Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heklað jólatré
Hannyrðahornið 26. nóvember 2015

Heklað jólatré

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þú finnur ekki einfaldari uppskrift að jólatré en þessa! Þú ræður í hvaða stærð jólatréð þitt er því þegar þú ert búin að fá nóg þá bara hættirðu að hekla! 
 
Þessi uppskrift er í boði Hand­verkskúnstar. Fleiri uppskriftir og fullt af flottu garni á www.garn.is.
 
Garn: 
Frapan, 1 dokka
Whistler, 1 dokka
Tyra, 1 dokka
Garnið er á sérstöku tilboðsverði í nóvember, aðeins 99 kr. dokkan!
 
Heklunál:
3,5-4 mm
 
Annað efni:
Frauðkeila
Sykurvatn, blandað 50/50, eða annað stífelsi.
Títuprjónar.
 
Lesist áður en byrjað er að hekla: Þetta tré er heklað í spíral, sem þýðir að umferðum er ekki lokað heldur bara haldið áfram að hekla og hekla, hring eftir hring. Það er nauðsynlegt að hafa prjónamerki til þess að merkja hvaða lykkja er fyrsta lykkja umferðarinnar, annars fer allt í rugl.
 
Skammstafanir:
LL – loftlykkja, L – lykkja, FP – fastapinni, KL - keðjulykkja
1. umf: Heklið 2 LL, 4 FP í fyrstu LL. (4 FP)
2. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu L. (6 FP).
3. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (6 FP)
4. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 2 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 2 L. (8 FP)
5. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (8 FP)
6. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 3 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 3 L. (10 FP)
7. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (10 FP)
8. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4 L. (12 FP)
9. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (12 FP)
10. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 5 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 5 L. (14 FP)
11. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (14 FP)
 
Og svona heldur þetta áfram þar til jólatréð er í þeirri stærð sem þú vilt hafa það. Í lok þessarar síðustu umferðar heklaði ég 3 keðjulykkjur í síðustu lykkjurnar til þess að samskeytin sæust ekki.
 
Til viðmiðunar þá var síðasta umferðin í jólatrénu sem ég gerði 50 fastapinnar og það er ca 25 cm á hæð.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
 
Elín Guðrúnardóttir
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...