Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklaður púði
Hannyrðahornið 15. júní 2015

Heklaður púði

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þessi púði er heklaður eftir mynstri sem kallast horna á milli. Það kemur til þar sem byrjað er í einu horni og heklað fram og til baka frá horni að horni.  
 
Ég notaði Frapan garnið til þess að skreyta púðann aðeins, en það glitrar svo fallega á hann þegar sólin skín inn um gluggann.
 
Garn:
Kartopu Basak 2 dokkur, Garn.is Frapan 2 dokkur. Margar litasamsetningar í boði.
 
Heklunál: 4 mm
Stærð: ca 40x40 cm, eða eftir þörf
 
Skammstafanir: L – lykkja, LL – loftlykkja, KL – keðjulykkja, ST – stuðull.
 
Hekluð útaukning fram og til baka þar til æskilegri breidd er náð. Ef púðinn á að vera ferningur er strax farið í að hekla úrtöku. Ef púðinn á að vera ferhyrningur þá er hekluð lenging þar til æskilegri lengd er náð og svo farið í úrtöku.
 
Fitjið upp 6 LL
1. umf: Heklið 1 ST í 4. L frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er í byrjun kallast héðan af LL-bogi, gott er að merkja þennan stað með prjónamerki), heklið 1 ST í næstu 2 L. (1 kassi gerður).
 
Útaukning:
2. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni (annar LL-bogi gerður), heklið 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu svo ranga fyrri umferðar snúi að ykkur (sjá mynd), tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann. (2 kassar gerðir).
3. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Fjölgað um 1 kassa). 
 
Endurtakið 3. umferð þar til stykkið hefur náð æskilegri breidd. Ef gera á ferning er farið beint í úrtöku. Annars er farið í að lengja stykkið.
 
Lenging:
4. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL-boga með KL (hér eru KL notaðar til þess að færa sig frá einum stað yfir á annan í stykkinu, ef þetta væri ekki gert myndi stykkið togast til), [3 LL, 3 ST] LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferð líkt og í fyrri umferðum. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
5. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið saman kassana með KL í LL boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Úrtaka: 
6. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL boga með KL, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í næsta LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * þar til 1 kassi er eftir, honum er sleppt. (Fækkað um 1 kassa).
 
Endurtakið 6. umferð þar til aðeins 1 kassi er eftir.
 
Hekluð eru tvö stykki sem eru svo hekluð saman utan um púðann. Ég heklaði eina umferð af fastapinnum á hvort stykki fyrir sig áður en ég heklaði stykkin saman með keðjulykkjum.
 
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is
 
Hekl kveðjur
Elín Guðrúnardóttir

5 myndir:

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...