Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Mynd / Samsett mynd / Arla
Fréttir 27. janúar 2025

Hættir með jurtamjólk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norræna mjólkursamlagið Arla hefur ákveðið að hætta sölu á jurtamjólk í matvöruverslunum í Norður-Evrópu.

Framleiðsla jurtadrykkjanna, sem eru markaðssettir undir vörumerkinu Jörð, hefur skilað tapi undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri Arla í Danmörku segir söluna ekki hafa tekið við sér eins og vonir stóðu til. Frá þessu greinir Jyllands-Posten.

Arla telur tvennt helst skýra lítinn áhuga neytenda á jurtamjólk. Annars vegar leiðir aukin verðbólga til þess að neytendur sýni aðhald í innkaupum og því eigi dýr jurtamjólk erfitt uppdráttar. Hins vegar eru neytendur orðnir áhugasamari um heilbrigt mataræði og búnir að gera sér grein fyrir rýrara næringargildi jurtamjólkur í samanburði við kúamjólk. Framleiðsla á jurtamjólk fyrir hótel og veitingahús mun halda áfram.

Fyrirtækið sem Arla stofnaði í kringum framleiðslu á jurtamjólkinni Jörð hefur tapað samtals 158,2 milljónum danskra króna (3,1 milljarður ISK) frá
því það var stofnað árið 2019.

Skylt efni: Arla

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...