Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Endurkomu Jóhanns R. Skúlasonar og Hnokka frá Fellskoti var vel fagnað.
Endurkomu Jóhanns R. Skúlasonar og Hnokka frá Fellskoti var vel fagnað.
Mynd / Marius Mackenzie
Fréttir 21. mars 2016

Hestaíþróttir í glæsilegri umgjörð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Vinsældir innanhússmóta á íslenskum hestum eru ávallt fyrir hendi á Íslandi, sérstaklega á snjóþungum vetrum. Hérlendis keppa atvinnu- og áhugamenn á mótaröðum sunnanheiða og norðan og þykja umgjarðir mótanna til fyrirmyndar. Í Danmörku fer fram stærsta innanhússmót íslenska hestsins ár hvert, svokallað heimsbikarmót – World Tölt.
 
Heimsbikarmót íslenska hestsins innanhúss, World Tölt, var haldið í Óðinsvéum í Danmörku síðustu helgi febrúarmánaðar. Kringum 150 keppnispör voru skráð til leiks í íþróttakeppni fullorðinna, sérstakri ungmennakeppni, ásamt því að 27 stóðhestar komu fram í sérstakri keppnissýningu. Umgjörð keppninnar hefur frá upphafi hennar þótt til eftirbreytni, keppnishöllin Arena Fyn þykir glæsilegur vettvangur fyrir slík mót, það gustar ekki á gesti sem geta notið sýningarinnar prúðbúnir en ár hvert sækja um 5.300 gestir Heimsbikarmótið. 
 
Fjölmargir íslenskir hestamenn leggja leið sína til Danmerkur þessa helgi en einnig var hægt að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á netinu.
 
Mótið markar upphaf keppnisársins í Evrópu og ber þar alla jafna að líta sterkustu keppnispör Norður-Evrópu auk þess sem nýjar vonarstjörnur láta á sér kræla. Þykir keppnin því gefa vísbendingar um stöðu og hestakost atvinnukeppnismanna, enn fremur sem keppnin sýnir vinsældir og styrk íslenskra hestaíþrótta á meginlandinu.
 
Endurkoma heimsmeistara
 
Mikið var um dýrðir í töltkeppni mótsins þótt sigurvegararnir, Jóhann R. Skúlason og Hnokki frá Fellskoti, hafi verið í algerum sérflokki. Jóhann og Hnokki hömpuðu heimsbikar mótsins í sjötta sinn. Þeir félagar hafa ekki komið fram opinberlega síðan þeir hömpuðu heimsmeistaratitli í tölti árið 2013 og var endurkomu þeirra vel fagnað og hlutu þeir sérstök áhorfendaverðlaun mótsins. Unn Kroghen Aðalsteinsson og Hrafndynur frá Hákoti voru í 2. sæti og Anna Björk Ólafsdóttir og Reyr frá Melabergi urðu í þriðja sæti eftir að hafa sigrað B-úrslit.
 
Titilvörn hinnar þýsku Frauke Schenzel og Óskadis vom Habichtswald í slaktaumatölti, T2, reyndist örugg. Þær leiddu keppnina frá forkeppni og höfðu yfirburði í úrslitum. Jón Stenild á Eldfara frá Langtved var í 2. sæti og Sofie Panduro á Hrein frá Votmúla 1 í því þriðja.
 
Frauke lét einnig mikið að sér kveða í fimmgangskeppni mótsins. Hún sýndi tvö hross í forkeppni og hlaut tvær hæstu einkunnir þar. Hún mætti síðan með Gust vom Kronshof í úrslit og sigraði þau. Lisa Schürger á Bassa frá Efri-Fitjum hlaut silfur og Caspar Hegardt og Oddi fra Skeppargården varð þriðji eftir að hafa sigrað B-úrslit.
 
Í fjórgangi dró til tíðinda þegar Lisa Schürger á Kjalari frá Strandarhjáleigu sigraði eftir að hafa komið þriðju inn í úrslit. Anne Stine Haugen og Muni frá Kvistum, sem leiddu keppnina, urðu að láta sér lynda 2. sætið og Helena Kroghen Aðalsteinsdóttir á Kavaler frá Kleiva varð í því þriðja.
 
Þjóðverjar ungmennameistarar
 
Ungmennakeppni heimsbikar­mótsins er með því móti að lönd keppa sín á milli í liðakeppni. Eitt keppnispar frá hverju liði keppa í sömu greinum og fullorðnir. Í ár voru fimm lönd með lið í keppninni. Í fjórgangi sigraði hin danska Kristine B. Jørgensen á Tý frá Þverá II. Danir fóru einnig með sigur af hólmi í tölti en þar var á ferðinni Sarah Rosenberg Asmussen á Jósep frá Skarði. Gull í fimmgangi fór til Noregs þegar Ingrid Marie Larsen á Dimmey frá Jakobsgården sigraði. Hin þýska Gianluca Ditolve á Halegg von Vinkona sigraði í slaktaumatölti og stóðu Þjóðverjar uppi sem sigurvegarar liðakeppninnar í lokin.
 
Stóðhestasýning í sérflokki
 
Stóðhestasýning Heimsbikar­mótsins vekur ávallt mikla lukku meðal áhorfenda. Þar koma fram nokkrir frambærilegir stóðhestar í frjálslegri sýningu til að heilla áhorfendur sem síðar velja sína eftirlætishesta. Sýningin þykir því góður kynningarvettvangur fyrir ræktunargripi.
 
Í ár tóku 27 stóðhestar þátt í sýningunni, kepptu þeir í flokkum fimmgangs- og fjórgangshesta. Heimsmeistarinn Glóðafeykir frá Halakoti, setinn af Jóhanni R. Skúlasyni, stóð uppi sem öruggur sigurvegari fjórgangshesta. Áhorfendur völdu hina dönsku Viktor frá Diisa í 2. sæti og Tívar frá Moselundgård  í það þriðja. 
 
Í flokki fimmgangshesta var spennan öllu meiri. Ungur óþekktur stóðhestur, Aron frá Møllegaard að nafni, varð eftirlæti áhorfenda. Aron er fæddur 2010 undan hæfileikahestinum Fláka frá Blesastöðum 1A, sem féll frá í fyrra, og ósýndri hryssu, Ísafold frá Tóftum, en hann var sýndur í kynbótadómi fyrst í fyrra. Kom framganga hans í Óðinsvéum honum sannarlega inn í umræðu um efnilega ræktunargripi. Ungur knapi Arons, Amalie Møller San-Pedro, hafði því ærna ástæðu til að fagna innilega að sýningu lokinni.
Ágústínus frá Melaleiti, undir stjórn Sölva Sigurðssonar, hlaut annað sæti og Lettir fra Hellesylt, setinn af Dennis Hedebo Johansen var í því þriðja.

4 myndir:

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...