverðari fyrir ferðamenn að sækja heim og öflugri fyrir þá sem þar búa.
Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...