Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 9. desember 2014

Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskeldisstöðvar, að Fellsmúla í Landsveit.

Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 350 tonn samanlagt af bleikju- og borraseiðum í fiskeldisstöð sinni. Leyfið gildir ekki til slátrunar. 

90% minna grugg

Í umsókn um starfsleyfi kemur fram að með nýjum mengunarvörnum í fiskeldisstöðinni verður hægt að minnka grugg í frárennsli um allt að 90% frá því sem áður var. Jafnframt hefur verið komið á hringrásarkerfi á vatni innan stöðvarinnar þannig að vatnsnotkun er mun betri á hvert framleitt kíló af fiski en áður var og magn frárennslis minnkar umtalsvert.

Fiskeldið í Fellsmúla mun samkvæmt umsókn ekki valda fækkun tegunda í lífríki Minnivallalækjar og ekki er talin hætta á því að fiskur sleppi úr fiskeldinu þar sem setþró er þannig byggð að eingöngu yfirfall fellur út í lækinn og rennur það í gegnum ristar.

Fjöldi umsagnaraðila

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldið var auglýst á tímabilinu 28. ágúst til 28. október 2014. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Fiskistofu, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Orkustofnunar, Brunavarna Rangárvallasýslu og Rangárþings ytra. Umhverfisstofnun bárust nokkrar athugasemdir og eru upplýsingar um meðferð athugasemda í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu.


Nýja starfsleyfið tók gildi 4. desember síðast liðinn og gildir til 4. desember 2030.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...