Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ferja Smyril Line Cargo sem hefja mun siglingar á milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi nú í apríl er með yfirbyggt dekk. Tekur hún 90 tengivagna og 500 fólksbíla í ferð.
Ferja Smyril Line Cargo sem hefja mun siglingar á milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi nú í apríl er með yfirbyggt dekk. Tekur hún 90 tengivagna og 500 fólksbíla í ferð.
Fréttir 20. janúar 2017

Hefur vikulegar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Færeyska skipafélagið Smyril Line Cargo, sem á og rekur farþega- og vöruflutningaferjuna Norrænu, hefur ákveðið að hefja beinar siglingar milli Þorlákshafnar og Rotterdam í apríl.
 
Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Norrænu og einungis verður boðið upp á vöruflutninga á nýju siglingaleiðinni. Fest hafa verið kaup á 19 þúsund tonna ferju sem tekur 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð og á hún að hefja siglingar í byrjun apríl 2017. Ferjusiglingarnar munu stórauka umsvif í Þorlákshöfn og væntingar eru um að þær stuðli að enn frekari vexti og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. 
Mikil ánægja í Þorlákshöfn
 
„Þetta eru frábærar fréttir enda höfum við unnið að þessu máli í þrjú ár. Hér er allar aðstæður fyrir hendi en með tilkomu nýju ferjunnar stóreykst þjónusta Smyril Line Cargo við íslenska markaðinn og tengslin við suðvesturhorn landsins eflast. Siglt verður vikulega á milli Þorlákshafnar og Rotterdam, með viðkomu í Færeyjum á heimleiðinni, og styttist flutningstími fyrir bæði inn- og útflutning frá því sem nú er“, segir Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn. Hann á von á því að einhverjir tugir nýrra starfa verði til á staðnum með tilkomu siglinganna
 
Linda Björk Gunnlaugsdóttir,  framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi og Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri í Þorlákshöfn ráða sér ekki fyrir kæti vegna nýju siglingaleiðarinnar. Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson
 
Með stysta flutningstímann til og frá landinu
 
„Flutningstíminn hjá okkur verður sá stysti sem boðið er upp á í sjóflutningum til og frá landinu. Útflutningsvörur sem fara með ferjunni frá Þorlákshöfn á föstudagskvöldi verða tilbúnar til afhendingar um alla Evrópu þremur dögum síðar, eða á þriðjudagsmorgni, en innflutningsvörur sem fara frá Rotterdam á mánudagskvöldi verða tilbúnar til afhendingar á Íslandi á föstudagsmorgni,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. 
 
Tekur 90 tengivagna og 500 fólksbíla í ferð
 
Áætlað er að ferjusiglingarnar milli Þorlákshafnar og Rotterdam hefjist í byrjun apríl 2017 og hefur Smyril Line Cargo fest kaup á 19 þúsund tonna ferju, sem hefur fengið nafnið Mykines, til að annast þær. Hún er ríflega 138 metra löng, tæplega 23 metra breið og getur flutt 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Ferjan var smíðað árið 1996 í UMOE skipasmíðastöðinni í Noregi og var áður í eigu finnska skipafélagsins Bore, sem er hluti af Spliethoff samstæðunni. Þá hét hún Auto Baltic og var m.a. í siglingum á Eystrasaltinu. Ferjan verður skráð í Færeyjum og verða 24 í áhöfn.
 
Miklar endurbætur á höfninni í Þorlákshöfn 
 
Miklar breytingar hafa verið gerðar á höfninni í Þorlákshöfn á undanförnum árum til að skapa betri aðstæður fyrir hafsækna starfsemi og frekari framkvæmdir eru á döfinni. Höfnin hefur m.a. verið dýpkuð til muna og byggð verður upp aðstaða til að taka á móti stórum flutningaskipum. Fullbúin frystigeymsla er staðsett við höfnina og þar er mikið landrými og lausar byggingalóðir fyrir atvinnustarfsemi. Frá Þorlákshöfn eru góðar og greiðar samgöngur til allra átta og aðeins um 40 km til Reykjavíkur og 85 km að Keflavíkurflugvelli eftir Suðurstrandarvegi. 
 
Þjónusta Smyril Line Cargo 
 
Smyril Line Cargo er eina skipafélagið sem býður upp á ferjuskipaflutninga á Norður-Atlantshafi, eða svokallaða Ro/Ro (e. Roll on-Roll off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggir bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, s.s. fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð. 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...