Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hekluð tuska
Hannyrðahornið 18. janúar 2016

Hekluð tuska

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Tuskuæðið sem hefur verið í gangi síðustu mánuði hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum heklurum eða prjónurum. 
 
Margir segja að heklaðar/prjón­aðar tuskur séu þær allra bestu. Svo verður bara miklu skemmtilegra að þurrka af með fallegri tusku. Ég hef heklað nokkrar tuskur sjálf, mér líkar hversu einfalt það er að skella verkefninu í töskuna og grípa í þegar ég er á kaffihúsi eða í heimsókn. 
 
Garn:  Cotton 8 eða Sunkissed, 1 dokka dugar í rúmlega eina tusku.
 
Heklunál: 3 mm.
 
Stærð: Tuskurnar mínar eru ca 25 x 25 cm að stærð.
Skammstafanir:
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, FP = fasta­pinni, ST = stuðull, LL-BIL = loftlykkjubil.
Fitjið upp margfeldið af 3.
(Sem þýðir að fitjað er upp 3, 6, 9, 12 ... lykkjur þar til æskilegri lengd er náð)
 
1. umf: Heklið 1 FP í 3. LL frá nálinni, 1 LL, 1 ST í sömu lykkju og FP, sl. 2 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í næstu lykkju, sl. 2 LL*, endurtakið frá * að *  þar til 3 lykkjur eru eftir, sl. 2 LL, 1 FP í síðustu lykkjuna. Snúið við.
 
2. umf: Heklið 1 LL, *[1 FP, 1 LL, 1 ST] í LL-BIL fyrri umf*, endurtakið frá * að *  út umf, lokið umf með fp í  síðustu LL fyrri umf. Snúið við.
 
Endurtakið 2. umferð þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir, Handverkskúnst, www.garn.is .

2 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...