Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hrafnagil
Hrafnagil
Mynd / H.Kr.
Fréttir 14. júlí 2022

Hefjast handa í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samið hefur verið við G.V. Gröfur ehf. á Akureyri um lagningu verksins Eyjafjarðarbraut vestri, 821 um Hrafnagil.

Verkið snýst um að færa þjóð­veginn út fyrir byggðina og niður fyrir eyrar Eyjafjarðarár. Það er gert til að losna við umferð úr þéttbýlinu sem nú er í nokkurri uppbyggingu beggja megin við núverandi þjóðveg.
Verkið felst í nýbyggingu Eyja­fjarðarbrautar vestri, Miðbrautar og nýrra tenginga á tæplega fjögurra kílómetra löngum kafla.

Einnig byggingu nýrra heimreiða, samtals um 0,25 kílómetra. Eyjafjarðarbraut vestri, Miðbraut og tengingar inn í þéttbýlið verða 8 metra breiðar með bundnu slitlagi. Heimreiðar verða 4 metra breiðar, einnig með bundnu slitlagi.

Meðalumferð á dag yfir allt árið á Eyjafjarðarbraut er í kringum 1.471 bíll á sólarhring, en umferðin er meiri yfir sumartímann. Verktakinn mun ekki hefja verkið fyrr en í október. Ástæðan er sú helst að ekki er heimilt að taka efni úr áreyrum Eyjafjarðarár á tímabilinu 1. júlí til 1. október. Þetta mun þó ekki hafa áhrif á verktímann þar sem gert er ráð fyrir mjög rúmum tíma.

Stefnt er að því að gerð fyllinga, rofvarna og styrktarlags, ásamt efnisvinnslu fyrir burðarlag, verði lokið fyrir árslok 2023 en verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024, samkvæmt upplýsingum í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.

Eyjafjarðará er veiðiá og er tekið skýrt fram í útboðsgögnum að verktaki skuldbindur sig til að koma í veg fyrir eins og kostur er að vatn gruggist á veiðitíma af völdum framkvæmda.

Skylt efni: Vegagerð

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...