Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Hefur opinber stuðningur við bændur skilað sér?
Fréttir 23. júlí 2025

Hefur opinber stuðningur við bændur skilað sér?

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir

Meginstoðir íslenska landbúnaðarkerfisins sem ætlað er að tryggja fæðuöryggi landsins er annars vegar óbeinn stuðningur í formi tollverndar og hins vegar beinn greiðslustuðningur til bænda sem búvörusamningar kveða á um. Ýmis álitaefni hafa komið upp varðandi búvörusamningana sem eru nú í endurskoðun og gilda til 2026.

Núverandi búvörusamningar gilda til ársins 2026 og hefur verið kallað eftir auknu fjármagni í samningana þar sem m.a. hefur verið bent á að samkvæmt búvörulögum eigi ávallt að tryggja nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu og að kjör þeirra sem landbúnað stunda skulu vera í samræmi við kjör sambærilegra stétta.

Bændur hafa bent á versnandi afkomu sem hefur m.a. bitnað á eðlilegri endurnýjun fjárfestinga en á undanförnum tíu árum hefur opinber stuðningur við landbúnað dregist saman, bæði í formi minni tollverndar sem og minni stuðnings samkvæmt fjárlögum.

Samþykkt fjárlög til búvörusamninga námu um 18,4 milljörðum króna árið 2024 og skiptust greiðslur þannig að um 49% fór til nautgripasamnings, um 36% til sauðfjársamnings, 10% í rammasamning og 6% í garðyrkjusamning

Ákveðnar hagræðingarkröfur til bænda gilda í núgildandi búvörusamningum en bændur hafa á móti kallað eftir auknum fyrirsjáanleika í samningunum, svo sem bætta tryggingavernd þegar kemur að óvæntum áföllum. Annar þáttur sem auka á fyrirsjáanleika í núgildandi búvörusamningum eru ákvæði um verðtryggingu sem eiga að tryggja að fjárhæðir séu leiðréttar með hliðsjón af breytingu á vísitölu neysluverðs. Að mati Bændasamtakanna hafa þær leiðréttingar hins vegar ekki skilað sér að fullu. Þegar teknar eru saman þær fjárhæðir sem út af standa þá vantar ríflega 3,7 milljarða króna fyrir tímabilið 2017 til 2024 til að verðlagsbætur hafi verið leiðréttar samkvæmt ákvæðum núgildandi búvörusamninga.

Það er því ljóst að bændur telja sig eiga talsvert inni í samtölum við stjórnvöld þegar kemur að endurnýjun búvörusamninga.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...