Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sonny Perdue, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna í stjórn Trump, hefur lýst yfir efasemdum um áhrif loftslagsbreytinga og dregið verulega úr fjárveitingum til rannsókna á áhrifum þeirra á landbúnað í Bandaríkjunum.
Sonny Perdue, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna í stjórn Trump, hefur lýst yfir efasemdum um áhrif loftslagsbreytinga og dregið verulega úr fjárveitingum til rannsókna á áhrifum þeirra á landbúnað í Bandaríkjunum.
Fréttir 8. júlí 2019

Hættir að birta rannsóknaniðurstöður um loftslagsbreytingar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Politico hefur Trump-stjórnin hætt að fjármagna rann­sóknir og útgáfu rann­sókna­­niðurstaðna sem sýna að loftslagsbreytingar og hækkun loftslagshita á jörðinni geti haft skaðleg áhrif á uppskeru og heilsufar. Fjölda rannsókna­niður­staðna hefur verið stungið ofan í skúffu.

Í frétt vefritsins Politico hefur stjórn Trump þegar neitað og komið í veg fyrir útgáfu á fjölda ríkisfjármagnaðra rann­sóknaniðurstaðna ­sem vara við skaðlegum áhrifum loft­slags­breytinga. Rann­sóknirnar sem um ræðir eru unnar af vísindamönnum á vegum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna og því í eigu ráðuneytisins.

Aukinn koltvísýringur dregur úr heilnæmi plantna

Skýrslurnar sem um ræðir fjalla meðal annars um minnkandi magn næringarefna í hrísgrjónum og öðrum nytjaplöntum vegna hækkandi magns koltvísýrings í andrúmslofti. Slíkur samdráttur í næringarefnum er talinn munu hafa neikvæð áhrif á heilsu hundruð milljóna manna um allan heim og þá sérstaklega þeirra 600 milljóna sem reiða sig á hrísgrjón sem daglega fæðu.
Aukinn koltvísýringur í and­rúmslofti hefur einnig neikvæð áhrif á næringargildi fóðurjurta sem aftur hefur áhrif á vöxt búfjár og leiðir til aukinnar notkunar á fóðurbæti.

Vilja koma í veg fyrir fjölmiðlaumfjöllun

Samkvæmt heimildum Politico eru allar rannsóknaniðurstöðurnar sem um ræðir ritrýndar af virtum vísindamönnum. Einnig er bent á að þrátt fyrir að sumar rannsóknirnar hafi ekki verið gerðar til að skoða áhrif loftslagsbreytinga hafi þær samt sem áður haft áhrif á niðurstöðurnar og sýnt fram á ótvíræð og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga. Er þar meðal annars átt við þætti eins og hækkandi hitastig og breytingar á veðri.

Tilgangur stjórnar Trump, samkvæmt því sem vísindamenn sem hlut eiga að máli segja, er að koma í veg fyrir að fjölmiðlar fjalli um rannsóknaniðurstöðurnar og uppvísi almenning um innihald þeirra og raunverulega stöðu loftslagsmála og hætturnar sem af þeim stafa.

Vísindamaður við Pennsylvaníu-háskóla, sem vinnur að loft­slags­rannsóknum, segir að eini tilgangur þess að birta ekki rannsókna­niðurstöðurnar sé að leyna raunverulegri stöðu mála fyrir almenningi. Hann segir einnig að það sé almenningur sem líði mest og muni koma til með að taka á sig fullan þunga slæmra áhrifa yfirstandandi loftslagsbreytinga. Máli sínu til stuðnings bendir hann á aukna tíðni óveðra, bráðnun jökla og hækkandi sjávarmál, hitabylgjur, þurrka og skógarelda.

Efast um sannleiksgildi loftslagsbreytinga

Sonny Perdue, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna í stjórn Trump, hefur lýst yfir efasemdum um áhrif loftslagsbreytinga og dregið verulega úr fjárveitingum til rannsókna á áhrifum þeirra á landbúnað í Bandaríkjunum.

Mike Pencer, varaforseti Bandaríkjanna, hefur hvað eftir annað neitað að loftslagsbreytingar og áhrif þeirra sé ógn við Bandaríkin og segir á sama tíma að hann byggi skoðun sína á nýjustu rannsóknaniðurstöðum færustu vísindamanna.

Í yfirlýsingu frá landbúnaðar­ráðuneytinu segir að fyrirliggjandi rannsóknaniðurstöður verði birtar eftir að þær hafi verið metnar af ráðuneytinu og samþykktar til birtingar.

Bent er á að frá því í janúar 2017 hafi landbúnaðar­ráðuneyti Bandaríkjanna einungis birt opin­berlega tvær rannsókna­niðurstöður sem tengjast loftslags­málum. Niður­stöður beggja voru jákvæðar gagnvart starfsemi tveggja stórra og pólitískt valdamikilla kjöt­vinnsla.

Niðurstaða annarrar rann­sóknarinnar sýndi fram á tiltölulega litla losun koltvísýrings við kjöt­vinnslu og hin að ef dregið væri úr kjötneyslu af umhverfisástæðum mundi slíkt líklega leiða til útbreiðslu næringarskorts í heim­inum.

Starfsmenn fluttir til í starfi

Annað sem vakið hefur athygli í núverandi stefnu landbúnaðar­ráðherrans og virðist vera þversögn er að hann vill nú beina rann­sóknum á loftslagsbreytingum í átt að fjárhagslegum áhrifum þeirra, áhrifum á viðskipti og hugsanlegri þörf á útgáfu matarmiða.

Ráðherrann virðist einnig hafa það á stefnuskrá sinni að losa sig við pólitíska andstæðinga Trump sem starfa innan ráðuneytisins með því að flytja þá til í starfi. Oft og tíðum þurfa starfsmenn sem á að flytja til í starfi að flytja sig og sína milli ríkja vilji þeir starfa áfram hjá ráðuneytinu. Margir kjósa því að hætta og leita sér að vinnu annars staðar.

Mikill áhugi á íbúðum
Fréttir 7. október 2024

Mikill áhugi á íbúðum

Þrettán umsóknir um sex íbúðir á Kirkjubæjarklaustri bárust íbúðarfélagi Brákar.

Þrjár efstu frá sama bæ
Fréttir 7. október 2024

Þrjár efstu frá sama bæ

Fjórtán hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár. Þrjár efstu hryssurna...

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...