Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabirgðaheimild um hækkun á hámarksinnihaldi kadmíums (Cd) í áburði.

Þessi heimild er sett til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á árinu 2024. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar segir að kadmíumsnauður fosfór hafi fyrst og fremst komið frá Rússlandi, en sakir viðskiptatakmarkana sé slíkur fosfóráburður í takmörkuðu magni á Evrópumarkaði. 

Eftir þessar breytingar sé heimilt magn kadmíums í áburði 136 milligrömm á hvert kílógramm fosfórs eða 60 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs. Þetta sé í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um áburðarvörur.

Gert sé ráð fyrir að á árinu 2025 verði leyfilegt hámarksinnihald kadmíums í áburði aftur fært til fyrri marka. Þau voru 50 milligrömm kadmíums á hvert kílógramm fosfórs eða 22 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs.

Skylt efni: áburður

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...