Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum
Mynd / Hörður Kristjánsson
Fréttir 9. desember 2014

Heimilt að framleiða 350 tonn að bleikju- og borraseiðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfisstofnun hefur veitt Matorku ehf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskeldisstöðvar, að Fellsmúla í Landsveit.

Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 350 tonn samanlagt af bleikju- og borraseiðum í fiskeldisstöð sinni. Leyfið gildir ekki til slátrunar. 

90% minna grugg

Í umsókn um starfsleyfi kemur fram að með nýjum mengunarvörnum í fiskeldisstöðinni verður hægt að minnka grugg í frárennsli um allt að 90% frá því sem áður var. Jafnframt hefur verið komið á hringrásarkerfi á vatni innan stöðvarinnar þannig að vatnsnotkun er mun betri á hvert framleitt kíló af fiski en áður var og magn frárennslis minnkar umtalsvert.

Fiskeldið í Fellsmúla mun samkvæmt umsókn ekki valda fækkun tegunda í lífríki Minnivallalækjar og ekki er talin hætta á því að fiskur sleppi úr fiskeldinu þar sem setþró er þannig byggð að eingöngu yfirfall fellur út í lækinn og rennur það í gegnum ristar.

Fjöldi umsagnaraðila

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldið var auglýst á tímabilinu 28. ágúst til 28. október 2014. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, Skipulagsstofnun, Matvælastofnun, Fiskistofu, Heilbrigðisnefnd Suðurlands, Orkustofnunar, Brunavarna Rangárvallasýslu og Rangárþings ytra. Umhverfisstofnun bárust nokkrar athugasemdir og eru upplýsingar um meðferð athugasemda í greinargerð sem fylgir starfsleyfinu.


Nýja starfsleyfið tók gildi 4. desember síðast liðinn og gildir til 4. desember 2030.

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...