Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum.
Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum.
Mynd / HKr
Fréttir 27. ágúst 2021

Heildarumgjörð garðyrkjunámsins er brothætt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nemendur í starfsmenntanámi við Garðyrkjuskólann á Reykjum settust á skólabekk í upphafi vikunnar. Þetta er síðasti garðyrkjuhópurinn sem útskrifast frá skólanum undir merki Landbúnaðarháskóla Íslands því á næsta ári flyst námið til Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Guðríður Helgadóttir hjá Garð­yrkjuskólanum á Reykjum segir að starfsfólki skólans þyki alltaf gaman þegar nemendur mæta aftur í skólann á haustin, hvort sem það eru nýnemar eða nemendur á seinna ári námsins eins og núna.

„Undirbúningur fyrir kennsluna hefur gengið vel en heildarumgjörð námsins er brothætt. Starfsmönnum hefur fækkað, annars vegar með uppsögn og hins vegar hafa starfsmenn hætt og engir ráðnir í þeirra stað. Einnig hefur fé til daglegs reksturs námsins verið skert verulega af hálfu LbhÍ. Við starfsmenn munum að sjálfsögðu gera okkar besta til að þetta komi ekki niður á gæðum námsins, eftir því sem kostur er, og að nemendur fái það sem þeim var lofað.

Að sjálfsögðu hlökkum við til að hitta okkar frábæra og öfluga nemendahóp aftur og vonum svo sannarlega að okkur takist að halda okkar striki í skólastarfinu.“

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...