Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson og Pálína Hjaltadóttir  tóku við helmingnum af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson og Pálína Hjaltadóttir tóku við helmingnum af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust.
Líf og starf 29. júní 2016

Hætta búskap og breyta til

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændum í Trékyllisvík fer fækkandi og á það bæði við eldri bændur og þá sem yngri eru. Pálína Hjaltadóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Dalkvist Guðjónsson, tóku við helmingnum af búi foreldra hennar árið 2000 en hætta búskap í haust.

Þegar mest var voru þau með um 700 kindur á fóðrum en fækkuðu fénu í 350 síðastliðið haust. Þau voru einnig með kýr fyrir heimilið um tíma en hættu með þær 2005 vegna þess hversu erfitt var að fá dýralæknaþjónustu. „Ef kýr veikjast þá veikjast þær oft illa og erfitt að fá hingað dýralækni, sérstaklega yfir vetrarmánuðina.“

Pálína og Gunnar eiga tvö börn, Anítu Mjöll og Magneu Fönn, sem eru átta og níu ára gamlar.

Langar að breyta til

Gunnar og Pálína segja að þegar þau voru með flestar kindur hafi þær talist margar á stærðargráðu Árneshrepps en ekki á landsvísu. „Búskapurinn hefur gengið mjög vel en okkur langar til að gera eitthvað annað og fá tilbreytingu í lífið og þess vegna ætlum við að hætta búskap í haust og flytja í Voga á Vatnsleysuströnd. Við vitum reyndar hvorugt hvað við förum að gera og það kemur bara í ljós seinna. Við erum búin að selja tækin og megnið af bústofninum á fæti en einhverjum kindum verður slátrað í haust og jörðin og húsin eru komin á sölu.“

Búskapur borgar sig

Pálína og Gunnar eru sammála um að það sé fjárhagslega dýrt að hefja búskap en að það hafi verið auðveldara fyrir þau en marga aðra þar sem þau hafi tekið við búinu í rekstri. „Það er svo sem líka dýrt að kaupa sér húsnæði í Reykjavík og ef vel er gert borgar rekstur búsins sig léttilega og vel hægt að lifa góðu lífi á búskap,“ segir Gunnar.

Bær hefur verið í sölu í nokkra mánuði en ekki hefur enn borist tilboð í jörðina. Ungu hjónin á Bæ segjast ekki eiga von á því að þeir sem koma til með að hafa áhuga á jörðinni geri það með sauðfjárbúskap í huga. „Í dag eru tvær jarðir á Ströndum til sölu til búskapar, Stóra Fjarðarhorn og Bræðrabrekka í Kollafirði, og mér skilst að það hafi ekki borist neinar fyrirspurnir um þær. Við reiknum því með að ef jörðin selst verði það til aðila sem tengjast ferðamennsku.“

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...