Heilmiklar framkvæmdir standa nú yfir við jarðböðin í Mývatnssveit enda var böðunum lokað um áramótin og verða opnuð aftur með vorinu.
Heilmiklar framkvæmdir standa nú yfir við jarðböðin í Mývatnssveit enda var böðunum lokað um áramótin og verða opnuð aftur með vorinu.
Mynd / Aðsend
Fréttir 16. janúar 2026

Heilmikil uppbygging og breytingar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er mikið umleikis hjá Jarðböðunum í Mývatnssveit um þessar mundir enda mikil uppbygging í gangi.

Stækka á húsnæði baðanna úr ellefu hundruð fermetrum í um það bil fjögur þúsund fermetra. Þá er nýlega búið að opinbera nýtt nafn og merki baðanna. Guðmundur Þór Birgisson er framkvæmdastjóri Jarðbaðanna. „Já, við erum í mikill uppbyggingu og erum að endurnýja alla aðstöðu með byggingu á nýju þjónustuhúsi við Jarðböðin. Í nýju byggingunni verður öll aðstaða fyrir gesti hin glæsilegasta og geta gestir valið á milli þriggja mismunandi búningsklefa en upplifun er ólík í þeim. Ein upplifunin kallast t.d. Kvika en þar tekur á móti gestum hraunveggir þegar gengið er inn í búningsklefann og eru útveggir allir úr hrauni. Það er alveg sérstök upplifun fyrir gesti að upplifa. Einnig erum við uppfæra alla veitingaþjónustu og verðum með Bistro þar sem boðið verður upp á létta rétti ásamt klassískum diskum hjá okkur eins og hverabrauð með reyktum silungi,“ segir Guðmundur Þór.

21 árs gömul böð

Jarðböðin eru ein af elstu böðum á landinu, eða 21 árs. Vinsældir baðanna hafa vaxið jafnt og þétt og því má kannski helst þakka einstöku bláu vatninu í böðunum, en gestum þykir mjög mikil upplifun að fara ofan í heitt blátt vatnið. „Staðsetning lónsins hér í Mývatnssveit spilar líka sterkt inn í en hér er einstök náttúra og útsýni frá lóninu yfir Mývatn og sveitina. Stærsti hluti gesta hjá okkur er erlendur en Íslendingar eru líka duglegri að heimsækja okkur yfir sumar mánuði,“ segir Guðmundur Þór.

Lokað um áramótin til vors

En hvernig hafa framkvæmdir við Jarðböðin gengið? „Við hófum framkvæmdir fyrir þremur árum og stefnum nú á að vera tilbúin með nýja aðstöðu með vorinu. Við lokuðum lóninu núna um áramótin og opnum aftur þegar allt er orðið tilbúið. Það þarf að nýta þessa mánuði til að tengja saman eldra lón við nýtt lón og svo ýmsar breytingar, sem við ætlum að gera í eldra lóni. Framkvæmdir hafa gengið ágætlega en það urðu nokkrar tafir á verkinu þegar heilmikill hellir fannst hér á framkvæmdasvæðinu. Framkvæmdakostnaður hefur aukist miðað við upprunalega hönnun en í því sambandi má nefna hellinn, en við urðum að breyta talsvert miklu í hönnun vegna staðsetningar og legu hans. Þá hefur ýmislegt annað jákvætt komið í ljós í framkvæmdum, t.d. glæsilegir hraunveggir sem við nýtum í byggingunni,“ segir Guðmundur Þór.

Nýtt nafn

Ákveðið var strax í hönnunarfasa verkefnisins að endurnýja vörumerki Jarðbaðanna og þá var aðallega horft til ensku útgáfu á nafninu. „Okkur fannst enska nafnið ekki vera í samræmi við það íslenska og ákváðum því að nota „Earth lagoon Mývatn“ framvegis. Einnig var vörumerkið uppfært en útlínur í merkinu vísa til „Túffstabba“, sem má finna allt í kringum okkur, segir Guðmundur Þór að lokum

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...