Helmingur villtra dýra horfið af jörðinni á síðustu 40 árum
Ofveiðar, slæmur vatnsbúskapur og skemmdir á búsvæðum sögð helsta ástæðan fækkunarinnar.
Í nýrri úttekt World Wide Fund for Nature segir að um helmingi færri villt dýr finnist á jörðinni í dag en fyrir fjörutíu árum. Á það jafnt við um villt dýr á landi, í ám og í hafi.
Helsta ástæða fækkunarinnar er sögð vera ofveiði, slæmur vatnsbúskapur, og skemmdir á búsvæðum dýranna eins og skógarhögg.
Í úttektinni segir að í dag felli menn tré hraðar en svo að nýir skógar nái að vaxa upp aftur, dæli meira vatni úr ám en renni í þær og veiði fisk hraðar en hann nær að fjölga sér.