Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson frá Gýgjarhólskoti, Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sigurborg Hanna
Sigurðardóttir frá fagráði í sauðfjárrækt.
Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson frá Gýgjarhólskoti, Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir frá fagráði í sauðfjárrækt.
Mynd / Rósa Björk - LbhÍ
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Biskupstungum útnefnt ræktunarbú ársins.

Það er fagráð í sauðfjárrækt sem stendur að valinu og til grundvallar liggur heildareinkunn ánna á bænum í kynbótamati á árunum 2013 til 2022, auk þess sem búið þarf að standast ýmis viðmið eins og um að ná inn á lista yfir úrvalsbú. Á síðustu tíu árum hefur búið verið níu sinnum það afurðamesta yfir landið.

Halldórsskjöldurinn veittur

Var bændunum, þeim Eiríki Jónssyni og Ólínu Þóru Friðriksdóttur, veittur Halldórsskjöldurinn af þessu tilefni sem kenndur er við Halldór Pálsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóra.

Það var Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem kynnti valið. Sagði hann að búið hefði trónað efst á lista þeirra búa sem hefðu uppfyllt skilyrði í valinu.

Sagði Eyþór að á Gýgjarhólskoti, sem stæði ofarlega í Biskupstungum, væru um 350 vetrarfóðraðar kindur á blönduðu búi ásamt 50 mjólkurkúm og nautaeldi.

Kom fram að núverandi fjárstofn eigi uppruna sinn í fjárskiptafé sem kom haustið 2006 eftir riðuniðurskurð 2004. Féð var keypt frá nokkrum bæjum í Kirkjubólshreppi og Hólmavíkurhreppi hinum forna. Meirihluti kaupafjárins hafi verið kollóttur.

Frá fjárskiptum hafi sæðingar mikið verið notaðar og frekar sótt í hyrnda hrúta en kollótta.

Mjólkurlagni og frjósemi

Sagði Eyþór að nú væri meirihluti hjarðarinnar hyrndur og samkvæmt útreikningum lægi fyrir að erfðahlutdeild fjárskiptafjárins í dag væri einungis 17,6 prósent. Því væri ljóst að áhrif sæðinga séu mikil á búinu. Af sæðingastöðvahrútum hefðu mest áhrif haft Dreki frá Hriflu, 11,2 prósent, Grábotni faðir hans með ríflega átta prósent og Klettur frá Borgarfelli með tæp átta prósent.

Sá heimahrútur sem á mestu hlutdeildina í stofninum í dag er Flúðalúði, sonur Gláms frá Svartárkoti, en hann er með átta prósent erfðahlutdeild. Í ræktunarstarfinu hafi mikil áhersla verið lögð á ræktun gegn fitu og mæðraeiginleikana mjólkurlagni og frjósemi.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...