Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrafnagil
Hrafnagil
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júlí 2022

Hefjast handa í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samið hefur verið við G.V. Gröfur ehf. á Akureyri um lagningu verksins Eyjafjarðarbraut vestri, 821 um Hrafnagil.

Verkið snýst um að færa þjóð­veginn út fyrir byggðina og niður fyrir eyrar Eyjafjarðarár. Það er gert til að losna við umferð úr þéttbýlinu sem nú er í nokkurri uppbyggingu beggja megin við núverandi þjóðveg.
Verkið felst í nýbyggingu Eyja­fjarðarbrautar vestri, Miðbrautar og nýrra tenginga á tæplega fjögurra kílómetra löngum kafla.

Einnig byggingu nýrra heimreiða, samtals um 0,25 kílómetra. Eyjafjarðarbraut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýlið verða 8 metra breiðar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða 4 metra breiðar, einnig með bundnu slitlagi.

Meðalumferð á dag yfir allt árið á Eyjafjarðarbraut er í kringum 1.471 bíll á sólarhring, en umferðin er meiri yfir sumartímann. Verktakinn mun ekki hefja verkið fyrr en í október. Ástæðan er sú helst að ekki er heimilt að taka efni úr áreyrum Eyjafjarðarár á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á verktímann þar sem gert er ráð fyrir mjög rúmum tíma.

Stefnt er að því að gerð fyllinga, rofvarna og styrktarlags, ásamt efnisvinnslu fyrir burðarlag, verði lokið fyrir árslok 2023 en verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024, samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Eyjafjarðará er veiðiá og er tekið skýrt fram í útboðsgögnum að verktaki skuldbindur sig til að koma í veg fyrir eins og kostur er að vatn gruggist á veiðitíma af völdum framkvæmda.

Skylt efni: Vegagerð

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f