Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Merki alþjóðasamtaka lífrænnna landbúnaðarhreyfinga.
Merki alþjóðasamtaka lífrænnna landbúnaðarhreyfinga.
Á faglegum nótum 20. ágúst 2018

Helstu alþjóðastofnanir og samtök

Höfundur: Oddný Anna Björnsdóttir
Hér verður gerð stutt grein fyrir helstu alþjóðastofnunum og -samtökum sem fjalla um vottun matvæla.
 
Samtök faggildingaraðila
 
Samtök alþjóðlegra fag­gildingaraðila (IAF) og samtök evrópskra faggildingaraðila (EA) eru annars vegar alþjóðleg og hins vegar evrópsk samtök aðila sem faggilda vottunarstofur og eru viðurkenndir af stjórnvöldum í sínu landi. Aðild að þeim eiga einnig ýmsir aðrir aðilar sem láta sig samræmismat varða.
 
Aðilar beggja samtaka hafa undirritað fjölþjóðasamning (MLA) um að þeir viðurkenni og samþykki að faggildingarkerfi hvers annars séu sambærileg sem og áreiðanleiki samræmismata þeirra aðila sem þeir sem undirrita samninginn hafa faggilt.
 
Samband alþjóðlegrar faggildingar og merkinga á sviði félagsmála- og umhverfisstaðla 
 
Meðlimir ISEAL eru annars vegar félög sem eiga sjálfbærnistaðla og hins vegar alþjóðlegir faggildingaraðilar.
 
Meðlimir þess skuldbinda sig til að fylgja meginreglum sambandsins um áreiðanleika og gott verklag við gerð staðla, til að tryggja fylgni og fylgjast með áhrifum þeirra.
 
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
 
FAO er vettvangur þjóða heims til að móta stefnu og gera samkomulag um málefni matvælaframleiðslu og skógræktar þar sem sjálfbærni í nýtingu auðlinda er lykilþáttur.
 
Árið 1995 kynnti FAO siðareglur um ábyrgar fiskveiðar. Tilgangur þeirra er að tryggja virka verndun, stjórnun og þróun lifandi auðlinda í sjó og vatni, með tilhlýðilegri virðingu fyrir vistkerfinu í heild sem og fjölbreytileika lífríkisins.
 
Áratug seinna gaf FAO út leiðbeinandi reglur um hvernig standa ætti að umhverfisvottun þriðja aðila á sjávarafurðum.
 
Árið 2017 gáfu FAO og OECD út leiðbeiningar sem er ætlað að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla staðla um ábyrga viðskiptahætti í gegnum aðfangakeðjuna (e: OECD-FAO Guidance for Responsible Agricultural Supply Chains).
 
Alþjóðlega staðlastofnunin 
 
ISO þróar og gefur út alþjóðlega staðla. Meðlimir hennar eru staðlaráð 161 þjóðar sem eru jafnframt fulltrúar ISO í sínu landi. Staðlaráð Íslands er fulltrúi og gætir réttar ISO á Íslandi.
 
Staðlanefndin CODEX
 
Codex Alimentarius er staðlanefnd starfrækt sameiginlega af FAO og WHO. Nefndin gefur út alþjóðlegar viðmiðunarreglur, staðla og leiðbeiningar um matvælaframleiðslu sem eru valfrjálsar -  sameiginlegur grunnur til að byggja á.
 
Stjórnvöld í hverju landi þurfa því að innleiða þær í lög og reglugerðir til að geta framfylgt þeim.
Alþjóðasamtök lífrænnna landbúnaðarhreyfinga
 
IFOAM eru regnhlífarsamtök framleiðenda og þjónustuaðila í á annað hundrað löndum sem vinna að framgangi lífrænna aðferða í landbúnaði og matvælaframleiðslu. 
 
Samtökin standa fyrir umfangsmikilli þróunarvinnu, stefnumótun, ráðstefnuhaldi og útgáfustarfsemi á því sviði.
 
Á vegum IFOAM starfa einnig svæða- og málefnahópar, t.d. Evrópusambandshópur, sem taka virkan þátt í mótun stefnu og reglugerða ríkja og ríkjasambanda um málaflokkinn.
 
IFOAM setti á fót faggildingarstofu (IOAS) til að stuðla að samræmingu á vottun lífrænnar framleiðslu um allan heim.
 
Regnhlífasamtök  utan um matvælaöryggis- og sjálbærnistaðla
 
Fjölmargir staðlar hafa verið þróaðir af samtökum smásala og fagaðila á ýmsum sviðum sem eiga að tryggja öryggi og gæði matvæla. Þeir byggja jafnan á CODEX, HACCP, GMP, matvælalöggjöfinni og staðli ISO um matvælaöryggi - en ganga yfirleitt lengra.
 
Það verður sífellt algengara að smásalar geri kröfu um að birgjar þeirra séu með vottun samkvæmt slíkum staðli, sérstaklega þegar um eigið vörumerki er að ræða.
 
Alþjóðlegu matvæla­öryggissamtökin (e: Global Food Safety Initiative -GFSI) stofnuð árið 2000 og alþjóðlegu samtökin um sjálfbærar fiskveiðar (e: Global Sustainable Seafood Initiative - GSSI) stofnuð árið 2012 eru regnhlífasamtök hagsmunaaðila í aðfangakeðjunni, opinberra- og alþjóðastofnana, fræðimanna og þjónustufyrirtækja.
 
 Samtökin leggja mat á ákveðnar tegundir staðla og í kjölfarið hvort þeir fari á lista þeirra yfir viðurkennda staðla sem þá eru taldir sambærilegir.
 
Samtökin hafa átt stóran þátt í að einfalda staðlaumhverfið en markmið þeirra er að auka gagnsæi vottunar og auðvelda samanburð - og með því efla traust og stuðla að upplýstu vali í viðskiptum.
Í kjölfarið hafa smásalar í auknum mæli einungis gert kröfu um GFSI eða GSSI viðurkenndan staðal fremur en einn ákveðinn staðal.
 
Í næstu grein verður fjallað um val á vottunaraðila.
 
- Oddný Anna Björnsdóttir er bóndi og sjálfstætt starfandi ráðgjafi.  Greinar í Bændablaðinu um vottanir og upprunamerkingar byggjast á verkefni sem hún vann fyrir Íslandsstofu veturinn 2018.
 

5 myndir:

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...