Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Viðskiptahöft á Rússland hafa minnkað aðgengi að kadmíumsnauðum fosfór.
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabirgðaheimild um hækkun á hámarksinnihaldi kadmíums (Cd) í áburði.

Þessi heimild er sett til að tryggja nægjanlegt magn fosfóráburðar á árinu 2024. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun.

Þar segir að kadmíumsnauður fosfór hafi fyrst og fremst komið frá Rússlandi, en sakir viðskiptatakmarkana sé slíkur fosfóráburður í takmörkuðu magni á Evrópumarkaði. 

Eftir þessar breytingar sé heimilt magn kadmíums í áburði 136 milligrömm á hvert kílógramm fosfórs eða 60 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs. Þetta sé í samræmi við ákvæði nýrrar reglugerðar Evrópusambandsins um áburðarvörur.

Gert sé ráð fyrir að á árinu 2025 verði leyfilegt hámarksinnihald kadmíums í áburði aftur fært til fyrri marka. Þau voru 50 milligrömm kadmíums á hvert kílógramm fosfórs eða 22 milligrömm á hvert kílógramm fosfórspentoxíðs.

Skylt efni: áburður

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...