Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabirgðaheimild um hækkun á hámarksinnihaldi kadmíums (Cd) í áburði.

Þessi heimild er sett til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á árinu 2024. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar segir að kadmíumsnauður fosfór hafi fyrst og fremst komið frá Rússlandi, en sakir viðskiptatakmarkana sé slíkur fosfóráburður í takmörkuðu magni á Evrópumarkaði. 

Eftir þessar breytingar sé heimilt magn kadmíums í áburði 136 milligrömm á hvert kílógramm fosfórs eða 60 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs. Þetta sé í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um áburðarvörur.

Gert sé ráð fyrir að á árinu 2025 verði leyfilegt hámarksinnihald kadmíums í áburði aftur fært til fyrri marka. Þau voru 50 milligrömm kadmíums á hvert kílógramm fosfórs eða 22 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs.

Skylt efni: áburður

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...