Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Mynd / Samsett mynd / Arla
Fréttir 27. janúar 2025

Hættir með jurtamjólk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norræna mjólkursamlagið Arla hefur ákveðið að hætta sölu á jurtamjólk í matvöruverslunum í Norður-Evrópu.

Framleiðsla jurtadrykkjanna, sem eru markaðssettir undir vörumerkinu Jörð, hefur skilað tapi undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri Arla í Danmörku segir söluna ekki hafa tekið við sér eins og vonir stóðu til. Frá þessu greinir Jyllands-Posten.

Arla telur tvennt helst skýra lítinn áhuga neytenda á jurtamjólk. Annars vegar leiðir aukin verðbólga til þess að neytendur sýni aðhald í innkaupum og því eigi dýr jurtamjólk erfitt uppdráttar. Hins vegar eru neytendur orðnir áhugasamari um heilbrigt mataræði og búnir að gera sér grein fyrir rýrara næringargildi jurtamjólkur í samanburði við kúamjólk. Framleiðsla á jurtamjólk fyrir hótel og veitingahús mun halda áfram.

Fyrirtækið sem Arla stofnaði í kringum framleiðslu á jurtamjólkinni Jörð hefur tapað samtals 158,2 milljónum danskra króna (3,1 milljarður ISK) frá
því það var stofnað árið 2019.

Skylt efni: Arla

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...