Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 9. desember 2014

Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskeldisstöðvar, að Fellsmúla í Landsveit.

Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 350 tonn samanlagt af bleikju- og borraseiðum í fiskeldisstöð sinni. Leyfið gildir ekki til slátrunar. 

90% minna grugg

Í umsókn um starfsleyfi kemur fram að með nýjum mengunarvörnum í fiskeldisstöðinni verður hægt að minnka grugg í frárennsli um allt að 90% frá því sem áður var. Jafnframt hefur verið komið á hringrásarkerfi á vatni innan stöðvarinnar þannig að vatnsnotkun er mun betri á hvert framleitt kíló af fiski en áður var og magn frárennslis minnkar umtalsvert.

Fiskeldið í Fellsmúla mun samkvæmt umsókn ekki valda fækkun tegunda í lífríki Minnivallalækjar og ekki er talin hætta á því að fiskur sleppi úr fiskeldinu þar sem setþró er þannig byggð að eingöngu yfirfall fellur út í lækinn og rennur það í gegnum ristar.

Fjöldi umsagnaraðila

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldið var auglýst á tímabilinu 28. ágúst til 28. október 2014. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Fiskistofu, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Orkustofnunar, Brunavarna Rangárvallasýslu og Rangárþings ytra. Umhverfisstofnun bárust nokkrar athugasemdir og eru upplýsingar um meðferð athugasemda í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu.


Nýja starfsleyfið tók gildi 4. desember síðast liðinn og gildir til 4. desember 2030.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar
Fréttir 11. apríl 2024

Staða framkvæmdastjóra BÍ auglýst innan tíðar

Vigdís Häsler hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. ...

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður
Fréttir 11. apríl 2024

Erfiðara verður að fá sphagnum og innfluttur jarðvegur CE-vottaður

Búast má við að innflutningur á mómosamold (sphagnumríkri mold) fari minnkandi á...