Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hægeldað lambakjöt sem bráðnar í munni
Matarkrókurinn 21. nóvember 2014

Hægeldað lambakjöt sem bráðnar í munni

Margir horfa aftur til þess tíma með söknuði þegar hún amma bauð upp á moðsteikt lambakjöt á sunnudögum. Það eru til margar aðferðir við að elda lambakjöt og allir hafa ólíkan smekk. Ein aðferðin sem ég  mæli með er að hægelda lambakjötið lengi við lágan hita. Með því haldast bragðeinkenni lambsins og með réttri eldun er roðinn í kjötinu eins og best lætur. Ef allt lukkast þá bráðnar kjötið í munni. Alioli hvítlaukssósa er fullkomin viðbót við lambakjötið.

Amerískar pönnukökur er fastur liður vestan hafs en hér erum við með hollari útgáfu sem gott er að borða með beikoni.

Hægelduð  lambasteik

Hráefni:

  • 1 stk. lambabógur á beini, um 1,25 kg
  • 1 tsk. mulið kóríanderfræ
  • 1 tsk. mulið fennelfræ
  • 2 stjörnu anís, marinn í mortel eða kaffikvörn
  • ½ tsk. kardimommur
  • ¼ tsk. ferskur mulinn hvítur pipar
  • 2 tsk. salt
  • 60 ml Extra-Virgin ólífuolía

Alioli hvítlaukssósa

Hráefni:

  • 3 eggjarauður
  • 2 hvítlauksrif, mulin
  • Sjávarsalt
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 275 ml ólífuolía
  • Nýmalaður hvítur pipar

Aðferð

Setjið eggjarauðu í skál og hrærið varlega olíunni í. Bætið sítrónusafa, kryddið til og framreiðið með kjötinu.

Byrjið að undirbúa kjötið degi fyrir eldun. Setjið kjötið í fat, blandið kryddi, salti og jómfrúarolíu saman og nuddið kjötið. Geymið í kæli yfir nótt. Taktu lambakjötið úr kæli tveimur klukkustundum fyrir eldun og látið standa við stofuhita. Forhitið ofninn í 130 °C. Setjið í nógu stórt eldfast mót eða pott. Úðið með smá ólífuolíu. Bætið 125 ml vatni í fatið. Vefjið með álpappír og látið eldast  í um 2½ til þrjár klukkustundir. Lækkið hita í 110°C og eldið í um 4 klst.

Framreiðið með rósakáli og soðnum kartöflum. Gott að krydda með salti og pipar fyrir loka bragðbætingu.

 

Hafragrautspönnukökur með beikoni

Hráefni:

  • 1 ½ bolli hafragrautur eða fljóteldað örbylgjuhaframjöl
  • 1 bolli hveiti eða fínt speltmjöl
  • 2 msk. púðursykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt
  • 1 ½ bolli mjólk
  • 2 egg
  • 2 msk. smjör eða annað til steikingar

Aðferð

Blandið öllu í skál og steikið á pönnu í smá smjöri á meðalhita, snúið við þegar loftbólur eru hættar að myndast. Brúnið hinum megin og framreiðið með stökku beikoni.

4 myndir:

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...