Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Pronar framleiðir öflugar dráttarvélar eins og þessa Pronar 8140. Hún er með Deutz-sílindra túrbó mótor sem skilar 265 hestöflum. Þá er dráttarvélin búin ZF gírskiptingu sem getur valið úr 40 gírum áfram og 40 gírum afturábak. Lyftigeta vökvakerfis er 10,
Pronar framleiðir öflugar dráttarvélar eins og þessa Pronar 8140. Hún er með Deutz-sílindra túrbó mótor sem skilar 265 hestöflum. Þá er dráttarvélin búin ZF gírskiptingu sem getur valið úr 40 gírum áfram og 40 gírum afturábak. Lyftigeta vökvakerfis er 10,
Mynd / Pronar
Fréttir 2. júní 2020

Hefja sölu á landbúnaðartækjum frá Pronar í Póllandi

Höfundur: Ba / HKr.
Samstarf Aflvéla og Pronar hófst  árið 2011 á Íslandi. Stefnan var sett á vörur fyrir verktaka og sveitarfélög fyrir vetrar- og sumarþjónustu ásamt vögnum o.fl.  Vörurnar nutu strax vinsælda vegna gæða, hönnunar og hagstæðs verðs.  Mikil og góð reynsla er því komin á Pronar tækin við oft og tíðum mjög svo  krefjandi íslenskar aðstæður.
 
Við kaup Aflvéla á Jötni á Selfossi hefur skapast tækifæri til að koma með landbúnaðartæki frá Pronar inn á íslenskan markað.  Nú þegar eru fyrstu sendingarnar af Pronar heyvinnutækjunum komnar til landsins og búið er að tryggja nægilegt framboð fyrir sumarið.  Pronar tækin eru í miklum gæðum og til að undirstrika það bjóða þeir 3 ára verksmiðjuábyrgð á flestum heyvinnuvélum og vögnum.
 
Pronar leiðandi fyrirtæki í Póllandi
 
Í dag er Pronar leiðandi fyrirtæki í Póllandi í framleiðslu og sölu á vélum og tækjum fyrir landbúnað, þjónustu við sveitarfélög og fyrirtæki í vöruflutningum, með um 50% markaðshlutdeild þar í landi. Þar að auki er Pronar með umboðsaðila í yfir 60 löndum víðs vegar um heim, öllum Evrópusambandslöndunum, Skandinavíu og Rússlandi, einnig Afríku, Norður- og Suður-Ameríku, Nýja-Sjálandi og Ástralíu. 
 
Pronar eru einnig einn stærsti framleiðandi í heimi á felgum, hjólbúnaði, vökvakerfum, vökva­tjökkum og öxlum fyrir vagna, sem og stálskjólborðum.
 
Pronar var stofnað árið 1988 í borginni Narew í norðausturhluta Póllands.
 
Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega á þessum rúmum 30 árum og í dag starfa yfir 2000 manns hjá fyrirtækinu, í 7 nútímavæddum verksmiðjum að flatarmáli sem svarar til 80 fótboltavalla.
 
Daglega eru framleiddir 4000 íhlutir úr 600 tonnum af stáli.
 
Frá stofnun hafa eigendur haft skýrar hugmyndir um þróun starfseminnar, sem miðar mestmegnis að framkvæmd framleiðslu á fjölbreyttu úrvali íhluta sem gefur þeim möguleika á að bregðast mjög hratt við í allri þjónustu tengdum sínum vörum.
 
Pronar 5340 dráttarvél með Pronar Z500 heyrúlluvél. 
 
Áhersla á nýsköpun og nútímavæðingu
 
Í gegnum árin hefur skuldbinding um að leggja áherslu á nýsköpun, nútímavæðingu og gæðafram­leiðslu véla og tækja, gert Pronar meira en samkeppnishæfa og ört vaxandi fyrirtæki á hörðum alþjóðlegum markaði.  
 
Árið 2014 opnaði Pronar rannsóknar og þróunarmiðstöð. Þar starfa yfir 70 tækniteiknarar og 180 verkfræðingar. Þetta stóra skref hjálpar þeim við þróun nýjunga, þar sem styrkur og nákvæmni nýrra lausna er kannaður undir ströngu gæðaeftirliti.
 
Með fjölda markaðsleiðandi tækja og lausna setur Pronar tóninn í nýrri tækni fyrir landbúnaðinn, sveitarfélagaþjónustu og úrgangsstjórnun, allt í samvinnu við náttúruna með mottóið „Tækni fyrir náttúru“ að leiðarljósi.
 
Pronar  tækin eru einföld í notkun, auðveld í viðhaldi og á hagstæðu verði.
 
Trú þeirra á gæði og endingu sinna tækja endurspeglast í ábyrgð­inni sem þeir veita.  Pronar veitir 36 mánaða ábyrgð á flestum heyvinnutækjum og vögnum með þeim skilyrðum að tækið undirgangist 24 mánaða ábyrgðarskoðun hjá viðurkenndu Pronar þjónustuverkstæði. Skoðun­in greiðist af eiganda tækis­ins og framlengir ábyrgðinni um 12 mánuði. 

Skylt efni: Pronar | dráttarvélar

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð
Fréttir 11. desember 2023

Áfellisdómur um eftirlit MAST með dýravelferð

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar (MA...

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli
Fréttir 11. desember 2023

Ungmenni berjast gegn stöðnun í dreifbýli

Norrænt ráð 25 ungmenna frá öllum Norðurlöndum sat nýlega fund með norrænum ráðh...

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...