Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Heimild hefur verið veitt fyrir hækkuðu hlutfalli af kadmíum í fosfóráburði. Er þetta viðbragð við viðskiptaþvingunum við Rússa.
Mynd / Úr myndskeiði
Fréttir 4. október 2022

Heimild fyrir auknu kadmíuminnihaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 12. ágúst sl. gekk í gildi ákvæði til bráðabirgða á reglugerð um ólífrænan áburð. Í ákvæðinu, sem gildir til ársloka 2023, er aukið við leyfilegt hámark kadmíum í tilbúnum áburði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá matvælaráðuneytinu.

Þetta er viðbragð við yfirvofandi áburðarskorti þar sem lokast hefur á útflutning á áburðarefnum frá Rússlandi. Þar eru helstu námur heimsins sem gefa fosfór með lágu kadmíuminnihaldi og hafa íslenskir áburðarsalar stólað á áburð þaðan. Nú er líklegt að flytja þurfi inn áburðarefni úr miklum námum í Vestur-Sahara þar sem fosfórinn er katmíumríkur.

Kadmíum er þungmálmur sem safnast upp í jarðvegi og getur haft neikvæð áhrif á heilsu fólks. Óljóst er þó hversu mikið magn endar í fæðu við íslenskar aðstæður.

Fyrri útgáfa reglugerðarinnar gaf leyfi fyrir allt að 50 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Með nýjustu breytingum má þetta magn fara upp í 150 mg kadmíum pr. kg fosfórs. Evrópusambandið lækkaði fyrir nokkrum árum hámarksmagn fosfórs niður í 60 mg pr. kg. þrífosfats (P2O5), sem er sambærilegt núgildandi hámarki hér á landi.

Leiðrétting: Bændablaðið birti frétt um þetta mál í blaðinu 9. september síðastliðinn. Þar var gefinn upp rangur gildistími reglugerðarinnar. Einnig var notuð röng mælieining á hámark kadmíum í áburði innan ESB.

Skylt efni: áburður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...