Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heklaður púði
Hannyrðahornið 15. júní 2015

Heklaður púði

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þessi púði er heklaður eftir mynstri sem kallast horna á milli. Það kemur til þar sem byrjað er í einu horni og heklað fram og til baka frá horni að horni.  
 
Ég notaði Frapan garnið til þess að skreyta púðann aðeins, en það glitrar svo fallega á hann þegar sólin skín inn um gluggann.
 
Garn:
Kartopu Basak 2 dokkur, Garn.is Frapan 2 dokkur. Margar litasamsetningar í boði.
 
Heklunál: 4 mm
Stærð: ca 40x40 cm, eða eftir þörf
 
Skammstafanir: L – lykkja, LL – loftlykkja, KL – keðjulykkja, ST – stuðull.
 
Hekluð útaukning fram og til baka þar til æskilegri breidd er náð. Ef púðinn á að vera ferningur er strax farið í að hekla úrtöku. Ef púðinn á að vera ferhyrningur þá er hekluð lenging þar til æskilegri lengd er náð og svo farið í úrtöku.
 
Fitjið upp 6 LL
1. umf: Heklið 1 ST í 4. L frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er í byrjun kallast héðan af LL-bogi, gott er að merkja þennan stað með prjónamerki), heklið 1 ST í næstu 2 L. (1 kassi gerður).
 
Útaukning:
2. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni (annar LL-bogi gerður), heklið 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu svo ranga fyrri umferðar snúi að ykkur (sjá mynd), tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann. (2 kassar gerðir).
3. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Fjölgað um 1 kassa). 
 
Endurtakið 3. umferð þar til stykkið hefur náð æskilegri breidd. Ef gera á ferning er farið beint í úrtöku. Annars er farið í að lengja stykkið.
 
Lenging:
4. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL-boga með KL (hér eru KL notaðar til þess að færa sig frá einum stað yfir á annan í stykkinu, ef þetta væri ekki gert myndi stykkið togast til), [3 LL, 3 ST] LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferð líkt og í fyrri umferðum. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
5. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið saman kassana með KL í LL boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Úrtaka: 
6. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL boga með KL, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í næsta LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * þar til 1 kassi er eftir, honum er sleppt. (Fækkað um 1 kassa).
 
Endurtakið 6. umferð þar til aðeins 1 kassi er eftir.
 
Hekluð eru tvö stykki sem eru svo hekluð saman utan um púðann. Ég heklaði eina umferð af fastapinnum á hvort stykki fyrir sig áður en ég heklaði stykkin saman með keðjulykkjum.
 
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is
 
Hekl kveðjur
Elín Guðrúnardóttir

5 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...