Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu
Fréttir 16. janúar 2019

Heimilt að setja viðbótartryggingar vegna salmonellu

Í dag heimilaði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) íslenskum stjórnvöldum að setja sérstakar viðbótartryggingar vegna salmonellu í kjúklingakjöti, hænueggjum og í kalkúnakjöti sem flutt er inn til landsins.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að þetta feli í sér að við innflutning á þessum matvælum skuli fylgja vottorð sem byggi á sérstökum salmonella rannsóknum á viðkomandi vöru áður en hún er flutt til landsins frá öðrum EES löndum. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið sótti um umræddar viðbótartryggingar hinn 4. júlí síðastliðinn í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins frá nóvember 2017. Þar var úrskurðað að íslenska ríkið mætti ekki setja skorður við innflutning á fersku hráu kjöti, ógerilsneyddum eggjum og ógerilsneyddri mjólk til landsins með svokallaðri frystiskyldu. 

Hæstiréttur Íslands staðfesti svo þann dóm 11. október á síðasta ári.

„Ástæða þess að ESA heimilar íslenskum stjórnvöldum að setja skilyrði um umræddar viðbótartryggingar vegna innflutnings er að á Íslandi er tíðni salmonellu mjög lág og í gildi er fullnægjandi landsáætlun um varnir og viðbrögð við henni,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að um ánægjulegar fréttir sé að ræða. „Umræða um mögulega umsókn Íslands um viðbótartryggingar hefur komið upp reglulega undanfarin ár en við settum mikinn kraft í þessa vinnu á fyrri hluta síðasta árs sem lauk síðan með formlegri umsókn síðasta sumar. Þetta er ein varðan á þeirri vegferð sem framundan er að tryggja enn betur öryggi matvæla og vernd búfjárstofna.“

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...