Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heklaður púði
Hannyrðahornið 15. júní 2015

Heklaður púði

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þessi púði er heklaður eftir mynstri sem kallast horna á milli. Það kemur til þar sem byrjað er í einu horni og heklað fram og til baka frá horni að horni.  
 
Ég notaði Frapan garnið til þess að skreyta púðann aðeins, en það glitrar svo fallega á hann þegar sólin skín inn um gluggann.
 
Garn:
Kartopu Basak 2 dokkur, Garn.is Frapan 2 dokkur. Margar litasamsetningar í boði.
 
Heklunál: 4 mm
Stærð: ca 40x40 cm, eða eftir þörf
 
Skammstafanir: L – lykkja, LL – loftlykkja, KL – keðjulykkja, ST – stuðull.
 
Hekluð útaukning fram og til baka þar til æskilegri breidd er náð. Ef púðinn á að vera ferningur er strax farið í að hekla úrtöku. Ef púðinn á að vera ferhyrningur þá er hekluð lenging þar til æskilegri lengd er náð og svo farið í úrtöku.
 
Fitjið upp 6 LL
1. umf: Heklið 1 ST í 4. L frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er í byrjun kallast héðan af LL-bogi, gott er að merkja þennan stað með prjónamerki), heklið 1 ST í næstu 2 L. (1 kassi gerður).
 
Útaukning:
2. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni (annar LL-bogi gerður), heklið 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu svo ranga fyrri umferðar snúi að ykkur (sjá mynd), tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann. (2 kassar gerðir).
3. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Fjölgað um 1 kassa). 
 
Endurtakið 3. umferð þar til stykkið hefur náð æskilegri breidd. Ef gera á ferning er farið beint í úrtöku. Annars er farið í að lengja stykkið.
 
Lenging:
4. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL-boga með KL (hér eru KL notaðar til þess að færa sig frá einum stað yfir á annan í stykkinu, ef þetta væri ekki gert myndi stykkið togast til), [3 LL, 3 ST] LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferð líkt og í fyrri umferðum. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
5. umf: Heklið 6 LL, 1 ST í 4. L frá nálinni, 1 ST í næstu 2 L, snúið stykkinu, *tengið saman kassana með KL í LL boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * út umferðina. (Kassafjöldi helst sá sami).
 
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til stykkið er orðið nógu langt.
 
Úrtaka: 
6. umf: Snúið stykkinu, færið ykkur yfir í næsta LL boga með KL, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann, *tengið kassana saman með KL í næsta LL-boga, heklið [3 LL, 3 ST] í LL-bogann*, endurtakið frá * að * þar til 1 kassi er eftir, honum er sleppt. (Fækkað um 1 kassa).
 
Endurtakið 6. umferð þar til aðeins 1 kassi er eftir.
 
Hekluð eru tvö stykki sem eru svo hekluð saman utan um púðann. Ég heklaði eina umferð af fastapinnum á hvort stykki fyrir sig áður en ég heklaði stykkin saman með keðjulykkjum.
 
Fleiri myndir og upplýsingar er að finna á www.garn.is
 
Hekl kveðjur
Elín Guðrúnardóttir

5 myndir:

Nokkrir bændur meðal styrkhafa
Fréttir 14. júní 2024

Nokkrir bændur meðal styrkhafa

Matvælaráðherra úthlutaði tæpum 500 milljónum króna úr Matvælasjóði þann 5. júní...

Ekkert hægt að gera
Fréttir 14. júní 2024

Ekkert hægt að gera

Æðarbændur fóru ekki varhluta af kulda og úrkomu á Norður- og Austurlandi í byrj...

Hretið seinkar vorverkum
Fréttir 13. júní 2024

Hretið seinkar vorverkum

Óveðrið sem gekk yfir Norður- og Norðausturland á dögunum hafði aðallega þau áhr...

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum
Fréttir 13. júní 2024

ESA spyr um óvissuatriði breytinga á búvörulögum

Í byrjun maí sendi ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, erindi til matvælaráðuneytisins þ...

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar
Fréttir 13. júní 2024

Viðbragðshópur vegna kuldatíðar

Matvælaráðherra hefur sett á laggirnar viðbragðshóp vegna þeirra erfiðleika sem ...

Bein og langvinn áhrif á búgreinar
Fréttir 13. júní 2024

Bein og langvinn áhrif á búgreinar

Matvælaráðherra stofnaði þann 7. júní sérstakan viðbragðshóp vegna ótíðarinnar á...

Sjálfbærninám á háskólastigi
Fréttir 12. júní 2024

Sjálfbærninám á háskólastigi

Fulltrúar Háskóla Íslands (HÍ) og Hallormsstaðaskóla hafa staðfest samstarfssamn...

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar
Fréttir 11. júní 2024

Ætla að virkja sólargeisla og senda til jarðarinnar

Íslenska loftslagsfyrirtækið Transition Labs er komið í samstarf við breska fyri...