Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sonny Gray, stjórnarfornaður North Star Agriculture og formaður Bændasamtaka Yukon-fylkis í Kanada.
Sonny Gray, stjórnarfornaður North Star Agriculture og formaður Bændasamtaka Yukon-fylkis í Kanada.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 19. apríl 2019

Hafa borðað það sem berst með þjóðveginum frá degi til dags

Höfundur: VH
Matvælaframleiðsla í Yukon-fylki í Kanada lagðist að mestu niður með tilkomu hraðbrautar í gegnum fylkið frá Bandaríkjunum til Alaska á síðustu öld. Afleiðingin er sú að í dag eru íbúar fylkisins gríðarlega háðir flutningum á matvælum með flutningabílum til héraðsins og að ef hraðbrautin lokast klárast þar allur matur á nokkrum dögum. 
 
Yukon er fylki á norðvesturströnd Kanada við landamærin að Alaska.
 
Kanadíski Yukon-maðurinn Sonny Gray var í heimsókn á Íslandi fyrir stuttu til að kynna sér landbúnað á Íslandi. Grey er stjórnarformaður North Star Agriculture sem er einkafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun landbúnaðar í Yukon og Norður-Kanada auk þess sem hann er formaður Bændasamtaka Yukon-fylkis. 
Yukon er sjálfstjórnarsvæði í norðvesturhluta Kanada og er rúmlega 482 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir um 40 þúsund. Svæðið er nefnt eftir Yukon-fljóti og er við landamæri að Alaska í vestri og eru barr­skógar ríkjandi gróður í fylkinu.  
 
Vill auka matvælaframleiðslu í Yukon
 
Grey segir að frá því hann kom til Íslands hafi hann séð eitt og annað sem er svipað með landbúnaði í Yukon og á Íslandi og enn fleira sem sem hann vildi sjá gert heimafyrir.
 
„Mér sýnist Ísland vera að mestu leyti sjálfbært þegar kemur að landbúnaðarframleiðslu og hefð fyrir því löng. Við sem búum í Yukon langar mikið að verða sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu og leggjum mikla vinnu í að ná því markmiði sem fyrst með aukinni landbúnaðarframleiðslu.“
 
Hraðbrautin til Alaska breytti öllu
 
Gray segir að auðvitað hafi frumbyggjar í Yukon verið sjálfbærir á fæðu fyrr á tímum en á tímum kalda stríðsins lögðu Bandaríkjamenn hraðbraut í gegnum Yukon til Alaska og hún breytti öllu. 
 
„Í kjölfar hraðbrautarinnar komu vöruflutningabílar með ódýrari mat að sunnan sem fyllti hillur verslananna og matvælaframleiðsla í fylkinu svo gott sem lagðist af. Með auknum vöruflutningum urðu íbúar Yukon sífellt háðari aðsendum mat og staðan í dag er þannig að ef matarsendingarnar berast ekki reglulega þá tæmast verslanirnar á fáeinum dögum og íbúarnir verða fljótlega matarlausir.“
 
Að sögn Gray lokast hraðbrautin alltaf annað slagið vegna snjóa, aur- og snjóflóða, skógarelda eða umferðarslysa. „Síðast þegar slíkt gerðist og vegurinn var lokaður í þrjá daga voru flestar hillur matvöruverslana tómar þegar hann opnaðist aftur. 
 
Sonny Gray og Bugs Bunny.
 
Verslunareigendur hafa ekki pláss og vilja ekki sitja uppi með birgðir og það má því segja að við borðum það sem kemur eftir þjóðveginum frá degi til dags og því má ekki mikið út af bera til að það verði skortur á mat eða að það þurfi að grípa til annarra og mun dýrari aðferða til að flytja mat til íbúanna.“
 
Mörg tækifæri í stöðunni
 
Samkvæmt Gray er megin landbúnaðarframleiðsla í fylkinu korn, kartöflur, rófur og gulrætur, auk þess að fyrir tveimur árum hafi verið byggt þar lítið sláturhús og það hafi opnað fyrir aukið húsdýraeldi og að fyrir skömmu hafi líka verið sett á laggirnar mjólkurbú. Það fyrsta í fylkinu í áratugi. 
 
„Þrátt fyrir og líklega vegna þess hve landbúnaðarframleiðsla er lítil er það í mínum huga kjörið tækifæri fyrir bændur til að auka framleiðslu sína og um leið að gera fylkið sjálfbærara og helst sjálfbært hvað matvæli varðar. Ég sé til dæmis fram á að ef mjólkurbúin yrðu fleiri myndi það breyta miklu, því að mjólk er sú matvara sem klárast fyrst sé hætta á skorti og svo geymist hún líka illa.“ 
 
Virkjun lághitasvæðis
 
„Eitt af þeim verkefnum sem North Star Agriculture er að vinna og helsta ástæða þess að ég er á Íslandi er að við erum að byggja upp fiskeldi sem á að reka samhliða gróðurhúsum. Hugmyndin er að vatnið frá fiskeldinu, sem er fullt af næringarefnum, verði notað til að vökva plönturnar í gróðurhúsinu sem verða aðallega salat, kálplöntur og kryddjurtir. Allar þessar plöntur er erfitt að fá í Yukon á veturna en það sem fæst af þeim kemur alla leið frá Mexíkó og er lengi á leiðinni og með hátt kolefnisspor. Með því að rækta plönturnar sjálf tryggjum við betri gæði, öruggara framboð og auðvitað lægra kolefnisspor.
 
Fiskeldið og gróðurhúsin eru á lághitasvæði þar sem vatnið er 30 til 40° á Celsíus og nóg til að hita húsin og gerir okkur kleift að rækta í þeim árið um kring með lýsingu.“
 
Grey segist hafa átt í viðræðum við sérfræðinga hjá Orkustofnun um verkefnið og til að koma að hönnun hitakerfisins. Auk þess sem hann segist hafa heimsótt nokkur gróðurhús og skoðað starfsemi þeirra. 
„Ólíkt gróðurhúsum á Íslandi ætlum við að ekki að vera með gler í þeim heldur hafa þau lokuð og með raflýsingu.“
 
Íslendingar góðu vanir
 
Grey segir að í framhaldi af heim­sókn sinni til Íslands langi hann að skipuleggja ferð hóps íslenskra sérfræðinga til Yukon til að veita sérfræðiþekkingu við gróðurhúsa- og fleiri verkefni.
 
„Að mínu mati eru Íslendingar mjög góðu vanir þegar kemur að innlendri landbúnaðarframleiðslu og líta á gæði matvörunnar sem sjálfsagðan hlut. Þið verðið því að gæta þess að hætta ekki að búa til eigin matvæli þrátt fyrir að innflutningur eigi eftir að aukast. Þið megið einfaldlega ekki gefa eftir þegar kemur að gæðum eigin framleiðslu þrátt fyrir að innfluttur matur geti verið ódýrari,“ segir Sonny Gray, stjórnarfornaður North Star Agriculture  og formaður Bændasamtaka Yukon í Kanada, að lokum. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...