Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting
Á faglegum nótum 21. janúar 2016

Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Í töflu sem birt var í síðasta Bændablaði (17. des. 2015) var umfjöllun um hæst stiguðu lambhrúta landsins, flokkaða eftir sýslum.  
 
Eftirfarandi leiðréttingum verður hér með komið á framfæri varðandi upplýsingar í töflu sem fylgdi greininni.  Í Suður-Þingeyjarsýslu er í 5. sæti hrútur frá Þverá í Dalsmynni en ekki Þverá í Reykjahverfi. Í Suður-Múlasýslu er hrútur í 3. sæti nr. 253 frá Ásgarði, Breiðdal.  Bakvöðvaþykkt á þessu lambi á að vera 37 mm en ekki 27 mm. Alvarlegasta athugasemdin er síðan sú að í lista yfir topphrúta í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu vantar hrúta frá Skjaldfönn. Þessi mistök eiga rætur að rekja til þess að Skjaldfönn tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð og fjárræktarfélaginu Tindi á Ströndum og flokkast því í uppgjöri með búum á því svæði.  Hins vegar er býlið eftir sem áður staðsett í Norður-Ísafjarðarsýslu.  Efsti hrútur í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu á því að vera lamb nr. 38 frá Skjaldfönn sem hlaut 88,5 stig og í þriðja sæti lamb nr. 81 frá sama bæ sem hlaut 87 stig.
 
Uppfærslu á þessari töflu ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu má finna inn á www.rml.is.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...