Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í ár mættu yfir 500 manns í Bustarfell í tilefni dagsins. Veðrið lék við gesti og var dagurinn allur hinn ágætasti.
Í ár mættu yfir 500 manns í Bustarfell í tilefni dagsins. Veðrið lék við gesti og var dagurinn allur hinn ágætasti.
Mynd / Birna H. Einarsdóttir
Líf&Starf 16. ágúst 2018

Hátíð á fornu höfuðbýli

Höfundur: ÞÞ / BE
Þann 8. júlí síðastliðinn var Bustarfellsdagurinn haldinn hátíðlegur í 26. sinn á Bustarfelli í Vopnafirði. 
 
Bustarfell er fornt höfuðbýli og í gamla torfbænum er nú minjasafn þar sem fræðast má um lifnaðarhætti í sveitinni á tímabilinu 1770–1966. Í bænum eru 25 vistarverur og  er allur bærinn opinn gestum. Í honum er fastasýning og nokkrar tímabundnar sýningar sem skipt er út reglulega svo það er alltaf eitthvað nýtt að sjá. 
 
Á Bustarfellsdaginn lifnar bærinn við og þar má sjá unga sem aldna sameinast í því að sýna gamlar verkhefðir og hafa gaman saman.
 
Margt fróðlegt og skemmtilegt var að sjá og heyra. Hægt var að bragða á ýmsu góðgæti víða um gamla bæinn en í boði var reykt sauða- og geitakjöt, fjallagrasamjólk, skyrhræringur, hákarl, harðfiskur og brennivín. Einnig buðu spariklæddar dömur upp á kaffi og lummur í baðstofunni. 
 
Utandyra mátti sjá hraust fólki í heyskap og eldsmið hamra járnið af list. Einnig var krökkum boðið að fara í smá reiðtúr og dýrin í litlu dýragirðingunni glöddu unga gesti. 
 
Kaffihúsið Hjáleigan stendur við gamla bæinn og er opið daglega á sama tíma og safnið. Á Bustarfellsdaginn bauð Hjáleigan upp á veglegt kaffihlaðborð í stóru tjaldi til að anna fjöldanum. 
 

13 myndir:

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.