Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Girðingavinda sem fjarlægir gamlar girðingar með auðveldu móti. Heimasmíðuð uppfinning Hjartar Friðrikssonar í Skóghlíð.
Mynd / Aðsend
Fréttir 14. október 2022

Heimasmíðuð girðingavinda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Hjörtur Hlíðar Friðriksson, bóndi í Skóghlíð í Hróarstungu, tók nýverið í notkun sérstaka vél til að hreinsa upp gamlar girðingar.

Tækið smíðaði hann sjálfur frá grunni fyrir tveimur árum og hafa tilraunir sýnt góða virkni.

Hjörtur líkir virkni vélarinnar við afrúllara sem settur er á ámoksturstæki. Á henni er glussamótor úr pökkunarvél sem snýr kefli. Vélinni er hægt að beita frá báðum hliðum, eftir því sem hentar hvoru sinni. Notandinn keyrir svo dráttarvélina meðfram girðingunni og vindur hana upp.

Mjög auðvelt er að losa járnaruslið af keflinu með því að losa endann á keflinu. Þá er hægt að beita ámoksturstækjunum til að hrista vírana af.

Girðingin er dregin í gegnum rauf milli tveggja stálprófíla sem leysir alla staura frá. Þar með er hægur leikur að aðgreina sorpið í viðeigandi flokka þegar því er skilað til endurvinnslu.

Hjörtur hefur ekki mælt nákvæmlega hver afköst vélarinnar eru, en reiknar með að geta hreinsað upp einn kílómetra af girðingu á klukkustund ef landið er sæmilega gott yfirferðar.

Skylt efni: girðingar | girðingavinda

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...