Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þórarinn Eymundsson hefur séð um Þórálfi frá Prestsbæ frá upphafi og segir gæðinginn mikinn öðling.
Þórarinn Eymundsson hefur séð um Þórálfi frá Prestsbæ frá upphafi og segir gæðinginn mikinn öðling.
Mynd / Bjarney Anna
Fréttir 6. júní 2017

Heimsmethafi til sölu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Stóðhesturinn Þórálfur frá Prestsbæ hlaut hæsta kynbótadóm sem kveðinn hefur verið upp á íslenskum hesti á kynbótasýningu á Melgerðismelum í Eyjafirði í síðustu viku. 
 
Þórálfur er nú 8 vetra. Þórálfur hlaut 8.93 fyrir sköpulag og 8,95 fyrir hæfileika sem gera 8,94 í aðaleinkunn. Hann hækkaði dóm Spuna frá Vesturkoti frá 2011 þar með um 2 kommur. Þórálfur hlaut m.a. 9,5 fyrir skeið, vilja og geðslag, samræmi, fótagerð og hófa og einkunnina 9,0 fyrir fet, brokk, stökk, réttleika og prúðleika.
 
Ræktendur og eigendur Þórálfs eru Inga og Ingar Jensen frá Svíþjóð en hesturinn hefur verið í umsjón Þórarins Eymundssonar reiðkennara og tamningamanns frá upphafi. 
 
 „Þetta er öðlingur. Hann er mjög skrefmikill, hefur góðar gangtegundir og einarðan vilja. Þrátt fyrir það geta allir riðið honum. Það fer bara eftir því hvað maður krefur hann mikið. Ef maður biður hann um afköst þá skilar hann þeim alveg hreint,“ segir Þórarinn. 
 
Heiðursverðlaun í báða leggi
 
Þórálfur er stórættaður gripur, undan tveimur heiðursverðlaunahrossum. Móðir hans er Þoka frá Hólum sem hlaut Glettubikarinn árið 2012. Hún hefur nú gefið 12 afkvæmi og hafa öll dæmd afkvæmi hlotið háa fyrstu verðlauna dóma.
 
Þórarinn hefur tamið og sýnt öll afkvæmi Þoku og segir vilja og getu einkenna afkvæmi hennar.
„Þau eru með ofsalega jafnar og góðar gangtegundir og bæta lengi í.“ Þórálfur sé einmitt gott dæmi þess, en hann hefur verið að bæta í dómi ár frá ári.
 
Faðir Þórálfs er Álfur frá Selfossi sem hlaut Sleipnisbikarinn árið 2012. Undan honum eru nú skráð 694 afkvæmi, þar af 118 fyrstu verðlauna hross. 
 
Samkvæmt Worldfeng eru afkvæmi Þórálfs nú 118 og eru þau elstu að komast á tamningaaldur. 
 
Stefnt á Heimsleika
 
Hæst dæmdu hross á kynbótasýningum ársins fá boð um að koma fram í kynbótasýningu á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Hollandi í ágúst. Ef fer sem horfir mun Þórálfur því vera fulltrúi Íslands í elsta flokki stóðhesta ytra. 
 
Gæðingurinn mun auk þess vera til sölu og að sögn Þórarins hafa einhverjar þreifingar nú þegar átt sér stað.  
Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...