Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heklaðir ugluvettlingar
Hannyrðahornið 28. september 2015

Heklaðir ugluvettlingar

Höfundur: Jess Chaleur
Til þess að ná fram uglunni í þessari uppskrift eru heklaðir kaðlar. 
 
Í fyrstu getur það virst flókið að hekla kaðla en í raun er það mjög einfalt. Ítarlegri leiðbeiningar að þessum vettlingum er að finna á síðunni okkar, www.garn.is.
 
Garn:
Kartopu Ketenli, 1 dokka.
 
Heklunál: 
4,5 mm.
 
Heklfesta: 
17 stuðlar x 10 umferðir = 10 x 10 cm
 
Stærð:
Breiðasti hluti vettlingsins er 13 cm og vettlingurinn er 20 cm á lengd. Til þess að lengja vettlinginn má bæta við auka umferð eftir 20. umferð. Einnig má stækka eða minnka vettlinginn með því að nota stærri eða minni heklunál.
 
Skammstafanir:
Sl.= sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, KL = keðjulykkja, ST = stuðull, FBST = frambrugðinn stuðull, FBTST = frambrugðinn tvöfaldur stuðull, OST = opinn stuðull (úrtaka).
 
Lesist áður en byrjað er að hekla!
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær sem fyrsti stuðull umferðarinnar. Hver stuðull er alltaf heklaður í næstu lykkju nema annað sé tekið fram. Öllum umferðum er lokað með keðjulykkju.
 
Hægri vettlingur:
Fitjið upp 32 LL, tengið saman í hring með KL.
1.-5. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
6. umf: Heklið 2 LL, 24 ST, 2 ST í næstu 2 L (aukið út fyrir þumli), 5 ST. (34 ST)
7. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 6 ST, 2 ST í næstu 2 L, 6 ST. (36 ST)
8. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað fram fyrir FBST), 7 ST, 2 ST í næstu 2 L, 7 ST. (38 ST)
9. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 8 ST, 2 ST í næstu 2 L, 8 ST. (40 ST)
10. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 9 ST, 2 ST í næstu 2 L, 9 ST. (42 ST)
11. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 10 ST, 2 ST í næstu 2 L, 10 ST. (44 ST)
12. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað fram fyrir FBST), 11 ST, 2 ST í næstu 2 L, 11 ST. (46 ST)
13. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 6 ST, sl. 14 L (þumalgat gert), 6 st. (32 ST)
14. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 3 L, 1 FBTST í næstu L, 3 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 1 L, 3 FBST, 1 FBTST í lykkjuna sem var sleppt (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (32 ST)
15.-16. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST).
Haldið áfram og heklið toppinn á vettlingnum.
 
Vinstri vettlingur:
Fitjið upp 32 LL, tengið saman í hring með KL.
1.-5. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
6. umf: Heklið 2 LL, 4 ST, 2 ST í næstu 2 L (aukið út fyrir þumli), 25 ST. (34 ST)
7. umf: Heklið 2 LL, 5 ST, 2 ST í næstu 2 L, 6 ST, 8 FBST, 12 ST. (36 ST)
8. umf: Heklið 2 LL, 6 st, 2 ST í næstu 2 L, 7 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (38 ST)
9. umf: Heklið 2 LL, 7 ST, 2 ST í næstu 2 L, 8 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 12 ST. (40 ST)
10. umf: Heklið 2 LL, 8 ST, 2 ST í næstu 2 L, 9 ST, 8 FBST, 12 ST. (42 ST)
11. umf: Heklið 2 LL, 9 ST, 2 ST í næsti 2 L, 10 ST, 8 FBST, 12 ST. (44 ST)
12. umf: Heklið 2 LL, 10 ST, 2 ST í næstu 2 L, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (46 ST)
13. umf: Heklið 2 LL, 5 ST, sl. 14 L (þumlagat gert), 6 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 12 ST. (32 ST)
14. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 3 L, 1 FBTST, 3 FBST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 1 L, 3 FBST, 1 FBTST í lykkjuna sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (32 ST)
15.-16. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
 
Haldið áfram og heklið toppinn á vettlingnum.
 
Toppur:
17.-20. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST) Ef lengja á vettling er hekluð auka umferð hér.
21. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST (úrtaka), *2 ST, 2 OST* endurtakið frá * að * út umf. (24 ST)
22. umf: Heklið 2 LL, 2 OST, *1 ST, 2 OST* endurtakið frá * að * út umf. (16 ST)
23. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST út umf. (8 ST)
24. umf: Heklið KL í aðra hverja L.
Slítið frá. Hafið spottann nægilega langan svo hægt sé að nota hann til að loka toppnum betur áður en gengið er frá endanum.
 
Þumall:
1. umf: Byrjað er við þumalvik, heklið 2 LL, 13 ST. (14 ST) Það myndast örlítið gap í þumalvikinu, því er lokað um leið og gengið er frá endum.
2. umf: Heklið 2 LL, 13 ST. (14 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST, *3 ST, 2 OST*, endurtakið tvisvar. (11 ST)
4. umf: Heklið 2 LL, 2 OST út umf. (6 ST)
5. umf: Heklið KL í aðra hverja L.
 
Slítið frá. Hafið spottann nægilega langan svo hægt sé að loka þumlinum betur áður en gengið er frá endum.
 
Þvoið vettlingana og leggið til þerris. Setjið augu á uglurnar og njótið vel.
 
Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í þessa vettlinga færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi eða á www.garn.is 
 
Höfundur: Jess Chaleur. 
Þýðing: Elín Guðrúnardóttir. 
Uppskrift þýdd með leyfi höfundar.
Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...