Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabirgðaheimild um hækkun á hámarksinnihaldi kadmíums (Cd) í áburði.

Þessi heimild er sett til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á árinu 2024. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar segir að kadmíumsnauður fosfór hafi fyrst og fremst komið frá Rússlandi, en sakir viðskiptatakmarkana sé slíkur fosfóráburður í takmörkuðu magni á Evrópumarkaði. 

Eftir þessar breytingar sé heimilt magn kadmíums í áburði 136 milligrömm á hvert kílógramm fosfórs eða 60 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs. Þetta sé í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um áburðarvörur.

Gert sé ráð fyrir að á árinu 2025 verði leyfilegt hámarksinnihald kadmíums í áburði aftur fært til fyrri marka. Þau voru 50 milligrömm kadmíums á hvert kílógramm fosfórs eða 22 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs.

Skylt efni: áburður

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...