Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hagsmunir bænda að dýravelferð sé í hávegum höfð
Mynd / smh
Fréttir 30. september 2015

Hagsmunir bænda að dýravelferð sé í hávegum höfð

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna umræðu um dýravelferð á síðustu dögum. Þar fordæma þau illa meðferð á dýrum og segja að samtökin hafi ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar.

Tilkynningin er hér orðrétt að neðan:

Undanfarna daga hafa fjölmiðlar fjallað um velferð dýra. Meðal annars var vitnað í ársskýrslu Matvælastofnunar frá 2014 þar sem upplýst er um tilvik sem stofnunin hefur gert athugasemdir við það ár. Bændasamtök Íslands fordæma illa meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar. 

Í ársskýrslu Matvælastofnunar 2014 þar sem fjallað er um eftirlit kemur fram að 832 bú í frumframleiðslu hafi verið heimsótt. Alvarlegar athugasemdir um dýravelferð voru gerðar við 47 bú eða 5,6%. Annarskonar alvarlegar athugasemdir voru gerðar við sjö bú til viðbótar. Á rúmlega 94% búa voru því ekki gerðar alvarlegar athugasemdir. Þó svo að hlutfall þeirra búa sem ekki voru gerðar alvarlegar athugasemdir við sé mjög hátt, er það alltaf óásættanlegt þegar að meðferð dýra er ekki fullnægjandi.

Ný lög um velferð dýra tóku gildi í ársbyrjun 2014. Með lögunum tóku gildi á Íslandi mjög framsæknar reglur um velferð dýra og fylgja innleiðingu þeirra miklar áskoranir fyrir landbúnaðinn. Lögin og reglugerðir sem á þeim byggja gera ríkari kröfur til aðbúnaðar búfjár en áður hefur tíðkast. Markmiðið er að tryggja velferð og heilbrigði dýra með góðri meðferð, umsjá og aðbúnaði. 

Til að uppfylla þessar kröfur þurfa bændur í mörgum tilvikum að aðlaga húsakost og innréttingar í gripahúsum. Til þess hafa þeir ekki haft mjög langan tíma því að reglugerðir um aðbúnað einstakra dýrategunda tóku gildi á eftir lögunum sjálfum, sú síðasta ekki fyrr en í janúar á þessu ári. Um afar kostnaðarsamar breytingar er að ræða og er það viðfangsefni sem landbúnaðurinn er að takast á við. Bændasamtökin leggja þunga áherslu á að félagsmenn sínir ljúki nauðsynlegum úrbótum eins fljótt og mögulegt er. Þau eru jafnframt reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um að útfæra leiðir til að flýta því að nauðsynlegar úrbætur nái fram að ganga. 

Í samræmi við auknar áherslur á bætta velferð og aðbúnað búfjár hefur eftirlit Matvælastofnunar með aðbúnaði og fóðrun búfjár stóraukist. Stofnunin hefur fleiri úrræði en áður til þess að bregðast við slæmri meðhöndlun dýra. Að mati Bændasamtakanna er þetta eftirlit afar mikilvægt og leggja samtökin mikla áherslu á samstarf bænda við stofnunina svo hægt sé að bregðast við athugasemdum og vinna að úrbótum. 

Það eru hagsmunir bænda að dýravelferð sé í hávegum höfð í allri framleiðslukeðjunni. Það er til mikils að vinna að viðhalda þeirri jákvæðu ímynd sem íslensk búvöruframleiðsla hefur hjá neytendum. Bændur vilja standa undir því trausti sem neytendur hafa sýnt þeim og það þýðir að dýravelferð verður að vera í lagi. 

Bændasamtökin hafa óskað eftir fundi í samstarfsnefnd Bændasamtaka Íslands og Matvælastofnunar til að ræða þessi mál og skipuleggja hvernig unnið verði að því að tryggja að velferð og aðbúnaður búfjár á Íslandi verði til fyrirmyndar. 

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...

Bjórinn Naddi sló í gegn í London
Fréttir 28. maí 2024

Bjórinn Naddi sló í gegn í London

Fjórir íslenskir bjórar frá KHB brugghúsi á Borgarfirði eystra hlutu bresk bjórv...

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...