Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Haugar 2
Bóndinn 11. júní 2015

Haugar 2

Við tókum við sauðfénu af foreldrum Sveins haustið 2012 og voru þá um 270 hausar sem við keyptum af þeim. Þau búa enn á Haugum og eru með kýr og nokkrar kindur. Frá því að við tókum við höfum við fjölgað fénu nokkuð hratt og erum núna með um 450. 
 
Strax sumarið 2013 hófum við að byggja ný fjárhús, en þau gömlu voru komin vel til ára sinna. Húsin eru stálgrindarhús sem við fengum á Reyðarfirði og gekk undir nafninu Katrínarskemma og var reist þar 1964 sem saltskemma og er í heild um 690 fm. Katrínarskemman hefur nú öðlast nýtt hlutverk og var reist að hluta til á grunni gömlu fjárhúsanna sem voru rifin um leið. Til að byrja með reistum við 2/3 af skemmunni en klárað verður að reisa restina af húsunum í sumar. Þegar húsin verða orðin klár áætlum við að fjölga fénu upp í 600 hausa í nánustu framtíð. 
 
Býli:  Haugar 2.
 
Staðsett í sveit:  Skriðdal á Fljótsdalshéraði.
 
Ábúendur: Sveinn Vilberg Stefánsson og Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Tveir strákar, Anton Þorri, 8 ára, og Ríkharður Daníel, 6 ára, og svo er eitt væntanlegt í júlí. Svo erum við með tvo Border collie-fjárhunda, Pjakk, 5 ára, og Tinna, 3 ára.
 
Stærð jarðar?  Mætti vera stærri.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 450 fjár í dag og fer fjölgandi. Eingöngu hyrnt sauðfé.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Erum með gjafagrindur þannig að á hverjum morgni er farið út í hús og lagað til í grindum og settar rúllur í þær grindur þar sem vantar. Á kvöldin er rútínan sú sama. Við réðumst í byggingu á nýju fjárhúsi sumarið 2013 og hafa flestir dagar farið í einhverja smíði og frágang á húsunum. Svo stefnum við að því að stækka enn meira í sumar þannig að vinnan við það heldur áfram. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest bústörf eru skemmtileg þegar maður er að hefja búskap og eiginlega ekkert sem getur talist leiðinlegt nema gera við ónýtar girðingar kannski.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sauðfé komið í um 600 í vetrarfóðrun og nýju fjárhúsin fullkláruð.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum miklar og sterkar skoðanir á þeim sem komast ekki fyrir í þessum dálki.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef menn eru ekki hræddir við nýja hluti og að leggja mikla vinnu í markaðssetningu landbúnaðarvara.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Eins og er verður það að teljast í mjólkurvörunum enda hefur verið lögð mikil vinna í markaðssetningu og dreifingu á íslenskum mjólkurafurðum erlendis.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, safi, ostur, smjör og bjór.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lærissneiðar í raspi ala mamma með brúnuðum kartöflum!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar gömlu fjárhúsin voru rifin og grunnurinn tekinn fyrir nýju fjárhúsunum.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...