Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklaðir ugluvettlingar
Hannyrðahornið 28. september 2015

Heklaðir ugluvettlingar

Höfundur: Jess Chaleur
Til þess að ná fram uglunni í þessari uppskrift eru heklaðir kaðlar. 
 
Í fyrstu getur það virst flókið að hekla kaðla en í raun er það mjög einfalt. Ítarlegri leiðbeiningar að þessum vettlingum er að finna á síðunni okkar, www.garn.is.
 
Garn:
Kartopu Ketenli, 1 dokka.
 
Heklunál: 
4,5 mm.
 
Heklfesta: 
17 stuðlar x 10 umferðir = 10 x 10 cm
 
Stærð:
Breiðasti hluti vettlingsins er 13 cm og vettlingurinn er 20 cm á lengd. Til þess að lengja vettlinginn má bæta við auka umferð eftir 20. umferð. Einnig má stækka eða minnka vettlinginn með því að nota stærri eða minni heklunál.
 
Skammstafanir:
Sl.= sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, KL = keðjulykkja, ST = stuðull, FBST = frambrugðinn stuðull, FBTST = frambrugðinn tvöfaldur stuðull, OST = opinn stuðull (úrtaka).
 
Lesist áður en byrjað er að hekla!
 
Hver umferð byrjar á 2 loftlykkjum og teljast þær sem fyrsti stuðull umferðarinnar. Hver stuðull er alltaf heklaður í næstu lykkju nema annað sé tekið fram. Öllum umferðum er lokað með keðjulykkju.
 
Hægri vettlingur:
Fitjið upp 32 LL, tengið saman í hring með KL.
1.-5. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
6. umf: Heklið 2 LL, 24 ST, 2 ST í næstu 2 L (aukið út fyrir þumli), 5 ST. (34 ST)
7. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 6 ST, 2 ST í næstu 2 L, 6 ST. (36 ST)
8. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað fram fyrir FBST), 7 ST, 2 ST í næstu 2 L, 7 ST. (38 ST)
9. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 8 ST, 2 ST í næstu 2 L, 8 ST. (40 ST)
10. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 9 ST, 2 ST í næstu 2 L, 9 ST. (42 ST)
11. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 8 FBST, 10 ST, 2 ST í næstu 2 L, 10 ST. (44 ST)
12. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem var sleppt á undan (heklað fram fyrir FBST), 11 ST, 2 ST í næstu 2 L, 11 ST. (46 ST)
13. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 6 ST, sl. 14 L (þumalgat gert), 6 st. (32 ST)
14. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 3 L, 1 FBTST í næstu L, 3 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 1 L, 3 FBST, 1 FBTST í lykkjuna sem var sleppt (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (32 ST)
15.-16. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST).
Haldið áfram og heklið toppinn á vettlingnum.
 
Vinstri vettlingur:
Fitjið upp 32 LL, tengið saman í hring með KL.
1.-5. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
6. umf: Heklið 2 LL, 4 ST, 2 ST í næstu 2 L (aukið út fyrir þumli), 25 ST. (34 ST)
7. umf: Heklið 2 LL, 5 ST, 2 ST í næstu 2 L, 6 ST, 8 FBST, 12 ST. (36 ST)
8. umf: Heklið 2 LL, 6 st, 2 ST í næstu 2 L, 7 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (38 ST)
9. umf: Heklið 2 LL, 7 ST, 2 ST í næstu 2 L, 8 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 12 ST. (40 ST)
10. umf: Heklið 2 LL, 8 ST, 2 ST í næstu 2 L, 9 ST, 8 FBST, 12 ST. (42 ST)
11. umf: Heklið 2 LL, 9 ST, 2 ST í næsti 2 L, 10 ST, 8 FBST, 12 ST. (44 ST)
12. umf: Heklið 2 LL, 10 ST, 2 ST í næstu 2 L, 11 ST, sl. 2 L, 2 FBTST, 2 FBST í lykkjurnar sem var sleppt (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 2 L, 2 FBST, 2 FBTST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (46 ST)
13. umf: Heklið 2 LL, 5 ST, sl. 14 L (þumlagat gert), 6 ST, 2 FBST, 4 ST, 2 FBST, 12 ST. (32 ST)
14. umf: Heklið 2 LL, 11 ST, sl. 3 L, 1 FBTST, 3 FBST í lykkjurnar sem sleppt var (heklað aftur fyrir FBTST), sl. 1 L, 3 FBST, 1 FBTST í lykkjuna sem sleppt var (heklað fram fyrir FBST), 12 ST. (32 ST)
15.-16. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST)
 
Haldið áfram og heklið toppinn á vettlingnum.
 
Toppur:
17.-20. umf: Heklið 2 LL, 31 ST. (32 ST) Ef lengja á vettling er hekluð auka umferð hér.
21. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST (úrtaka), *2 ST, 2 OST* endurtakið frá * að * út umf. (24 ST)
22. umf: Heklið 2 LL, 2 OST, *1 ST, 2 OST* endurtakið frá * að * út umf. (16 ST)
23. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST út umf. (8 ST)
24. umf: Heklið KL í aðra hverja L.
Slítið frá. Hafið spottann nægilega langan svo hægt sé að nota hann til að loka toppnum betur áður en gengið er frá endanum.
 
Þumall:
1. umf: Byrjað er við þumalvik, heklið 2 LL, 13 ST. (14 ST) Það myndast örlítið gap í þumalvikinu, því er lokað um leið og gengið er frá endum.
2. umf: Heklið 2 LL, 13 ST. (14 ST)
3. umf: Heklið 2 LL, 1 ST, 2 OST, *3 ST, 2 OST*, endurtakið tvisvar. (11 ST)
4. umf: Heklið 2 LL, 2 OST út umf. (6 ST)
5. umf: Heklið KL í aðra hverja L.
 
Slítið frá. Hafið spottann nægilega langan svo hægt sé að loka þumlinum betur áður en gengið er frá endum.
 
Þvoið vettlingana og leggið til þerris. Setjið augu á uglurnar og njótið vel.
 
Þessi uppskrift er í boði Handverkskúnstar. Garnið í þessa vettlinga færðu hjá okkur í verslun okkar sem er staðsett á Nýbýlavegi 32, Dalbrekkumegin, Kópavogi eða á www.garn.is 
 
Höfundur: Jess Chaleur. 
Þýðing: Elín Guðrúnardóttir. 
Uppskrift þýdd með leyfi höfundar.
Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...