Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Jurtamjólkin Jörð frá Arla mun hverfa úr verslunum í Norður-Evrópu.
Mynd / Samsett mynd / Arla
Fréttir 27. janúar 2025

Hættir með jurtamjólk

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norræna mjólkursamlagið Arla hefur ákveðið að hætta sölu á jurtamjólk í matvöruverslunum í Norður-Evrópu.

Framleiðsla jurtadrykkjanna, sem eru markaðssettir undir vörumerkinu Jörð, hefur skilað tapi undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri Arla í Danmörku segir söluna ekki hafa tekið við sér eins og vonir stóðu til. Frá þessu greinir Jyllands-Posten.

Arla telur tvennt helst skýra lítinn áhuga neytenda á jurtamjólk. Annars vegar leiðir aukin verðbólga til þess að neytendur sýni aðhald í innkaupum og því eigi dýr jurtamjólk erfitt uppdráttar. Hins vegar eru neytendur orðnir áhugasamari um heilbrigt mataræði og búnir að gera sér grein fyrir rýrara næringargildi jurtamjólkur í samanburði við kúamjólk. Framleiðsla á jurtamjólk fyrir hótel og veitingahús mun halda áfram.

Fyrirtækið sem Arla stofnaði í kringum framleiðslu á jurtamjólkinni Jörð hefur tapað samtals 158,2 milljónum danskra króna (3,1 milljarður ISK) frá
því það var stofnað árið 2019.

Skylt efni: Arla

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...