Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson frá Gýgjarhólskoti, Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sigurborg Hanna
Sigurðardóttir frá fagráði í sauðfjárrækt.
Ólína Þóra Friðriksdóttir og Eiríkur Jónsson frá Gýgjarhólskoti, Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Sigurborg Hanna Sigurðardóttir frá fagráði í sauðfjárrækt.
Mynd / Rósa Björk - LbhÍ
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Biskupstungum útnefnt ræktunarbú ársins.

Það er fagráð í sauðfjárrækt sem stendur að valinu og til grundvallar liggur heildareinkunn ánna á bænum í kynbótamati á árunum 2013 til 2022, auk þess sem búið þarf að standast ýmis viðmið eins og um að ná inn á lista yfir úrvalsbú. Á síðustu tíu árum hefur búið verið níu sinnum það afurðamesta yfir landið.

Halldórsskjöldurinn veittur

Var bændunum, þeim Eiríki Jónssyni og Ólínu Þóru Friðriksdóttur, veittur Halldórsskjöldurinn af þessu tilefni sem kenndur er við Halldór Pálsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóra.

Það var Eyþór Einarsson frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sem kynnti valið. Sagði hann að búið hefði trónað efst á lista þeirra búa sem hefðu uppfyllt skilyrði í valinu.

Sagði Eyþór að á Gýgjarhólskoti, sem stæði ofarlega í Biskupstungum, væru um 350 vetrarfóðraðar kindur á blönduðu búi ásamt 50 mjólkurkúm og nautaeldi.

Kom fram að núverandi fjárstofn eigi uppruna sinn í fjárskiptafé sem kom haustið 2006 eftir riðuniðurskurð 2004. Féð var keypt frá nokkrum bæjum í Kirkjubólshreppi og Hólmavíkurhreppi hinum forna. Meirihluti kaupafjárins hafi verið kollóttur.

Frá fjárskiptum hafi sæðingar mikið verið notaðar og frekar sótt í hyrnda hrúta en kollótta.

Mjólkurlagni og frjósemi

Sagði Eyþór að nú væri meirihluti hjarðarinnar hyrndur og samkvæmt útreikningum lægi fyrir að erfðahlutdeild fjárskiptafjárins í dag væri einungis 17,6 prósent. Því væri ljóst að áhrif sæðinga séu mikil á búinu. Af sæðingastöðvahrútum hefðu mest áhrif haft Dreki frá Hriflu, 11,2 prósent, Grábotni faðir hans með ríflega átta prósent og Klettur frá Borgarfelli með tæp átta prósent.

Sá heimahrútur sem á mestu hlutdeildina í stofninum í dag er Flúðalúði, sonur Gláms frá Svartárkoti, en hann er með átta prósent erfðahlutdeild. Í ræktunarstarfinu hafi mikil áhersla verið lögð á ræktun gegn fitu og mæðraeiginleikana mjólkurlagni og frjósemi.

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...