Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi.
Smáframleiðendur í Færeyjum með veltu undir tuttugu milljónum mega selja afurðir sínar þrátt fyrir að hafa ekki aðgang að vottuðu eldhúsi.
Mynd / Annie Spratt - Unsplash
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í Færeyjum sölu á matvælum sem eru ekki framleidd í vottaðri aðstöðu.

Nú eru 125 aðilar skráðir sem „heimaframleiðari“ og geta því á löglegan hátt selt ýmist beint til neytenda, veitingastaða eða í gegnum verslanir. Frá þessu er greint í skýrslu Norðurlandaráðs um sjálfsaflahlutfall eyríkjanna fimm á Norðurlöndum.

Viðbót við iðnframleiðslu

Þessi lausn er hugsuð sem viðbót við hina hefðbundnu matvælalöggjöf sem er frekar miðuð að iðnframleiðslu á matvælum, en árleg velta „heimaframleiðara“ má ekki fara yfir eina milljón færeyskar krónur, sem samsvarar 20,2 milljónum íslenskra króna. Fyrirkomulagið var sett á laggirnar árið 2016. Í færeysku matvælalöggjöfinni stendur í kafla um heimaframleiðslu að framleiðendur geti slátrað eigin dýrum og forunnið kjötskrokkana til eigin notkunar, beinnar sölu, eða sölu í gegnum birgja og smásala til neytenda á innanlandsmarkaði.

Eykur veltu umtalsvert

Þær matvörur sem má selja sem heimaframleiðslu eru lambakjöt, nautakjöt, alifuglakjöt, egg frá alifuglum, villtir fuglar, grindhvalir, hérar, grænmeti og ávextir sem eru fengin úr eigin ræktun eða veiði. Matvælin mega bæði seljast unnin og óunnin en skulu merkt með textanum „heimaframleiðsla, óløggild vøra“ og „unauthorized“ svo það komi skýrt fram að matvælin komi úr óvottaðri framleiðslu.

Í áðurnefndri skýrslu er tekið dæmi um sveitabæ þar sem stunduð er sauðfjárrækt. Með því að framleiða afurðir úr sínu eigin búfé og sameina framleiðslu matvæla við ferðaþjónustu gátu bændurnir aukið veltu sína fimm- til sexfalt samanborið við að selja allt kjötið til hefðbundinna afurðastöðva. Þá lögðu bændurnir sig fram við að skipta við aðra matvælaframleiðendur í nærumhverfinu sem efldi svæðið enn frekar.

Heimaframleiðsla er talin geta aukið tekjumöguleika lítilla aðila án þess að þeir þurfi að ráðast í íþyngjandi fjárfestingar, sem leiði aftur til aukinnar vöruþróunar. Einn af hvötunum fyrir að setja þessa umgjörð á laggirnar var meðal annars sá að varðveita matarhefðir og svara kalli ferðaþjónustunnar eftir hefðbundnum matvælum.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...