Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hægeldað lambakjöt sem bráðnar í munni
Matarkrókurinn 21. nóvember 2014

Hægeldað lambakjöt sem bráðnar í munni

Margir horfa aftur til þess tíma með söknuði þegar hún amma bauð upp á moðsteikt lambakjöt á sunnudögum. Það eru til margar aðferðir við að elda lambakjöt og allir hafa ólíkan smekk. Ein aðferðin sem ég  mæli með er að hægelda lambakjötið lengi við lágan hita. Með því haldast bragðeinkenni lambsins og með réttri eldun er roðinn í kjötinu eins og best lætur. Ef allt lukkast þá bráðnar kjötið í munni. Alioli hvítlaukssósa er fullkomin viðbót við lambakjötið.

Amerískar pönnukökur er fastur liður vestan hafs en hér erum við með hollari útgáfu sem gott er að borða með beikoni.

Hægelduð  lambasteik

Hráefni:

  • 1 stk. lambabógur á beini, um 1,25 kg
  • 1 tsk. mulið kóríanderfræ
  • 1 tsk. mulið fennelfræ
  • 2 stjörnu anís, marinn í mortel eða kaffikvörn
  • ½ tsk. kardimommur
  • ¼ tsk. ferskur mulinn hvítur pipar
  • 2 tsk. salt
  • 60 ml Extra-Virgin ólífuolía

Alioli hvítlaukssósa

Hráefni:

  • 3 eggjarauður
  • 2 hvítlauksrif, mulin
  • Sjávarsalt
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 275 ml ólífuolía
  • Nýmalaður hvítur pipar

Aðferð

Setjið eggjarauðu í skál og hrærið varlega olíunni í. Bætið sítrónusafa, kryddið til og framreiðið með kjötinu.

Byrjið að undirbúa kjötið degi fyrir eldun. Setjið kjötið í fat, blandið kryddi, salti og jómfrúarolíu saman og nuddið kjötið. Geymið í kæli yfir nótt. Taktu lambakjötið úr kæli tveimur klukkustundum fyrir eldun og látið standa við stofuhita. Forhitið ofninn í 130 °C. Setjið í nógu stórt eldfast mót eða pott. Úðið með smá ólífuolíu. Bætið 125 ml vatni í fatið. Vefjið með álpappír og látið eldast  í um 2½ til þrjár klukkustundir. Lækkið hita í 110°C og eldið í um 4 klst.

Framreiðið með rósakáli og soðnum kartöflum. Gott að krydda með salti og pipar fyrir loka bragðbætingu.

 

Hafragrautspönnukökur með beikoni

Hráefni:

  • 1 ½ bolli hafragrautur eða fljóteldað örbylgjuhaframjöl
  • 1 bolli hveiti eða fínt speltmjöl
  • 2 msk. púðursykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 1 ½ bolli mjólk
  • 2 egg
  • 2 msk. smjör eða annað til steikingar

Aðferð

Blandið öllu í skál og steikið á pönnu í smá smjöri á meðalhita, snúið við þegar loftbólur eru hættar að myndast. Brúnið hinum megin og framreiðið með stökku beikoni.

4 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...