Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting
Á faglegum nótum 21. janúar 2016

Hæst stiguðu lambhrútarnir haustið 2015 – leiðrétting

Höfundur: Eyþór Einarsson, ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Í töflu sem birt var í síðasta Bændablaði (17. des. 2015) var umfjöllun um hæst stiguðu lambhrúta landsins, flokkaða eftir sýslum.  
 
Eftirfarandi leiðréttingum verður hér með komið á framfæri varðandi upplýsingar í töflu sem fylgdi greininni.  Í Suður-Þingeyjarsýslu er í 5. sæti hrútur frá Þverá í Dalsmynni en ekki Þverá í Reykjahverfi. Í Suður-Múlasýslu er hrútur í 3. sæti nr. 253 frá Ásgarði, Breiðdal.  Bakvöðvaþykkt á þessu lambi á að vera 37 mm en ekki 27 mm. Alvarlegasta athugasemdin er síðan sú að í lista yfir topphrúta í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu vantar hrúta frá Skjaldfönn. Þessi mistök eiga rætur að rekja til þess að Skjaldfönn tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð og fjárræktarfélaginu Tindi á Ströndum og flokkast því í uppgjöri með búum á því svæði.  Hins vegar er býlið eftir sem áður staðsett í Norður-Ísafjarðarsýslu.  Efsti hrútur í Vestur- og Norður-Ísafjarðarsýslu á því að vera lamb nr. 38 frá Skjaldfönn sem hlaut 88,5 stig og í þriðja sæti lamb nr. 81 frá sama bæ sem hlaut 87 stig.
 
Uppfærslu á þessari töflu ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu má finna inn á www.rml.is.
Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...