Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Mynd / Úr myndskeiði
Fréttir 4. október 2022

Heimild fyrir auknu kadmíuminnihaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 12. ágúst sl. gekk í gildi ákvæði til bráðabirgða á reglugerð um ólífrænan áburð. Í ákvæðinu, sem gildir til ársloka 2023, er aukið við leyfilegt hámark kadmíum í tilbúnum áburði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Þetta er viðbragð við yfirvofandi áburðarskorti þar sem lokast hefur á útflutning á áburðarefnum frá Rússlandi. Þar eru helstu námur heimsins sem gefa fosfór með lágu kadmíuminnihaldi og hafa íslenskir áburðarsalar stólað á áburð þaðan. Nú er líklegt að flytja þurfi inn áburðarefni úr miklum námum í Vestur-Sahara þar sem fosfórinn er katmíumríkur.

Kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Óljóst er þó hversu mikið magn endar í fæðu við íslenskar aðstæður.

Fyrri útgáfa reglugerðarinnar gaf leyfi fyrir allt að 50 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Með nýjustu breytingum má þetta magn fara upp í 150 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Evrópusambandið lækkaði fyrir nokkrum árum hámarksmagn fosfórs niður í 60 mg pr. kg. þrífosfats (P2O5), sem er sambærilegt núgildandi hámarki hér á landi.

Leiðrétting: Bændablaðið birti frétt um þetta mál í blaðinu 9. september síðastliðinn. Þar var gefinn upp rangur gildistími reglugerðarinnar. Einnig var notuð röng mælieining á hámark kadmíum í áburði innan ESB.

Skylt efni: áburður

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...