Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þórarinn Eymundsson hefur séð um Þórálfi frá Prestsbæ frá upphafi og segir gæðinginn mikinn öðling.
Þórarinn Eymundsson hefur séð um Þórálfi frá Prestsbæ frá upphafi og segir gæðinginn mikinn öðling.
Mynd / Bjarney Anna
Fréttir 6. júní 2017

Heimsmethafi til sölu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Stóðhesturinn Þórálfur frá Prestsbæ hlaut hæsta kynbótadóm sem kveðinn hefur verið upp á íslenskum hesti á kynbótasýningu á Melgerðismelum í Eyjafirði í síðustu viku. 
 
Þórálfur er nú 8 vetra. Þórálfur hlaut 8.93 fyrir sköpulag og 8,95 fyrir hæfileika sem gera 8,94 í aðaleinkunn. Hann hækkaði dóm Spuna frá Vesturkoti frá 2011 þar með um 2 kommur. Þórálfur hlaut m.a. 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag, samræmi, fótagerð og hófa og einkunnina 9,0 fyrir fet, brokk, stökk, réttleika og prúðleika.
 
Ræktendur og eigendur Þórálfs eru Inga og Ingar Jensen frá Svíþjóð en hesturinn hefur verið í umsjón Þórarins Eymundssonar reiðkennara og tamningamanns frá upphafi. 
 
 „Þetta er öðlingur. Hann er mjög skrefmikill, hefur góðar gangtegundir og einarðan vilja. Þrátt fyrir það geta allir riðið honum. Það fer bara eftir því hvað maður krefur hann mikið. Ef maður biður hann um afköst þá skilar hann þeim alveg hreint,“ segir Þórarinn. 
 
Heiðursverðlaun í báða leggi
 
Þórálfur er stórættaður gripur, undan tveimur heiðursverðlaunahrossum. Móðir hans er Þoka frá Hólum sem hlaut Glettubikarinn árið 2012. Hún hefur nú gefið 12 afkvæmi og hafa öll dæmd afkvæmi hlotið háa fyrstu verðlauna dóma.
 
Þórarinn hefur tamið og sýnt öll afkvæmi Þoku og segir vilja og getu einkenna afkvæmi hennar.
„Þau eru með ofsalega jafnar og góðar gangtegundir og bæta lengi í.“ Þórálfur sé einmitt gott dæmi þess, en hann hefur verið að bæta í dómi ár frá ári.
 
Faðir Þórálfs er Álfur frá Selfossi sem hlaut Sleipnisbikarinn árið 2012. Undan honum eru nú skráð 694 afkvæmi, þar af 118 fyrstu verðlauna hross. 
 
Samkvæmt Worldfeng eru afkvæmi Þórálfs nú 118 og eru þau elstu að komast á tamningaaldur. 
 
Stefnt á Heimsleika
 
Hæst dæmdu hross á kynbótasýningum ársins fá boð um að koma fram í kynbótasýningu á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi í ágúst. Ef fer sem horfir mun Þórálfur því vera fulltrúi Íslands í elsta flokki stóðhesta ytra. 
 
Gæðingurinn mun auk þess vera til sölu og að sögn Þórarins hafa einhverjar þreifingar nú þegar átt sér stað.  
Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...