Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Heilsugrís tekinn til starfa í Noregi
Fréttir 9. febrúar 2016

Heilsugrís tekinn til starfa í Noregi

Höfundur: Bondevennen /Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Nýtt ráðgjafa- og gagnavefsvæði fyrir svínabændur í Noregi, Helsegris, hóf starfsemi 1. janúar síðastliðinn. 
 
Þessu nýja verkfæri er ekki einungis ætlað að standa vörð um skjöl og upplýsingar fyrir sláturhús og neytendur, heldur einnig fyrir svínabændur. Bera menn væntingar til þess að Helsegris bæti samstarf milli framleiðenda og dýralækna til skilvirkari og öruggari svínaframleiðslu í Noregi.
 
Frá og með 1. janúar verður eina leiðin til að fá samþykki búanna á sölu á smágrísum að fara í gegnum vefsvæði Helsegris. 
 
Hjá ræktunarbúum mun Helsegris koma í stað Helseweb en fyrir önnur bú mun hið nýja forrit tekið í notkun á árinu 2016. Sameiginleg krafa frá öllum sláturhúsum fyrir veltu á smágrísum er hin svokallaða „heilsugrísviðbót“. Dýralæknir verður árlega að staðfesta samþykki fyrir hvert bú um sölu á smágrísum að smitvarnir séu í lagi og að það sé laust við ákveðna sjúkdóma. 
 
Ræktunarbúin þurfa að hafa þrjár fastar heimsóknir á ári af sínum dýralækni. Áhersla síðustu ár, bæði frá greininni sjálfri og frá neytendum um meiri gagnasöfnun og krafa um góða heilsu, hreinlæti og velferð í svínaframleiðslunni hefur þvingað fram þörf fyrir sameiginlegt verkfæri. Eftir því sem tíminn líður mun einnig vera hægt að nota Helsegris í samvinnu við tryggingarfélög, Matvælaeftirlitið og hjá opinberum stofnunum. 
 
Útgáfa vefsvæðisins sem nú verður tekið í gagnið er hönnuð þannig að þegar fram líða stundir geta framleiðendur sótt meiri utanaðkomandi upplýsingar eins og svör úr rannsóknum dýralækna á til dæmis blóðprufum eða upplýsingar frá fóðurframleiðendum um samsetningu fóðurs sem er í boði o.fl. Meiri upplýsingar um Helsegris má finna á www.animalia.no.
 

Skylt efni: svinarækt í Noregi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...