Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Dýraverndarsamband Íslands beinir því til forsvarsmanna mótahalds tengdu hestum að dregið verði úr hávaða til að tryggja velferð dýranna.
Dýraverndarsamband Íslands beinir því til forsvarsmanna mótahalds tengdu hestum að dregið verði úr hávaða til að tryggja velferð dýranna.
Mynd / Petra-Pixabay
Fréttir 19. maí 2025

Hávaði á hestasýningum á við loftpressuhljóð

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vaxandi hávaða gætir á reiðhallasýningum og hestamótum og hafa dýraverndunarsamtök lýst miklum áhyggjum af því.

Þekkt er að á hestasýningum og einnig sýningum með gæludýr er oft mikill hávaði og skarkali og má velta fyrir sér áhrifum þess á þau dýr sem þar koma fram.

Í reglugerð um velferð hrossa frá 2014 segir að hljóðstyrkur skuli að jafnaði ekki fara yfir 90 desibel (dB) á hestasýningum. Það gildi jafnast á við hávaða á skemmtistað eða í loftpressu.

Á sýningum með gæludýr má hávaði að jafnaði ekki fara yfir 65 dB skv. reglugerð um velferð gæludýra frá 2016.

Þess má geta að hljóðstyrkur yfir 85 dB getur skemmt heyrn manna varanlega ef hljóðið heyrist nógu lengi.

Þenja bílflautur
Linda Karen Gunnarsdóttir.

Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS), var innt eftir sýn sambandsins á þessi mál, en forsvarsmenn þess hafa nýverið sent frá sér hvatningu til m.a. þeirra sem standa fyrir reiðhallasýningum að stilla hávaða í hóf, hvort sem er af tónlist eða frá áhorfendum.

„Sú hefð hefur skapast á reiðhallasýningum og hestamótum að tónlist er oft hátt stillt sem veldur hrossum streitu. Jafnvel hvetja þulir áhorfendur til að fagna á meðan hross eru í sýningu, eins og að klappa, hrópa eða þenja bílflautur. Bæði á landsmóti og á reiðhallasýningum hefur tónlistarfólk verið látið spila á meðan hross eru sýnd. Þetta eru alls ekki hestvænar aðstæður og verður að snúa frá þessari þróun,“ segir Linda Karen.

Hún segir lengi hafa fylgt reiðhallasýningum að tónlist sé hátt stillt en undanfarin ár virðist sem hávaði hafi verið að aukast. „Að tónlistarfólk sé látið spila á meðan hross eru sýnd, með tilheyrandi fagnaðarlátum áhorfenda, er nýtilkomið. Áhersla virðist einnig vera orðin á að áhorfendur taki sem mestan þátt, með því að fagna með klappi og hrópum, en slíkt getur valdið hrossum ótta. Mikilvægt er að þessari nálgun verði breytt,“ segir hún jafnframt.

Velferð hrossa í fyrirrúmi

Áhersla á sýningum með hross á ekki að fyrst og fremst að vera skemmtun gesta heldur einnig á velferð hrossanna sem koma fram. Hross hafa umtalsvert betri heyrn en manneskjur og eru auk þess flóttadýr, að sögn Lindu Karenar. Þau geti því upplifað mikla streitu í aðstæðum þar sem er hávaði.

„Þótt hrossin séu undirbúin fyrir þessar aðstæður og afberi þær, þá þýðir það ekki að þeim líði vel. Það er almenn vitneskja að dýrum líður yfirleitt illa í hávaða og nauðsynlegt að þeim sé hlíft við slíku eins og hægt er,“ segir hún enn fremur.

Mikilvægt sé að brugðist verði við þessari þróun innan hestaíþróttarinnar og að það verði samhent átak hestaunnenda að velferð hrossa sé höfð í fyrirrúmi á sýningum og mótum. „Að tónlist sé stillt í hóf, og að áhorfendur fagni ekki á meðan hross eru sýnd, yrði til mikilla bóta. Þulir gætu einnig kynnt áður en hrossin koma inn. Taka þarf tillit til eðlis hrossa á sýningum og koma í veg fyrir óþarfa álag eins og unnt er,“ segir Linda Karen.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...