Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Mynd / Úr myndskeiði
Fréttir 4. október 2022

Heimild fyrir auknu kadmíuminnihaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 12. ágúst sl. gekk í gildi ákvæði til bráðabirgða á reglugerð um ólífrænan áburð. Í ákvæðinu, sem gildir til ársloka 2023, er aukið við leyfilegt hámark kadmíum í tilbúnum áburði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Þetta er viðbragð við yfirvofandi áburðarskorti þar sem lokast hefur á útflutning á áburðarefnum frá Rússlandi. Þar eru helstu námur heimsins sem gefa fosfór með lágu kadmíuminnihaldi og hafa íslenskir áburðarsalar stólað á áburð þaðan. Nú er líklegt að flytja þurfi inn áburðarefni úr miklum námum í Vestur-Sahara þar sem fosfórinn er katmíumríkur.

Kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Óljóst er þó hversu mikið magn endar í fæðu við íslenskar aðstæður.

Fyrri útgáfa reglugerðarinnar gaf leyfi fyrir allt að 50 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Með nýjustu breytingum má þetta magn fara upp í 150 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Evrópusambandið lækkaði fyrir nokkrum árum hámarksmagn fosfórs niður í 60 mg pr. kg. þrífosfats (P2O5), sem er sambærilegt núgildandi hámarki hér á landi.

Leiðrétting: Bændablaðið birti frétt um þetta mál í blaðinu 9. september síðastliðinn. Þar var gefinn upp rangur gildistími reglugerðarinnar. Einnig var notuð röng mælieining á hámark kadmíum í áburði innan ESB.

Skylt efni: áburður

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...