Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Heklað jólatré
Hannyrðahornið 26. nóvember 2015

Heklað jólatré

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þú finnur ekki einfaldari uppskrift að jólatré en þessa! Þú ræður í hvaða stærð jólatréð þitt er því þegar þú ert búin að fá nóg þá bara hættirðu að hekla! 
 
Þessi uppskrift er í boði Hand­verkskúnstar. Fleiri uppskriftir og fullt af flottu garni á www.garn.is.
 
Garn: 
Frapan, 1 dokka
Whistler, 1 dokka
Tyra, 1 dokka
Garnið er á sérstöku tilboðsverði í nóvember, aðeins 99 kr. dokkan!
 
Heklunál:
3,5-4 mm
 
Annað efni:
Frauðkeila
Sykurvatn, blandað 50/50, eða annað stífelsi.
Títuprjónar.
 
Lesist áður en byrjað er að hekla: Þetta tré er heklað í spíral, sem þýðir að umferðum er ekki lokað heldur bara haldið áfram að hekla og hekla, hring eftir hring. Það er nauðsynlegt að hafa prjónamerki til þess að merkja hvaða lykkja er fyrsta lykkja umferðarinnar, annars fer allt í rugl.
 
Skammstafanir:
LL – loftlykkja, L – lykkja, FP – fastapinni, KL - keðjulykkja
1. umf: Heklið 2 LL, 4 FP í fyrstu LL. (4 FP)
2. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu L. (6 FP).
3. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (6 FP)
4. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 2 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 2 L. (8 FP)
5. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (8 FP)
6. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 3 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 3 L. (10 FP)
7. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (10 FP)
8. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 4 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 4 L. (12 FP)
9. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (12 FP)
10. umf: Heklið 2 FP í fyrstu L, 1 FP í næstu 5 L, 2 FP í næstu L, 1 FP í næstu 5 L. (14 FP)
11. umf: Heklið 1 FP í hverja L. (14 FP)
 
Og svona heldur þetta áfram þar til jólatréð er í þeirri stærð sem þú vilt hafa það. Í lok þessarar síðustu umferðar heklaði ég 3 keðjulykkjur í síðustu lykkjurnar til þess að samskeytin sæust ekki.
 
Til viðmiðunar þá var síðasta umferðin í jólatrénu sem ég gerði 50 fastapinnar og það er ca 25 cm á hæð.
Gangi ykkur vel og góða skemmtun.
 
Elín Guðrúnardóttir
Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...