Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hekluð tuska
Hannyrðahornið 18. janúar 2016

Hekluð tuska

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Tuskuæðið sem hefur verið í gangi síðustu mánuði hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum heklurum eða prjónurum. 
 
Margir segja að heklaðar/prjón­aðar tuskur séu þær allra bestu. Svo verður bara miklu skemmtilegra að þurrka af með fallegri tusku. Ég hef heklað nokkrar tuskur sjálf, mér líkar hversu einfalt það er að skella verkefninu í töskuna og grípa í þegar ég er á kaffihúsi eða í heimsókn. 
 
Garn:  Cotton 8 eða Sunkissed, 1 dokka dugar í rúmlega eina tusku.
 
Heklunál: 3 mm.
 
Stærð: Tuskurnar mínar eru ca 25 x 25 cm að stærð.
Skammstafanir:
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, FP = fasta­pinni, ST = stuðull, LL-BIL = loftlykkjubil.
Fitjið upp margfeldið af 3.
(Sem þýðir að fitjað er upp 3, 6, 9, 12 ... lykkjur þar til æskilegri lengd er náð)
 
1. umf: Heklið 1 FP í 3. LL frá nálinni, 1 LL, 1 ST í sömu lykkju og FP, sl. 2 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í næstu lykkju, sl. 2 LL*, endurtakið frá * að *  þar til 3 lykkjur eru eftir, sl. 2 LL, 1 FP í síðustu lykkjuna. Snúið við.
 
2. umf: Heklið 1 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í LL-BIL fyrri umf*, endurtakið frá * að *  út umf, lokið umf með fp í  síðustu LL fyrri umf. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir, Handverkskúnst, www.garn.is .

2 myndir:

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...