Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Heilsufarsógn
Skoðun 4. október 2016

Heilsufarsógn

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Árum saman hefur Bændablaðið birt fréttir af áhyggjum lækna, bæði íslenskra og erlendra, yfir að ofnotkun sýklalyfja við framleiðslu matvæla sé að leiða til óviðráðanlegra heilsufarsvandamála. Nú hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin séð ástæðu til að gefa út yfirlýsingu vegna sama máls.
 
Lengst af hafa hagsmunaaðilar í innflutningi á landbúnaðarafurðum reynt að gera lítið úr þessum málflutningi og nefnt hann sem dæmi um gamaldags hræðsluáróður bænda. Innflutningsfyrirtækin séu aftur á móti að hugsa um hag neytenda. Sömuleiðis hafa sumir fjölmiðlar þessa lands, svo ekki sé talað um háværa hópa á samfélagsmiðlum, lagst á sveif með innflutningsversluninni í þessum efnum. Sama má segja um Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin, en málflutningur þeirra hefur verið á þeim nótum að frjáls innflutningur á kjöti sé til að bæta hag neytenda. Lítið er þá gert með mögulega áhættu varðandi lýðheilsu þjóðarinnar. 
 
Á þriðjudag var birt í kvöldfréttum Sjónvarpsins frétt um áhyggjur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) af þessu máli. Breska ríkisútvarpið BBC fjallaði líka ítarlega um málið í gær. Spáir stofnunin því að árið 2050 dragi sýkingar af völdum ónæmra baktería tíu milljónir jarðarbúa til dauða árlega, fleiri en deyja úr krabbameini.
 
Sýklalyf eru notuð í stórum stíl í landbúnaði bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum sem vaxtarhvetjandi efni. Á Íslandi er notkun sýklalyfja í landbúnaði aftur á móti ein sú minnsta sem þekkist í heiminum. Þá hefur lítil tíðni sýkinga, t.d. í íslenskum kjúklingum, vakið alþjóðlega athygli.  
 
Afleiðingin af ofnotkun sýklalyfja er sú að bakteríur mynda smám saman með sér ónæmi gagnvart sýklalyfjunum. Slíkar ofurbakteríur finnast nú í auknum mæli í kjöti sem fólk neytir. Berist slíkar sýklalyfja­ónæmar bakteríur eða ensím sem myndar vörn fyrir bakteríurnar í fólk, getur verið mjög erfitt að lækna það ef þá ekki ómögulegt. Vitað er að árlega deyja á þriðja tug þúsunda manna í Bandaríkjunum af þessum sökum. Dánartalan í Evrópu er svipuð og fer vaxandi. 
 
Íslenskir og erlendir læknar og sérfræðingar í smitsjúkdómum hafa árum saman varað við þessu og hafa talað um stærstu heilsufarsógn mannkynsins. Nú tala sérfræðingar WHO um að vandinn sé að verða óviðráðanlegur.
 
Það sem gerir vandann einstaklega erfiðan við að eiga er alþjóðavæðing með sífellt frjálsari viðskiptum milli landa með hrátt kjöt og aðrar landbúnaðarvörur. Á þriðjudag fóru fram mikil mótmæli í Brussel, höfuðvígi Evrópusambandsins. Þar var mótmælt brölti við gerð TTIP fríverslunarsamnings við Bandaríkin. Þar óttast fólk ekki bara atvinnumissi, heldur líka innflutning á erfðabreyttum matvörum. Þótt erfðabreytt korn þurfi ekki að vera hættulegt í sjálfu sér, þá er við ræktun þess notuð sífellt meiri eiturefni til að hámarka framleiðsluna. Þetta sýna ítrekaðar úttektir m.a. frá Eurostat. Þessi eiturefni hverfa ekkert við uppskeru og berast því í önnur matvæli sem erfðabreytta kornið er notað í. Í þessu ljósi ætti staðfesting Alþingis á nýjum tollasamningi við Evrópusambandið að vekja mönnum ugg. Þar er gefið stóraukið frelsi til innflutnings á landbúnaðarafurðum. 
 
Viðleitni íslenskra sauðfjárbænda til að banna erfðabreytt fóður við sína framleiðslu er því sérstaklega eftirtektarverð í þessu samhengi. Þar er markvisst verið að vinna að auknum hreinleika afurða og gegn massaframleiðslu með aðstoð hættulegra hjálparefna.
Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis
Fréttir 9. desember 2021

Mast fellir úr gildi synjun á rekstrarleyfi sjókvíaeldis

Þann 10. nóvember 2021 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrs...

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu
Fréttir 9. desember 2021

Evrópa bjó sjálf til orkukreppu

Það sem getur farið úrskeiðis mun fara úrskeiðis, samkvæmt lögmáli Murphys. Leik...

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist
Fréttir 9. desember 2021

Notkun lífræns áburðar og beitarfriðun aukist

Í skýrslu Landbótasjóðs segir að 2020 hafi verði úthlutað tæpum 95 milljónum kró...

Ísteka riftir samningum við bændur
Fréttir 8. desember 2021

Ísteka riftir samningum við bændur

Líftæknifyrirtækið Ísteka hefur rift samningum við þá bændur sem sjást beita hry...

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022
Fréttir 8. desember 2021

New Holland T6 Metan, sjálfbærasta dráttarvélin 2022

New Holland dráttar­véla­framleiðandinn heldur áfram að sópa að sér verðlaunum o...

Konur borða meira af laufabrauði en karlar
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fy...

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum
Fréttir 8. desember 2021

Skortur á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum

Niðurstöður könnunar benda til skorts á yfirsýn í úrgangs- og loftslagsmálum. Sa...

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...