Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bak við búðarborðið á Erpsstöðum.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bak við búðarborðið á Erpsstöðum.
Mynd / smh
Fréttir 16. mars 2018

Hagkvæmari efna- og örverumælingar

Höfundur: smh
Beint frá býli, félag heima­vinnsluaðila, hefur samið við Matís um að sinna efna- og örverumælingum fyrir félagsmenn sína, samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til smærri aðila í heimavinnslu matvæla. 
 
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli, segir að ekki sé verið að herða reglurnar um þessar mælingar. „Þetta snýst um að freista þess að fá þessa þjónustu á betra verði þar sem umfang framleiðslunnar er svo lítil að hún ber ekki endilega mikinn aukakostnað. 
 
Það þarf að senda inn talsvert af sýnum úr hverri vöru og oft á tíðum er magn framleiðslunnar mjög lítið.“
Að sögn Þorgríms þarf að fylgjast með nokkrum þáttum framleiðslunnar. Það þarf að taka vatnssýni, gera þrifapróf, mæla magn næringarefna og síðan athuga hvort óeðlilega mikið sé af sýklum eins og E.coli og listeria, eða öðru sem ekki á að vera í vörunum. Þetta er bara partur af gæðastjórnun,“ segir Þorgrímur. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...