Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklað jólatré
Hannyrðahornið 26. nóvember 2015

Heklað jólatré

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þú finnur ekki einfaldari uppskrift að jólatré en þessa! Þú ræður í hvaða stærð jólatréð þitt er því þegar þú ert búin að fá nóg þá bara hættirðu að hekla! 
 
Þessi uppskrift er í boði Hand­verkskúnstar. Fleiri uppskriftir og fullt af flottu garni á www.garn.is.
 
Garn: 
Frapan, 1 dokka
Whistler, 1 dokka
Tyra, 1 dokka
Garnið er á sérstöku tilboðsverði í nóvember, aðeins 99 kr. dokkan!
 
Heklunál:
3,5-4 mm
 
Annað efni:
Frauðkeila
Sykurvatn, blandað 50/50, eða annað stífelsi.
Títuprjónar.
 
Lesist áður en byrjað er að hekla: Þetta tré er heklað í spíral, sem þýðir að umferðum er ekki lokað heldur bara haldið áfram að hekla og hekla, hring eftir hring. Það er nauðsynlegt að hafa prjónamerki til þess að merkja hvaða lykkja er fyrsta lykkja umferðarinnar, annars fer allt í rugl.
 
Skammstafanir:
LL – loftlykkja, L – lykkja, FP – fastapinni, KL - keðjulykkja
1. umf: Heklið 2 LL, 4 FP í fyrstu LL. (4 FP)
2. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu L. (6 FP).
3. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (6 FP)
4. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 2 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 2 L. (8 FP)
5. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (8 FP)
6. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 3 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 3 L. (10 FP)
7. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (10 FP)
8. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4 L. (12 FP)
9. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (12 FP)
10. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 5 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 5 L. (14 FP)
11. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (14 FP)
 
Og svona heldur þetta áfram þar til jólatréð er í þeirri stærð sem þú vilt hafa það. Í lok þessarar síðustu umferðar heklaði ég 3 keðjulykkjur í síðustu lykkjurnar til þess að samskeytin sæust ekki.
 
Til viðmiðunar þá var síðasta umferðin í jólatrénu sem ég gerði 50 fastapinnar og það er ca 25 cm á hæð.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
 
Elín Guðrúnardóttir
Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...