Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hæli
Bóndinn 10. nóvember 2014

Hæli

Fjölskyldan á Hæli er stór og flókin og búreksturinn fjölbreytilegur.

Býli:  Hæli og Selland (Parturinn).

Staðsett í sveit: Í Húnavatnshreppi, í A-Húnavatnssýslu.

Ábúendur: Jón Kristófer Sigmarsson og Ásdís Ýr Arnardóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):

Fjölskyldan á Hæli er stór og flókin. Helga Dögg (24 ára) er elst, því næst er María Rún (13 ára) og síðan er María Sigrún (12 ára). Yngstur er erfðaprinsinn Kristófer Bjarnar (4 ára) og á nýju ári bætist eitt barn í hópinn. Gæludýrin eru fjögur, smalahundarnir Tása, Fríða og Stormur ásamt kettinum Sófusi sem sér um að halda fjárhúsum músalausum.

Stærð jarðar? Hæli 300 hektarar og Selland 1.700 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú, hrossarækt, ferðaþjónusta og bátaútgerð.

Fjöldi búfjár og tegundir? 740 vetrarfóðraðar kindur og 104 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?

Það er mjög misjafnt eftir árstíðum, bæði vinnum við utan heimilis. Ásdís starfar á Blönduósi yfir vetrarmánuðina, Jón Kristófer rekur fjárbíl á haustin og bæði sinna þau ferðaþjónustu á sumrin.

Skemmtilegustu/leðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er tvímælalaust skemmtilegasta bústarfið en jafnframt það erfiðasta. Einnig er gaman að spá og spekúlera í lömbum á haustin. Annars er öll vinna skemmtileg með réttu hugarfari og góðum félagsskap.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Áframhaldandi uppbygging húsakosts og ræktunar búfjár.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum farvegi. Passa þarf jöfnuðinn í greininni og að ríkisstuðningur sé til handa þeim sem sannarlega standa í framleiðslu góðra afurða.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við höfum trú á því að íslenskur landbúnaður eigi eftir að blómstra.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Leggja meiri áherslu á að upplýsa erlenda neytendur um okkar vistvæna framleiðsluferil.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, kók, smjör og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Föstudagskjúklingur í Samkaup og hamborgari í N1. Annars þykir grjónagrautur alltaf góður og lambalæri með öllu tilheyrandi.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast og skemmtilegast er þegar einstaklingar úr ræktunarstarfinu, hvort sem eru hrútar eða hross, skara framúr sínum jafningjum og vinna til verðlauna.

4 myndir:

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...